Orðið "afsakið" er ekki til í orðabók Íslendinga

Jú reyndar en afsakið er orðið sem stjórnmálaskóli Sjálfstæðismanna kenndi að mætti aldrei viðhafa opinberlega. Frændur mínir Framsóknarmenn eiga einig afar erfitt með að fá orðið fram á varir sínar líka. Helst er að skilja á forystmönnum sjálfstæðisflokksins að ekki sé ástæða til að biðja þjóðina afsökunar opinberlega nema sekt verði sönnuð í einhverjum skýrslum, helst að opinber ákæra verður gefin út. Engu skiptir að mínu mati þótt einstaka frambjóðandi í prófkjörum reyni þessa dagana að tísta fram afsökunarbeiðni í litlum hópum svo lítið beri á.

Jóhanna Sigurðardóttir er þó á réttri leið og búið að biðja Breiðarvíkurdrengi afsökunar, réttlega. Hefur formaður Breiðavíkursamatakanna hrósað henni fyrir vikið. Betur má ef duga skal Jóhanna. Þinn flokkur þarf að biðja þjóðina afsökunar á sínum 18 mánaða þætti í efnahagshruninu. Ef þú stígur fram fyrir skjöldu yrðu þú maður (konur eru líka menn) að meiri.

Vor íslenska þjóð vill sjá auðmýkt og einlægni frá stjórnmálamönnum. Plís ekki fleir frasa eins og að standa vörð um heimilin í landinu eða eitthvað því um líkt. Segið bara afsakið og meinið það!

Kveðja,
Muggi.


mbl.is Cameron baðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband