Tapað fundið: ASÍ er týnt. Rífleg fundarlaun í boði

Hafi Þór Saari, Lilja Mósesdóttir og Hagsmunasamtök heimilanna þökk fyrir þeirra baráttu sem aðrir eiga að vera í. Þau berjast baráttu hins réttláta gegn aðilum sem áttu að verja heimili og fyrirtæki landsins gegn fjármálastofnunum. Á meðan horfir hin vinstri "velferðarstjórn" í gaupnir sér og aðrir sem eiga að verja hag heimilanna horfa upp í loftið eða eru týndir. Hvernig má þetta vera?

Þessir aðilar, FME og Seðlabankinn höfðu og hafa það hlutverk að hafa eftirlit með fjármálastofnunum landsins m.a. verja hag almennings og fyrirtækja og landsins í heild. Hingað til hefur það mistekist hraplega. Í hátt í áratug hafa FME og Seðlabankinn sofið Þyrnirósarsvefni og verið gjörsamlega meðvitundarlaus sem "lögregla" almennings og fyrirtækja gagnvart fjármálastofnunum með þeim afleiðingum sem allir þekkja. Eftir hin frægu "tilmæli" frá 30. júní sl. er Seðalbankinn og FME orðin að hagsmunagæsluaðila fyrir fjármálastofnanirnar. Með öðrum orðum hafa Seðlabankinn og FME tekið sér stöðu með bankastofnunum gegn almenningi.

Og hvar er ASÍ og verkalýðsforystan á meðan á þessu stendur? Ég þakka Guði fyrir að Hagsmunasamtök heimilanna hafa tekið að sér að standa vörð fyrir almenning gagnvart FME og Seðlabankanum auk bankastofnana. Ekki gerir ASÍ það.

ASÍ er líklega í sumarfríi.


mbl.is Borgi ekki umfram greiðsluáætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Einföld lausn -

Deponera - deponera - þú ferð í bankann og deponerar - greiðir skuldina EN kröfuhafi fær hana ekki - hún liggur þar til dómur hefur fallið sem segir hvað þú átt raunverulega að borga - það er þitt skilyrði þegar þú greiðir.

 Kröfuhafi fer að verða auralítill þegar margir taka sig saman - greiðendur eru ekki í vanskilum - kröfuhafi fer að þrýsta á að dómar gangi hratt fyrir sig -

DEPONERA

Ólafur Ingi Hrólfsson, 6.7.2010 kl. 19:39

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góð hugmynd, Olafur en í hvaða banka deponerar maður? Þeim sama sem er að innheimta með hnúajárnum?

Ef hægt er að núlla Hæstarétt hvað þá með innanbankafærlur

Ragnhildur Kolka, 6.7.2010 kl. 20:10

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

T.d. Landsbankanum - - ég er að leita frekari upplýsinga - EN málið er að kröfuhafi fær ekki sitt fé - það er fryst ef þessi aðferð er notuð -

spurningin þín er líka góð - fæst vonandi svarað á morgun.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.7.2010 kl. 01:09

4 identicon

Við þurfum ekki að leita langt eftir ASÍ, þeir liggja rólegir í skúffu Vinnuveitendasambandsins.

Vilhjálmur (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 04:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband