Höfundur
Ég er Húnvetningur & Hofsósingur. Faðir og lögfræðingur. Ég bý í gamla Vesturbænum. Áhugamaður um stjórnmál, landsbyggð, trúarbrögð, bækur, kvikmyndir o.fl. Ég er harður Púllari, Boston Celtics í NBA. Skrif mín eru undantekningarlaust stórvirki á hinum blóði drifna ritvelli bloggarans.
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Liverpool á Íslandi Jesús fyrst - Liverpool svo!
- Boston Celtics Andleg og líkamleg upplifun
- Húnahornið Húnaþing held ég fegurst í heimi - þótt engi öðru ek gleymi
- Feykir Fallegur er fjörðurinn. Góð er móðurmjólkin
- Creed Besta rokksveit sögunnar
Bloggvinir
- adalbjornleifsson
- baldher
- bjb
- alyfat
- eirag
- emmcee
- finni
- gesturgudjonsson
- gthg
- coke
- trukona
- sverrirth
- zeriaph
- neytendatalsmadur
- heimssyn
- himmalingur
- drum
- eiriksson
- don
- jakobk
- hafeng
- nbablogg
- jonpallv
- juliusvalsson
- kjarrip
- krutti
- krist
- kiddikef
- leidinlegurgaur
- maggaelin
- mixa
- kotturinn
- pallvil
- ruth777
- rosaadalsteinsdottir
- salvor
- ziggi
- snorribetel
- stebbifr
- lehamzdr
- hebron
- toshiki
- valdemar
- postdoc
- vesteinngauti
- kreppukallinn
- olijoe
- umbiroy
- kermit
- icekeiko
- thorhallurheimisson
- tbs
- bjargvaetturmanna
- skagstrendingur
- reykur
- balduro
- bjarnimax
- heiddal
- gisgis
- gattin
- haukari
- eeelle
- flower
- gregg
- gunnar
- fasteignir
- manix
- zumann
- alit
- combat
- fridabjarna
- minos
- naflaskodun
- bassinn
- jonvalurjensson
- kalli33
- kristjans
- icejedi
- gmc
- nba
- nonnibiz
- oddgeire
- mullis
- skari
- palo
- fasteign
- ragnargests
- ragnhildurkolka
- trumal
- fullvalda
- sigvardur
- skastrik
- must
- theodorn
- vilhjalmurarnason
- vilma
- thjodarheidur
- tsiglaugsson
- doddidoddi
- thorsaari
Jón Ásgeir er í áfalli. Hvað um þjóð þína Jón?
15.3.2009 | 00:54
Leiðinlegt að Jón Ásgeir þurfi að selja einkaþotu sína og 50 metra langa snekkju. Hann segist þó ennþá (aðspurður) eiga Rolls-Royce Phantom eins og segir í fréttinni.
En þetta gerðist bara allt svo hratt segir Jón og hann er í áfalli. Já það er rétt hjá þér Jón Ásgeir. Það tók ykkur lygilega fljótan tíma að setja Ísland á hausinn og sjálfsagt ertu í áfalli. Ég verð að segja þetta: Ég vorkenni þjóðinni minni mun meira en Jóni Ásgeiri en hann minnist lítið á það heldur einblínir á það hvernig eigi að gera hlutina betur næst. HJÁLP!
Jón Ásgeir selur snekkju og flugvél | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Og á það að vera Jón Ásgeiri að kenna hvernig fór fyrir Íslandi?
Hvað með Bandaríkin, Bretland, Þýskaland, Eistland, Noreg, Danmörku, Kanada, Spán, Ítalíu, Grikkland..... er það líka Jón Ásgeiri að kenna?
Þetta efnahagsástand er worldwide sko... það er til önnur lönd en Ísland þarna úti sem eru í sömu sporum
Held að Jón Ásgeir hafi gert fleiri og stærri hluti en margir aðrir Íslendingar. Ekki margir sem hafa byrjað með eina skitna lágvöruverslun í Faxafeni og svo eftir 12 ár átt aðra hverja keðju í Bretlandi og fleiri löndum.
Bara svona smá
I I (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 01:36
jájá... reyndu að bera saman efnahagsástandið í þessum löndum við Ísland... reyndu það bara!
Það er satt, að það er fjármálakreppa allstaðar en ekki sambærilegt ástandinu á Íslandi.
Kjartan Ólason, 15.3.2009 kl. 02:13
"það er til önnur lönd en Ísland þarna úti sem eru í sömu sporum"
Nefndu dæmi! Hvaða land eða lönd eru í akkúrat sömu sporum og Ísland??
Kjartan Ólason, 15.3.2009 kl. 02:14
"Ekki margir sem hafa byrjað með eina skitna lágvöruverslun í Faxafeni og svo eftir 12 ár átt aðra hverja keðju í Bretlandi"
Ég gæti gert það sama og toppað það meira segja... Ef ég fengi bara nógu mikla peninga að láni frá íslenskum skattborgurum...
