Frábær amerískur körfubolti (misgóðir íslenskir lýsendur).

Þessi úrslitarimma Celtics og Lakers stendur undir væntingum. Frábær körfubolti, spenna, dramatík, villuvandræði o.fl. Stöð 2 á þakkir skildar fyrir að gera NBA svona góð skil. Boston kemur væntanlega til með að vinna rimmuna í sjö leikja seríu - það er von vor og trú.

Á stundum mætti þó annar þulurinn draga úr frasakenndum lýsingum sínum á mönnum og málefnum og hafa uppi einfaldari, faglegri og lágstemmdari skýringar á leiknum. Helst að reyna stundum að vera minna fyndinn líka. Hástemmd síendurtekin orð, brandarar og setningar eru óþörf þegar leikurinn - sem er svo frábær - lýsir sér mest sjálfur og missir algjörlega marks þegar þetta er síendurtekið leikinn á enda. Ég hefði helst kosið að láta ameríska íþróttafréttamenn lýsa leiknum en það er víst ólöglegt (kannski ástæðan sé að enginn NBA áhugamaður skilur ensku).

Íþróttaþulurinn á ekki að reyna að yfirgnæfa leikinn. Það er auðvitað ekki hægt en þreytandi að hlusta á það. Brandarar og fyndnir frasar geta átt við og verið hluti af leiknum en bara alls ekki ekki í tvær klukkustundir takk fyrir.

Það þarf ekki að segja körfuboltaáhugamönnum fimm sinnum í einum og sama leiknum að Kobe sé frábær íþróttamaður eða PP sé með frábæra skottækni og hitt og þetta skotið sé "lygilegt", "ótrúlegt". Það þarf heldur ekki að segja okkur í hverjum einasta leik að K Perkins sé brúnaþungur og enginn vilji hitta hann í skuggasundi um kvöld. Þeir sem vaka fram á morgun við að horfa á NBA vita allt þetta. Góður lýsandi glæðir leikinn lífi og kemur með faglegt álit á leiknum (hann má vera fyndinn inn á milli). Ég veit samt að Svali getur þetta alveg.


mbl.is Boston jafnaði metin gegn Lakers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Svali er KOOL!

Björn Birgisson, 11.6.2010 kl. 13:31

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Já hann er allt of KOOL :)

Guðmundur St Ragnarsson, 11.6.2010 kl. 14:24

3 Smámynd: Kristinn Rúnar Kristinsson

Ég vill að Svali lýsi öllum leikjunum, ég verð alltaf pirraður þegar ég sé Baldur Beck birtast á skjánum. Svali er algjör meistari, hann talar t.d. um að flott og góð skot séu algjörir sykursnúðar og að menn séu starfsmenn mánaðarins þegar þeir eru að spila vel =) Ég virði samt þitt álit, mat manna er misjafnt.

Kristinn Rúnar Kristinsson, 12.6.2010 kl. 02:52

4 Smámynd: Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir

Já hæ Guðmundur. Ég heiti Inga Rúna og er dóttir Dúnu föðursystur þinnar. Ég var að stofna blogg á mbl. í dag, undir nafninu thulo.blog.is. Hef fylgst með blogginu þínu, aðallega þegar þú segir sögur af kisunum, þær eru yndislegar. Þú hefur svo skemmtilega framsögn, rétt eins og pabbi þinn.

Kær kattarkveðja frá mér til þín.

Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir, 12.6.2010 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband