Til fyrirmyndar.

Framsóknarflokkurinn hefur gert hreint fyrir sínum dyrum og beðið þjóðina afsökunar. Það er þakkarvert og til fyrirmyndar. Nú getur uppbyggingarstarf hafist í flokknum og hægt er að horfa til framtíðar.

Ætla forystumenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins að gera slíkt hið sama?


mbl.is Framsóknarflokkur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta lætur heldur betur pressu á Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn.

CrazyGuy (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 15:05

2 Smámynd: Hamarinn

Hvenær hófst hreingerningin, og hvenær lauk henni?

Hamarinn, 24.4.2010 kl. 15:13

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Af hverju missti ég?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2010 kl. 16:18

4 Smámynd: Hamarinn

Það er ekki nema von að þú spyrjir Axel.

Hamarinn, 24.4.2010 kl. 16:42

5 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sigmundur virðist vera að reyna ítrekað að biðja þjóðina afsökunar en þá heyra sumir ekki. Mér finnst til fyrirmyndar að menn stígi fram og biðji afsökunar á þætti síns flokks eins og Sigmundur gerði. Ég bíð eftir að Bjarni og Jóhanna fylgi í kjölfarið.

Guðmundur St Ragnarsson, 24.4.2010 kl. 18:19

6 Smámynd: Hamarinn

Meiningarlaust hjal á flokkssellufundi heyrir þjóðin ekki.

Hamarinn, 24.4.2010 kl. 18:27

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Afsökunarbeiðni...og áfrfamhaldandi flokkasukk í framhaldi af því?

Þvílík sýndarmennska. Engum flokki dettur í hug að taka afleiðingum sinna gjörða, og frá mínum bæjardyrum séð kemur fyrirgefning ekki til greina, þetta gagnslausa pakk á að víkja, og flokkakerfið á að leggja niður.

Þetta kerfi elur af sér spillingu og það er alveg makalaust að þú og fleiri skammsýnir haldið að það sé einhver von til þess að naðran bíti ekki þegar hún segist vera hætt að bíta....naðran er naðra, og ekkert breytir því Guðmundur...

Haraldur Davíðsson, 24.4.2010 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband