Ingibjörg Sólrún gleymir lið nr. 7

Áframhald á upptalningu Ingibjargar Sólrúnar á ástæðu hrunsins á Íslandi sem hún gleymdi að minnast á:

7. Algjör skortur á eftirliti og aðgerðum íslenskra stjórnvalda og þeirra stofnana sem stjórnvöld bera ábyrgð á. Algert aðgerðarleysi stjórnvalda, þ.m.t. ríkisstjórnarinnar, þegar ljóst var í upphafi ársins 2008 hvert stefndi. Algjör vanhæfni og athafnaleysi við upphaf hrunsins og máttleysi við að slá hina svokölluðu "Skjaldborg" um heimili landsins, eins og lofað var og aðstoð til fyrirtækja til að snúa hjólum atvinnulífsins í gang.


mbl.is Siðrof í íslensku samfélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þá er bara að biðjast afsökunar.

Sigurður Þorsteinsson, 27.3.2009 kl. 17:15

2 identicon

Vonandi verður utanríkisráðherranum seinasta gefið langt frí frá opinberum störfum. Hún þarf greinilega meiri tíma til að hugleiða málin og viðurkenna eigin ábyrgð á hvernig landið er statt.

Mér finn fáránlegt að heyra hana tala siðrof án þess að nefna  eigin verk og verkleysi. Hún nefnir alþjóðavæðingu fjármálakerfisins, einkavæðingu bankanna, hagstjórnarmistök ákveðinna flokka  græðgi og reynsluskort eigenda og helstu stjórnenda bankanna, eftirlitsstofnanir sem hafi komið seint með greiningar og úrræði og alþjóðlega fjármálafellibylinn en virðist gleyma ábyrgð ríkisstjórnarinnar sem hún sat þó í á hvernig brugðist var við þeim háska sem að okkur steðjaði.

Ég er algjörlega sammála lið sjö.

Agla (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 18:07

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hvað gerir bóndi ef hann sér fram á heyskort? Hann minnkar fjárstofninn eða kaupir fóðurbætir eða hey. Hvað gerir bóndi ef það er fullt af fé í túninu?  Hann sigar hundunum á það eða gerir við girðingar.

Það virðist vanta frumkvæði í stjórnun hjá okkur. Þetta er að verða eitthvert dinglum dangl þjóðfélag, haldandi að hlutirnir gerist að sjálfu sér.

Menn hafa komist upp með það að sölsa undir sig réttindi til að veiða fisk, réttindi til framleiða landbúnaðarvörur og því skyldi þá ekki  vera í lagi að taka bankakerfið og soga sparifé til sín.

Hér er framkvæmdavaldið bæði veikt og sterkt. Sterkt til að hygla sérréttinda hópum og gæðingum en veikt við að gæta almannahagsmuna.

Það er alltof lítið að menn séu í málaferlum, en málaferli valda fælingaráhrifum þannig að stjórnvöld fara að vanda sig við stjórnarathafnir og fara að lögum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 27.3.2009 kl. 18:38

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Gæti ekki verið meira sammála Þorsteinn. Vel mælt!

Guðmundur St Ragnarsson, 27.3.2009 kl. 19:22

5 Smámynd: Smjerjarmur

ÉG er sammála öllum liðunum, þ.m.t. lið 7.  Mér þykir líka missir af ISG úr stjórnmálunum.  Ekki af því ég sé í Samfylkingu (ég er það ekki), heldur af því ég hef meira álit á henni sem foringja en nokkrum öðrum úr röðum þessa flokks. 

Smjerjarmur, 28.3.2009 kl. 05:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband