Færsluflokkur: Lífstíll

Ármann í lopapeysu

Ég sá auglýsingu á mbl.is frá Ármanni Kr. Ólafssyni, alþingismanni og nú frambjóðanda sjálfstæðisflokksins í prófkjöri þeirra í Suðvesturkjördæmi.

 Veistu, ég get ekki að því gert en mér finnst eins og fatnaður Ármanns; íslensk lopapeysa í sauðalitum, yfir skyrtu og bindi, eitthvað gervilega raunaleg, allt að því átakanleg. Ég þori næstum því að veðja að Ármann hefur ekki klætt sig í lopapeysu í áratugi, ef ekki lengur. Á myndinni lýsir andlit hans af einhverju óöryggi og angist sem líkleg er vegna kláðans undan lopanum. Ármann er búinn að búa of lengi í Kópavogi og vera þar í sveitarstjórnarmálum með tilheyrandi ,,steypuvæðingu" til að lopapeysan klæði hann. Er þessi áhugi á þingmannsins að klæða sig í íslensku sauðkindina umfram Armani jakkafötin tilkomin vegna þess að ,,Nýja Íslands" gerir kröfu um að allt skuli vera nýtt og á stundum fáránlegt eins og t.d. tíðindi undanfarna mánuði sem ekki voru fyrirséð fyrir nokkrum mánuðum: 1) Allir viðskiptabankarnir eru kominir undir ríkiseigu; 2) Fyrrverandi flugfreyja er orðin forsætisráðherra; 3) Fljótsdalshérað er í úrslitum í Útsvari; 4) Geiri í Goldfingur vinnur meiðyrðamál; 5) Sjálfstæðisframbjóðandi í Kópavogi klæðir sig í lopapeysu til að ná kjöri til Alþingis.

Ármann! Ég legg til að þú rekir stílista þinn.

Kveðja,Muggi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband