Creed snýr aftur

Visir.is var með þessa frétt:

"Angurvær rödd heyrist aftur Scott Stapp og Creed eru á leið á tónleikaferðalag. Nordicphotos/Getty
Einhver umdeildasta hljómsveit síðari tíma, Creed, hefur ákveðið að koma saman aftur eftir fimm ára hlé. Creed hefur alltaf átt sér sterkan aðdáendahóp, þar á meðal hér á landi, en óhætt er að fullyrða að jafn stór hópur teljist vart til aðdáenda. Sumir ganga meira að segja svo langt að lýsa yfir hreinu hatri á Creed.

Söngvarinn Scott Stapp hefur lýst því yfir að Creed muni að minnsta kosti koma fram á 42 tónleikum í Bandaríkjunum á næstunni. Að tónleikaferðinni lokinni kemur út ný plata frá Creed, sem selt hefur 26 milljón plötur á ferlinum. „Ég saknaði strákanna minna og langaði að gera aftur tónlist með þeim," sagði Stapp í viðtali við Rolling Stone."

Frábært að fá bestu rokkara heims til baka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Manni langar bara að fá sér í vörina og setja á sig harpix að heyra svona gleðitíðindi

Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 13:08

2 identicon

Sælir.

Þekki ekki þetta mál en þetta er örugglega gott fyrir þá sem það vilja.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 16:52

3 Smámynd: Emmcee

Mikið rétt, Gunni sloka... það verður ekki meira handboltarokk en Creed.

Emmcee, 30.4.2009 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband