Ber að segja af sér? Ber ekki að segja af sér?

Guðrún Valdimarsdóttir segir sig af lista Framsóknarflokksins í Reykjavík vegna - að því er virðist - tengsla eiginmanns hennar við fasteignafyrirtæki í Reykjavík.

Ég ætla ekki að taka afstöðu til hvort þessi ákvörðun Guðrúnar sem - virðist tekin undir þrýstingi frá oddvitanum Einari Skúlasyni - sé rétt eður ei. Ég þekki ekki til þessa máls nægilega vel. Hitt er annað mál að þessi endalausi ágreiningur milli forystumanna flokksins, með eða án hnífasetta, með eða án meintra flokkseigenda, er ekki til þess fallin að laða að fylgi sem flokknum vantar sárlega. Það bregst ekki fyrir sérhverjar kosningar að flokkurinn sé í sárum vegna innanflokksátaka. Það er á stundum skelfilega langt í samvinnufélagshugjónina sem flokkurinn kennir sig við og er falleg og góð. Hvað veldur?

Hvað sem segja má um mál Guðrúnar og Miðbæjareigna finnst mér eftirfarandi eðlilegra: Þeir þingmenn sem þáðu milljónir frá fyrirtækjum, þ.m.t. bönkum og fyrirtækjum "útrásarvíkinga" og sitja enn á þingi, menn (karlar og konur) sem sátu (í orðsins fyllstu merkingu) sofandi á verðinum og pökkuðu niður siðferði sínu og gagnrýnni hugsun ÆTTU AÐ SEGJA AF SÉR Á UNDAN GUÐRÚNU.


mbl.is Segir sig af lista Framsóknarflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðrún er nú ekki búin að "segja af sér", heldur búin að draga sig úr af lista fyrir kosningar. Ekki alveg það sama. Vissulega má ræða það ogskoða að hversu miklu leyti fjármál einstakling hafi áhrif á maka hans.

Án þess að þekkja málið nema af fréttum kvöldsins held ég það hafi verið skynsamt hjá flokkssystkinum Guðrúnar að hvetja hana til að draga sig í hlé. "Fasteignafélagið" sem þú nefnir svo var alveg ábyggilega viðriðið grugguga gjörninga. Ekki tekst Guðrúnu að varpa skýru ljósi á þá.

Skrifaði stuttan pistil með innblæstri frá þessari frétt: http://bloggheimar.is/einarkarl/?p=496

Einar Friðriksson (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 00:11

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Takk fyrir þetta Einar. Það er rétt hún dró sig í hlé en sagði ekki af sér alveg rétt. Ég er sammála þér að marg í orðalaginu er ekki til þess fallið að vekja traust. Orðasambandið "endurhverf viðskipti" veldur mér krónískri gæsahúð. Ég veit hins vegar ekki hvort þetta fasteignafélag var viðriðið eitthvað misjafnt og held að það sé ekkert búið að kanna það endilega. Ég endurtek samt að mér finnst að þessi frambjóðandi í saklausari kantinum miðað við nokkra núverandi alþingismenn sem seldu sálu sína til að geta verið með flottari auglýsingapésa í prófkjörum.

Guðmundur St Ragnarsson, 28.4.2010 kl. 00:24

3 identicon

Flottar pælingar Muggi. Góður stjórnmála skýrandi. Hafðu það sem best vinur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband