Færsluflokkur: Bloggar

Vélmenni í stað þingmanna?

Á forsíðu Fréttablaðsins er frétt um að japanskir vísindamenn hafi búið til vélmenni sem hjálpað getur til við kennslu í barnaskólum. Þeir eru snillingar Japanir! Mér fyndist það fyrirhafnarinnar virði að íslenskir ráðamenn settu sig í samband við þessa sömu vísindamenn og bæðu þá um að hanna og þróa vélmenni sem gætu komið í stað íslenskra þingmanna á Alþingi. Vélmennin gætu verið forrituð þannig að þau gætu auðveldlega stundað málþóf þegar það hentar og lagt fram gagnslaus lagafrumvörp á meðan íslenda þjóðin brennur, alveg eins og fyrirrennarar vélmennanna, þ.e. íslenskir alþingismenn í dag. Í stað alþingismanna værum við með alþingisvélmenni.

Þetta gæti sparað gríðarlegan kostnað sem kemur úr vösum okkar skattgreiðenda. Árangurinn gæti ekki verið verri en hann er í dag.

Kveðja,
Muggi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband