Epli og appelsínur

Ekki að það breyti mannkynssögunni eða sé það sem mestu máli skiptir en...

Þegar verið er að skrifa slúðurfrétt í anda visir.is og henni tengist líklega næst launahæsti og einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna er lágmark að vita hvaða íþrótt maðurinn stundar. Alex "A-Rod" Rodriquez -er hafnarbotahetja (Baseball) en EKKI körfubotahetja (basketball).

Er þetta svona rosalega flókið mbl.is? Ekki láta slúðurpistlahöfunda skrifa texta sem tengjast íþróttum. Ok?


mbl.is Í tygjum við þrjá menn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Var ekki Mogginn nýverið að auglýsa að væri langbestur í sportfréttunum? Sem hann reyndar er!

Björn Birgisson, 2.4.2010 kl. 16:46

2 Smámynd: Brattur

Jú, hann er bestur í íþróttafréttum... hvað þá með allt hitt sem í blaðinu stendur ?

Brattur, 2.4.2010 kl. 21:22

3 Smámynd: Björn Birgisson

Mogginn er bestur í sportinu og fréttum af andlátum landsmanna. Annað er nú ekki til að hrópa húrra fyrir! Með fáeinum undantekningum þó, sanngirni skal sýnd við hvert andlát, einnig við yfirvofandi andlát.

Björn Birgisson, 2.4.2010 kl. 21:49

4 identicon

Gleðilega páska Muggi minn. Eigðu gleðilega páskahátíð fyrir höndum.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband