Færsluflokkur: Enski boltinn

Samsæri gegn Gerrard

Hver getur haldið því fram að íþróttahetjan, foringinn og öðlingurinn Gerrard hafi meitt annan mann? Ég held að þessar fáránlegu ásakanir séu runnar undan rifjum Sir Alex Ferguson í sálfræðistríði sínu við Benítes. Auðvelt er að ímynda sér að Sir Alex hafi fengið plötusnúðinn á veitingastaðnum til að ögra Gerrard og vinir Gerrard hafi látið hendur skipta. Markmiðið? Jú að reyna að taka besta leikmann heims úr leik til að hjálpa United á lokasprettinum um titilinn. Ég hef reyndar fengið þetta staðfest frá innanbúðarmanni hjá United sem ekki vill láta nafns síns getið og sem ég má ekki láta trúnaðargögn af hendi og ber við bankaleynd.

Gerrard myndi sjálfur aldrei gera sálu mein. Ég legg til að hann verði aðlaður enda á hann það skilið. Sir Steven Gerrard hljómar vel!


mbl.is Gerrard lýsir sig saklausan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vammlaus vinnuhestur

Nú tíðkast þau hin breiðu spjótin. Daglega rignir frábærum fréttum yfir okkur Púllara. Dirk Kuyt (sagt Hjuut) hefur fylgt fordæmi fyrirliðans Gerrard og skrifað undir nýjan samning. Ég var lengi að venjast Hjuut enda gekk honum lengi vel afar illa að skora en til þess var hann ráðinn. Hann hefur alla tíð verið frábær vinnuhestur og öðrum til fyrirmynar varðandi baráttu á vellinum, bæði varnar- og sóknarmegin. Nú bregður svo við að Hjuut er líka farinn að skora stöku sinnum sem skemmir ekki.


mbl.is Kuyt líka lengur hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er þessi Crouch?

Það hefur ekki komið mikið út úr hinum 2 metra háa Peter Crouch eftir að hann hætti hjá Liverpool. Hann er samt ennþá í landsliðinu. Hann getur þó verið svona "super-sub" sérstaklega ef það þarf að jafna metin og hinn ítalski Capello vildi láta dæla háaum boltum inn í teiginn.

Mér finnst þó þessi langalengja ekki eiga heima í landsliðinu - ekki heldur þegar hann var með Liverpool.


mbl.is Hæpið að Crouch og Phillips spili gegn Slóvökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur hinnar fullkomnu vítaspyrnu.

Það er greinilegt að vísindamennirnir við John Moores háskólann í Liverpool hafa haft Steven Gerrard sem tilraunadýr við að fá út þessa merka niðurstöðu, þ.e. hvernig hin fullkoma vítaspyrna er framkvæmd. Fyrir það ber að þakka.


mbl.is Hin fullkomna vítaspyrna fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ertu ekki að grínast Rió?

Auðvitað á Steven Gerrard að fá viðurkenninguna. Hefur verið frábær á miðjunni hjá Liverpool bæði í ensku deildinni og Meistaradeildinni. Þegar meira að segja Zidane segir hann bestan í heimi og gott ef Ryan Giggs hafi ekki sagt það sama þá er þetta ekki spurning.

Gerrard er auðvitað sjálfur hógværðin uppmáluð og finnst miðjumenn Barcelona (Iniesta, Xavi og Messi) vera þeir bestu í heimi. Við getum öll fallist á, líka MU aðdáendur að Gerrard er í hópi þeirra bestu. Ronaldu er auðvitað frábær en ekki eins góður og í fyrra.

Bestu kveðjur til allra annarra en Rio Ferdinad!

Muggi.


mbl.is Rio Ferdinand: Vidic leikmaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband