Það vantar reglur um birtingu skoðanakannana

Af hverju eru ekki til reglur með hvaða hætti skoðanakannanir eru birtar í fjölmiðlum?

Fyrir það fyrsta getur niðurstaða könnunar verið framsett í fjölmiðlum til að ná fram ákveðinni niðurstöðu fyrir verkkaupa. Oft er um áróður að ræða eða auglýsingu. Þá er nauðsynlegt að það fylgi "fréttinni" á hvers vegum könnunin sé. Í þessu tilfelli er ekki erfitt að ímynda sér að könnunin hafi verið gerð á vegum evrópussambandsinna.

Hér er um gríðarlega hagsmuni að ræða. Hér á að gilda upplýsingaskylda um hver sé verkkaupi könnunar sem birt er opinberlega eða er hluti af frétt. Gríðarlegur fjöldi skoðanakannana er framkvæmdur ár hvert án þess að efni þess komi fyrir sjónir almennings. Verkkaupi lætur gera skoðanakönnun en lætur eingöngu birta hana opinberlega þegar hún er honum hagfelld.

Núna er verið að nota skoðanakannanir í áróðursstríði til að ná til almennings. Af hverju í ósköpunum gilda engar reglur um birtingu þeirra. Ég, og allir aðrir, höfum rétt á að vita það hver kaupir ofan í okkur fréttirnar.


mbl.is 58 prósent fylgjandi ESB-viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hjartanlega sammála þér Muggi minn.

Það vantar reglur um þetta eins og svo margt annað í þessu samfélagi okkar.

Eigðu góða og ljúfa helgi.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 13:35

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sömuleiðis Valli minn :)

Guðmundur St Ragnarsson, 13.6.2009 kl. 14:07

3 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Það stendur í fréttinni;

"samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Gallup fyrir Morgunblaðið sem gerð var 28. maí til 4. júní."

Páll Geir Bjarnason, 13.6.2009 kl. 15:00

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Svo er nú ekki alveg sama hvernig spurningarnar eru sem við þurfum að svara. Það er ekki sama könnunarviðræður og umsóknaraðildarumræður.

Líst ekkert á ESB.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.6.2009 kl. 00:14

5 Smámynd: Halli Nelson

Eru ekki yfirleitt birtar upplýsingar um það hverjir kosta svona kannanir. Allavega sammála þér Muggi um að slíkt ætti að vera reglan og jafn lög þar um. Sama má segja um auglýsingar. Þar eru auðvitað ákveðin lög en gott dæmi um afar vafasama auglýsingu/félagasöfnum er borði sem Heimsýn hefur á Eyjunni. Þetta er tvískipt "Flash" auglýsing þar sem fyrst kemur textinn "Skráðu þig í Heimsýn. Félag sjálfstæðissinna í Evrópumálum" Ekkert kemur fram um skoðanir Heimsýnarmanna annað en þeir telja sig "sjálfstæðissinna í Evrópumálum." Þarna er í raun verið að gera tilraun til að veiða fólk inn í félagsskapinn án þess að gera fullnægjandi upplýsingar að mínu mati. Það mætti halda að þeir Heimsýnarmenn hefur gengið í smiðju Vísindarkirkjunnar við veiðarnar.

Halli Nelson, 14.6.2009 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband