Svarta hagkerfi bankanna (WTF!).

Ef þessi frétt er rétt er líklega um eitt grófasta hvítflibbabrot sem þekkst hefur í heimi hvítflibbaglæpa um heim allan. Þetta er eiginlega svartflibbabrot. Við erum að tala um HUNDRUÐI MILLJARÐA sem voru ekki talin fram til skatts. Með öðrum orðum hundruði milljóna sem íslenskir kattgreiðendur urðu af vegna ólýsanlegrar græðgi íslenskra bankamanna. ENRON málið hljómar sem falleg bæn eftir Hallgrím Pétursson í eyrum manns í samanburðinum við þennan óhugnað. Voru menn gjörsamlega vitfirrtir sem störfuðu sem yfirmenn í bönkunum og vissu af þessu?

Ef þeir bankamenn sem var beinlínis kunnugt um þetta "svarta hagkerfi" - ég tala ekki um þá sem beinlínis störfuðu í "hagkerfinu" - eru ennþá að vinna í bankakerfinu eiga þeir að sjá sóma sinn í að hætta störfum strax, biðjast afsökunar og skammast sín. Ákærur og skaðabótakröfur koma væntanlega og vonandi í kjölfarið. Ef ekki er hætta á því að almenningur, vopnaður hrífum, skóflum og öðrum búsáhöldum nái í viðkomandi á bankaskrifstofuna og fleygi út sem hverju öðru rusli.


mbl.is Hundraða milljarða skattsvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyr hey granni.

Birgir (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 20:08

2 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Eru skóflur búsáhöld? Að gríni slepptu, þá er ég alveg sammála þér! þetta lið hefur svipaða siðferðiskend og minkurinn,hann drepur og drepur bara af grimd, þessir þjóðníðingar hugsa eins,þeir fara eins langt og þeir komast og helst aðeins lengra og er sama um altt,það er spurning hvort það ætti ekki að smíða nokkra gapastokka!að setja þessa andskota í og leifa fólkinu að senda þeim tóninn.

Þórarinn Baldursson, 16.3.2010 kl. 20:40

3 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Svo vilja bankarnir fá leyfi til þess að greiða bónusa. En, nota bene, bara þeim sem hafa unnið til þeirra.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 16.3.2010 kl. 22:09

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Takk fyrir innlitin. Já manni er misboðið. Minkur er góð samlíking Þórarinn.

Guðmundur St Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 02:54

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er ljóst að bankarnir voru rotnir enda á milli. Þetta bónus kerfi sem þeir vilja endurvekja, kann að hafa átt sinn þátt. Öllu var til tjaldað og hagrætt svo hámarks bónusar væru í höfn. Hagur viðskiptavinarins var fyrir borð borinn, hans fé var ráðstafað þannig að það hámarkaði bónusa bankafulltrúans.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.3.2010 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband