Lausgirtir enskir landsliðsmenn
5.9.2010 | 13:08
Það virðist vera sem annar hver landsliðsmaður Englands virðist hafa knýjandi þörf til að halda framhjá eiginkonunni - og þá helst með "háklassa" vændiskonu. Einnig virðist vera "lenska" hjá þessum piltum að láta athæfið komast upp.
Nú hefur Wayne Rooney fetað í fótspor ekki ómerkari manna en John Terry, Ashely Cole, Peter Crouch (a.m.k. og lílega eiga fleiri hneykslismál eftir að líta dagsins ljós), sem allir hafa það sammerkt að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni.
Þurfi Rooney nú frí frá landsliðinu til að greiða úr flækjum í einkalífinu er ljóst að Fabio Capello landsliðsþjálfari er í miklum vandræðum. Ekki sérstaklega fyrir það í sjálfu sér að Rooney muni e.t.v. missa af næsta leik. Aðal höfuðverkur þjálfarans er að flestir landsliðs leikmenn Englands virðast vera gríðarlega heimskir og með greindarvísitölu lægri en landsliðsmenn annarra landa. Það er meiri hætta á það enskir landsliðsmenn missi af landsliðsleik vegna framhjáhalds heldur en meiðsla.
Allt ofangreint á þó auðvitað ekki við um landsliðsmenn Liverpool. Þeir eru öðrum enskum fremri í háttvísi, virðingu og trausti.
![]() |
Óvissa með Rooney vegna blaðaskrifa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 14:17 | Facebook
Athugasemdir
Hvenær fer fólk að skilja að það er ekki einnar konu verk að létta pressunni af þessum afreksmönnum.
kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 5.9.2010 kl. 16:19
Það þarf ekki endilega að vera að landsliðsmenn enskir séu heimskari en kollegar þeirra í öðrum löndum, ástæðan ( að frátöldu þeirra eigin atferli ) fyrir því að þeir lenda oftar á milli tannanna á sorapressunni í Englandi gæti líka legið í því að hún greiðir gjarna himinháar upphæðir til þeirra sem segja frá, ólíkt því sem tíðkast annarstaðar.
Bjössi (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 18:29
Takk fyrir innlitið. Það er mikið til í þessu hjá ykkur :)
Guðmundur St Ragnarsson, 5.9.2010 kl. 18:30
Hvað með Gerrard sem barði DJ fyrir að leyfa ekki honum að hlusta Phil Collins.
Svo átti Gerrard að hafa sofið hjá systur konunar sinnar (sú frétt var lygi).
Þvílíkt háttvísi :-)
Arnar (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 19:17
Nei Arnar, farðu nú rétt með. Það var ekki systir konunnar hans Gerrards, heldur öfugt. Og hann svaf víst hjá umræddri konu.
Steini. (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 20:16
Þessi plötusnúður var með snúð og eggjaði Gerrard til slagsmála. Það var ekki Gerrard að kenna. Hann myndi ekki gera flugu mein. Jafnvel þótt hún væri í Man. Utd. búningi.
Guðmundur St Ragnarsson, 6.9.2010 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.