Ferguson með þráhyggju

Alveg er það ótrúlegt að þessi skapmikli Skoti sem hefur verið aðlaður fyrir árangur á knattspyrnusviðinu (réttilega) geti ekki hætt að hugsa um Benítez og Liverpool. Maðurinn er greinlega ennþá í sárum eftir niðurlægjandi tap á heimavelli, því stærsta síðan Úrvalsdeildin var sett á fót (knattspyrnufót).

Má ég biðja Sir Skota að leggja saman kaupverð byrjunarliðs síns liðs og liðs Senjor Benítez.

Ég held að 50% af starfi knattspyrnustjórans fari í það að vinna með sálfræðingum MU og almannatengslum félagins til að finna einverjar leiðir til að klekkja á andstæðingnum (aðallega Liverpool og Arsenal) UTAN VALLAR.

Kveðja,
Muggi.


mbl.is Ferguson: Nú fer Benítez að eyða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Ferguson finnst að hann hafi alltaf rétt fyrir sér, í hans huga þá er hann sá eini sem má gagnrýna leikmenn, leikaðferðir og dómara. Benitez hefur gagnrýnt Ferguson og það hefur Wenger líka gert og það þolir hann ekki.

Ég vona að mínir menn standi sig í Meistaradelildinni, áfram Arsenal.

Þakka þér fyrir að vera ekki United maður, gott hjá Liverpool að vinna United ég var ánægður með það.

Be blessed and not stressed

Aðalbjörn Leifsson, 21.3.2009 kl. 10:27

2 identicon

Hann er nú bara svara röngum fullyrðingum Rafa Benitez með þessum orðum.  Benitez og reyndar Pepe Reina héldu því fram að Man Utd hefðu eitt meira en Liverpool.  Munirinn á kaupum þessara stjóra er hings vegar sá að Ferguson kýs frekar að kaupa fáa en dýra leikmenn en Benitez hefur meira einbeitt sér að því að kaupa marga ódýra leikmenn og vonast eftir kraftaverki.  Svo þegar við skoðum eyðslu Liverpool og Man Utd síðan úrvalsdeildin var sett á laggirnar þá er ekki svo mikill munur, Man Utd hefur keypt menn fyrir tæplega 11 milljónum meira en Liverpool síðan 1992.  En á móti kemur að Man Utd hefur selt fyrir hærri upphæðir þannig að útkoman er svipuð eyðsla á tímabili.  Sem er svolítið áhugavert að sjá að öll þessi eyðsla hefur skilað Liverpool mjög fáum stórum titlum síðan úrvalsdeildin var sett á laggirnar.

Lárus (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 10:51

3 identicon

Flott hjá Ferguson. hann er góður. Man U. er náttúrulega besta liðið í boltanum að mínu mati. Hafðu það sem best vinur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 10:56

4 identicon

ég vil benda á þessa síðu hér

www.transferleague.co.uk

Birgir (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 11:34

5 identicon

Fergie gamli er nú bara að svara skotinu frá Benitez um að United hafi eytt miklu meira en Liverpool undanfarin ár. Það er rangt og tölurnar sýna það, síðan sem Birgir bendir á er t.d. gott dæmi þar sem er búið að taka þetta saman. Eflaust ekki allt hárnákvæmar tölur þar sem kaupverð og söluverð eru oft ekki gefin nákvæmlega upp en þetta ætti að gefa upp einhverja mynd af stöðunni.

Hann hlýtur að mega tjá sig eins og Benitez, sem tók nú 5 mín ræðu af miða um Fergie á blaðamannafundi fyrir einhverjum vikum.

Jon Hr. (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 12:31

6 Smámynd: el-Toro

þeir sem hafa efni á því tala....eiga rétt á því að tala....því þeir sem hafa ekki efni á því, hafa gott af því að hlusta ef þeir vilja verða eins stórir.

el-Toro, 21.3.2009 kl. 14:34

7 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég tek fram að ég er ekki hrifinn af vaxandi tilhneigingu míns manns hjá Liverpool að vera með opinberlegar yfirlýsingar um hitt og þetta og feta þannig í fótspor Skotans viðskotailla.

Ferguson hefur sjálfur réttilega sagt að úrslitin ráðist á vellinum (þegar Mourinho var að hníta í hann). Hann og allrir aðrir stjórar eiga að hætta að tala í fyrirsögnum um hluti óskylda boltanum. Auðvitað er málfrelsi en mér finnst þetta leiðinlegt.

Guðmundur St Ragnarsson, 21.3.2009 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband