Íslenska fána í hálfa stöng í dag

Af hverju í ösköpunum leyfir blaðamaður mbl.is sér að hafa mynd af íslenskum fánum til móts við Alþingishúsið sem var að taka gjörsamlega óskiljanlega ákvörðun í dag um aðildarviðræður við ESB? Ef sýna átti íslenskan fána við þessa kringumstæður á hann að vera dreginn í hálfa stöng eða frekar sýna ESB fánann umlykjandi elsta löggjafarþing heimsins til að lýsa vilja meirihluti þingsins.

Þingið er s.s. búið að samþykkja að ganga til aðildarviðræðna við ESB sem "bakkaði" Breta og Hollendinga upp í því að knýja þjóðina niður í mestu efnahagslegu nauðasamninga sem vestrænt ríki hefur þurft að undirgangast fyrr og síðar. Er þetta ekki með miklum ólíkindum. Þetta minnir á eitthvert meðvirknismunstur; þangað leitar klárinn þar sem hann er kvalinn eða eitthvað þvíumlíkt.


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Sammála þér, alveg makalaust allt saman.

Hafsteinn Björnsson, 16.7.2009 kl. 16:13

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þessum fánum var komið þarna fyrir í gær til að minna þingmenn hverjir þeir eru.  Við reyndum í dag að spila fyrir þá þjóðsönginn okkar og önnur góð ættjarðarlög.

Ég skrifa pistil seinna í dag.

Axel Þór Kolbeinsson, 16.7.2009 kl. 17:12

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll. Smá leiðrétting verið var að samþykkja að sækja um aðild að ESB. Þannig að við þurfum nú að senda inn formlega umsóknarbeiðni.

Sigurður Þorsteinsson, 16.7.2009 kl. 17:18

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Smá viðbót. VG eru víst með hugmyndir um að Svavar Gestsson leiði samningana við ESB, enda ekki þörf á lögfræðingum til þess að standa í svona samningamálum. Þeir eru ekki betri en aðrir.....

Sigurður Þorsteinsson, 16.7.2009 kl. 17:20

5 identicon

Ég er ekki sammála því að sækja um esb aðild. Þetta er ekki góður dagur í sögu íslands Muggi minn. Eigðu gott og ljúft kvöld. Er á Blönd. núna. Það er ágætt. Ágætis veður, samt svolítið kalt.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 20:55

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Algjörlega sammála þér. Hvað er það sem rekur kommúnista í ríkisstjórn áfram? Þau hafa sem þjóð upplifað viðbjóðslega framkomu Breta í okt. sl en samt vilja þau fara í eina sæng með Tjöllunum. Er ekki í lagi heima hjá þessu liði?

Við áttum ekkert að sækja um aðildarviðræður nema að meirihluti þjóðarinnar vildi það.

Ég vona að þessi skrýtna stjórn með einræðisherranum Jóhönnu í forsæti verði ekki langlíf.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.7.2009 kl. 21:16

7 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Sæll frændi.

Já, stór dagur að kvöldi kominn!  Skrýtnar beygjur og sveigjur og ég satt að segja óttast það að þingmenn séu svo örþreyttir og yfirkeyrðir að eftir daginn verði lítið gagn af vinnu þeirra þar.

En við skulum sjá, það er langt í lokin á þessu máli og að mínu mati er kominn tími á að hætta að velta þessari umsókn endalaust fyrir sér.  Nú kemur ferlið í ljós og svo dæmum við, þjóðin.  Annars verður borgarastyrjöld.

Ég alveg tvístíg.  Vill sjá miklar breytingar í málum landbúnaðarins sem hefur verið klipptur markvisst niður undanfarin misseri og það verður að búa til breytingar á sjávarútvegsmálum, gjaldmiðillinn er ónýtur.

Á móti erum við örþjóð í Evrópu og ekki líkleg til að ráða við að vera partur af svo stóru samfélagi án þess að þurfa að taka á okkur skelli þeirra stóru.

En ég ætla að reyna að vera svamlandi um áfram, er hræddur við upphrópanir um fólk og hópa, ég er hræddastur við að klofningur og misklíð í þjóðinni okkar sé að nálgast hættustig.....

Kveðjur af Snæfellsnesi...

Magnús Þór Jónsson, 16.7.2009 kl. 22:32

8 identicon

Loddarinn hann Steingrímur sveik þjóðina og þá sem kusu hann, en mestu lyddurnar eru þó Guðríður Lilja og Þorgerður Katrín, sem eiga ekkert erindi í pólitík þar sem þær geta ekki tekið sjálfstæðar ákvarðarnir.

Ísland farsælda Frón hvað varð um þína fornaldar frægð?

Árið 1262 vorum við neydd undir Noregskonung og nú, og nú......................................

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 22:42

9 identicon

Spilltum stjórnmálamönnum og útrásarvíkingum tókst að eyðileggja fornaldarfrægð Íslands farsælda Fróns og nú á að afsala fullveldinu sem forfeður okkar börðust fyrir. Skammarlegt.

Veritas (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 00:49

10 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Takk fyrir innlitið kæru vinir.

Guðmundur St Ragnarsson, 17.7.2009 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband