Villi er reiður!

Vilhjálmur! Hvar í stjórnmálaflokki sem íslenskur almenningur er, öllum er misboðið vegna málsins þótt ekki til varnar HB Granda eins og þú. Ég held að yfirgnæfandi meirihluti landsins hljóti að vera gáttaður á því hvernig forsvarsmenn HB Granda koma fram við sitt fólk. Ef það má ekki gagnrýna þessi siðlausu og ámælisverðu vinnubrögð má allt eins hefja ritskoðun hér á landi.

Ég held að framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ætti að taka til í eigin ranni og útbúa námskeið í viðskiptasiðferði fyrir félagsmenn sína.

Það er gott að eiga forsætisráðherra sem þorir að segja hug sinn allan þar sem það á við. Ég hefði viljað að Jóhanna tæki svona sterkt til orða gagnvart fleiri málefnum.

Kveðja,
Muggi.


mbl.is Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Alveg sammála þér.

Það er sem betur fer liðin tíð að SA og Viðskiptaráð Íslands ráði því hvað ráðamenn þjóðarinnar segi og geri.

Það er rétt hjá þér, Villi ætti frekar að fara að taka til hjá sér og koma á góðu námskeiði hjá SA um heilbrigt atvinnulíf og viðskiptasiðferði.

Gunnlaugur I., 19.3.2009 kl. 17:20

2 identicon

Ég er sammála Vilhjálmi. Þetta var alltof litil lækkun vaxta. Stýrivextirnir hefðu átt að fara niður í 12% í dag. Þá hefði þetta kannski komist á skrið.

Hafðu það sem best Guðmundur minn.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 17:23

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Follow the Money hljómar bandarríkst ráð fyrir rannsóknir. Þetta er sennilega óþýðanlegt á íslensku því við eigum ekkert fordæmi um slíkar rannsóknir. Hvaðan kemur HB Granda "lausaféð"? Það er best að gá að því fyrst áður en maður fullyrðir neitt. Mig grunar að þetta séu "loftaurar" sem bankar hafa lánað út á næstu loðnuvertíð ef þú skilur hvað ég meina....

Gísli Ingvarsson, 19.3.2009 kl. 17:24

4 Smámynd: Már Wolfgang Mixa

Misboðið er rétta orðið, hjá öllum.  Þetta er óverjandi.

Már Wolfgang Mixa, 19.3.2009 kl. 17:51

5 identicon

Sammála þér Muggi 

 þessir menn þurfa að skrá sig á námskeið í siðfræði og Villi fyrst af öllum. Fólki er misboðið, vægt til orða tekið. 

BirnaP (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 20:49

6 identicon

Já Villi karlinn var líka ansi fýldur. Honum tekst ekki að leyna því þegar sá gállinn  er á honum. Alir hefðu viljað fá vextina meira niður, en það var ekki núna. Ég trúi því að það gerist mjög skarpt eftir þetta og strax þann 8.apríl n.k..

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband