Sátt í þjóðfélaginu?
9.4.2010 | 17:00
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þjóðin eigi að sameinast um að draga lærdóm af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og nýta niðurstöður hennar á uppbyggilegan hátt. Formaðurinn vonar að skýrslan marki upphaf endurreisnar og sátta.
Þetta er allt rétt hjá Bjarna. Sem mið-hægri-miðjumaður verð ég þó að segja að forsendan fyrir sáttum í þjóðfélaginu er að þeir sem sekir eru rétti fram sáttahönd og viðurkenni mistök, afglöp og jafnvel sekt. Hefur það verið gert? Hefur t.d. einhver stjórnmálaflokkur beðist afsökunar á sínum hlut, þótt ekki væri nema á táknrænan hátt? Hvað með þær stofnanir sem áttu að verja okkur? Svarið er nei. Svarið er reyndar NEI því þvert á móti keppast allir við að hvítþvo sjálfan sig og benda á annan.
Ég held að fjórflokkarnir, eigi allir sína sök á því hvernig fór í aðdraganda hrunsins og hversu slæmt fallið var - ekki síst Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkar-, sem stóðu að einkavæðingu bankanna, líklega á verulega ámælisverðan hátt.
Á meðan þjóðin hefur ekki verið beðin afsökunar af stjórnsýslu, þingi, stjórnmálaflokkum, bankamönnum og s.k. útrásarvíkingum, er ótímabært að ræða sættir.
Það á Bjarni að vita.
Varist dómhörku og sleggjudóma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:26 | Facebook
Athugasemdir
Mér dettur stundum í hug hvort ekki sé rétt samkvæmt hugmyndafræð refsaranna að sækja til saka alla sem framleiða og selja bíla t.d.
Hópur fólks misnotaði aðstöðu sína í þjóðfélaginu og skapaði því ómældar þjáningar með græðgi sinni. En fóru sennilega í flestum tilvikum eftir reglum a.m.k. erlendis.
Svo vil sumt fólk hengja þá sem bjuggu reglugerðirnar til ( Evrópusambandið ) en á sama tíma ganga til liðs við þá sömu reglugerðarsmiði sem svo - ofan í allt - vill hengja þjóðina sem starfaði á þeirra eigin grunvelli.
Merkilegt dæmi -
Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.4.2010 kl. 17:19
Það er mikill samhljómur í orðum Bjarna og útrásarvíkinganna sem nú sitja undir ákærum og skaðabótakröfum og þykjast ekki vita hvaðan á þá stendur veðrið.
Eins og þú segir þá bera allir flokkar ábyrgð, mis mikla, nema þá helst VG. Þeir geta ekki barið hausnum við steininn og þóst fortíðarlausir.
Standi flokkarnir ekki fyrir máli sínu og meðgangi sinn þátt undanbragðalaust mun ríkja um ókomna tíð vantraust og tortryggni í garð stjórnmálmanna hvort sem þeir hafa unnið fyrir því eða ekki.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.4.2010 kl. 17:25
Ég ætla rétt að vona að eftir mánudaginn verði allt snarvitlaust hér á landi! Ef ekki - breytist ekki nokkur skapaður hlutur. Og hana nú!
Björn Birgisson, 9.4.2010 kl. 18:47
Ég óttast að þú hafir hitt naglann á höfuðið, Björn.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.4.2010 kl. 18:53
Takk fyrir innlitið félagar.
Guðmundur St Ragnarsson, 10.4.2010 kl. 14:43
Og já ég er líka sammála þér félagi Björn.
Guðmundur St Ragnarsson, 10.4.2010 kl. 14:44
Alveg er ég sammála þér í matinu á yfirhrunaflokkunum, þ.e. Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. En svo kom Samfylkingin inn í myndina og reyndist engu betri en Framsókn hafði áður verið. Og að síðustu Vinstri grænir. Aldrei hefur önnur eins loforðasúpa verið skorin niður við trog, söltuð ofan í tunnu og lokið slegið í eins og gerðist eftir síðustu kosningar. Allt var lagt í sölurnar til þess að öðlast þægilegan sess. Hreyfingin, fyrrum Borgarahreyfingin er eini „flokkurinn“ sem vissulega er ekki sekur um að hafa stuðlað að hruninu með neinum hætti. Hann geldur hins vegar þess að vera dæmigert óánægjuframboð þar sem einstaklingarnir voru nánast ekki sammála um neitt annað en óánægjuna. Það hefur alltaf reynst illa í íslenskri pólitík. Niðurstaða mín er sú að enginn flokkur er kjósandi eins og staðan er í dag.
Magnús Óskar Ingvarsson, 12.4.2010 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.