Danskt kynlífssafn gjaldþrota
13.3.2009 | 00:30
Illt er í efni. Danskurinn að missa náttúruna. Öðruvísi mér áður brá!
Hér er tækifæri fyrir frændur mína á Blönduósi. Þar er frábært heimilisiðnaðarsafn og s.k. Hafíssetur. Það er tilvalið að bæta kynlífssafni í þá fjölbreytta flóru safna sem þegar er fyrir á Blönduósi. Fyrir heimamenn gæti þetta orðið til þess að fjölgun fæðinga myndi styrkja Heilsugæslu og sjúkrahús staðarins - svona í ljósi nýlegra tillagna um sameiningu heilsugæslu á Norðurlandi. Fyrir ferðamanninn væri skemmtileg tilbreyting að líta á alls kyns kynlífsleikföng, myndir og fleiri holdsins lystisemdir áður en brunað yrði áfram um þjóðveginn á ólöglegum hraða með tilheyrandi sektum Blönduóslöggunnar.
Bæjarstjórn Blönduóss. Þið getið ekki tapað á þessu. Kaupið þrotabúið strax.
Kveðja,
Muggi.
P.S. Að gefnu tilefni er þessi pistill alls ekki skrifaður í eigingjörnum tilgangi til þess að fá þetta ágæta safn á mínar gömlu góðu heimaslóðir. Bara alls ekki!!!
Danskt kynlífssafn gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.