Kjartan Ólason, 15.3.2009 kl. 02:15
Hvað kemur það efnahagsástandinu við ef ákveðnir menn vilja gegn 'betri' vitund' sem virðist reyndar vera af skornum skammti á vissum stöðum-að vilja að stunda vafasama viðskiptahætti?-Dettur bara eitt helst í hug ef eitthvað er þá helst lélegt efnahagsástand. Hef grun um að umræddur maður sem birtist mér oftar sem fórnarlamb-alla vega duglegur að mála þá (sjálfs)mynd gegnum vissa fjölmiðla hafi gert ýmislegt vafasamt-eins og fleiri en í þeim efnum er fjöldinn ekki afsökun eða réttlæting.
Max (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 02:19
Veit ekki betur en við séum að heyra af svindli og svínaríi út um allt hérna. Hvernig er með byggingarverktakana sem eru að svindla á íbúðarlánasjóði, allur þessi fjöldi einstaklinga sem er að vinna svart út um allt land, öryrkjar, atvinnulausir, heimavinnandi húsmæður/feður, fólk í hlutastarfi og jafnvel fólk í fullu starfi. Þjóðaríþrótt íslendinga hefur verið, er og verður skattsvik.
Eini munurinn á Jóni Ásgeiri og öðrum eru upphæðir.
Hafðu það gott
Anna Guðný , 15.3.2009 kl. 11:56
I I,
er fyndinn. Jón Ásgeir á svo sannarlega sinn þátt í því efnahagshruni sem hér varð.
En I I verður að kynna sér hvernig og hvað þessi maður gerði, það er hægt að nálgast á netinu, ég nenni ekki að útskýra það hér.
En Jón Ásgeir er flúinn úr landi með skottið milli lappanna ... með góðan skilding inná banka og ætlar að byrja upp á nýtt.
En hvað með fólkið í landinu.. sem kom þetta góðæri ekkert við ... hvað með það? Afhverju hefur lánið hjá þeim hækkað um milljónir.. og ein með gjaldmiðilinn.
Þessir útrásarvíkingar hafa framið landráð hér á landi og eiga eigur þeirra að vera frystar samastundis. Það verður fróðlegt að sjá hvað Evu Joly og co. fá útúr rannsóknum sínum. Það fá einhverjir hausar að fjúka þá.. vitið til.
ThoR-E, 15.3.2009 kl. 14:50
Guðmundur, Jón Ásgeir og flestallir þessir ævintýragosar eru svo sjálfhverfir að þeir sjá bara veröldina út frá eigin stöðu. Þeir geta því ekki tengt eigin fjármálaóreiðu og ill verk við þann skaða sem allt samfélagið hefur orðið fyrir við fall þeirra.
Jóni Ásgeir og öðrum af hans sauðahúsi er ekki vorkunn í þessu máli. Þúsundir heimila hafa skaðast og eru, fjárhagslega, á vonarvöl af völdum fjárglæfrastarfsemi fáeinna. Við þurfum að slá skjaldborg um þau heimil og láta af vorkunnsemi með misgjörðarmönnunum eins og kemur fram í skrifum II. Hafi Þeir feðgar gert eitthvað fyrir þetta samfélag, þá tók Jón Ásgeir það það margfalt til baka með falli sýnu.
Í mínum huga er ekkert réttlæti í því að þessir menn séu ekki gerðir upp, þ.e. þeir gerðir fjárhagslega ábyrgir fyrir því fjármálatóni sem þeir hafa valdið samfélaginu.
II, það er einfaldlega misskilningur hjá þér að þessi kreppa hafi komið að utan. Hún er að mestu heimatilbúin, en hvergi í þeim löndum sem við miðum okkur við hefur eins fámennum hópi manna tekist jafn hressilega að setja heila þjóð á hausinn eins og hér. Hér óð uppi fjárglæfrastarfsemi, byggð á bókhaldsblekkingum, sem svo treysti alfarið á utanaðkomandi lánsfé en ekki á verðsmætasköpun. þegar aðgangur að því lánfé þraut, þá stóð ekki steinn yfir steini í því sem þessir menn voru að gera, það er ástæða hrunsins hér á landi.
Anna, þú talar væntanlega fyrir þig þegar þú dregur nánast alla aðra þegna þessa lands niður á það svikaplan sem þessir menn voru á.
Hefur þú misnotað aðstöðu þína í eigin fyrirtæki, hefur þú beitt blekkingum í eigin banka; hefur þú keyrt heilt samfélag í gjaldþrot með persónulegum útgjöldum þínum? Það er það sem þessir menn hafa gert með þetta samfélag. Öll þín upptalning er réttmæt og líklega sönn en á við um aðra þætti þeirrar siðferðishnignunar sem hér hefur heltekið samfélagið.
Ef lánastofnun lánar ótæpilega fé, þ.e. lánar meira fé en staða hennar leifir, og lántakandi notar svo lánsféð í góðri trú til eigin framkvæmda, er lántakandinn þá sekur um misferli og óhóf eða lánastofnunin sek um glæfraskap í útlánum?
Svarið er: Lánastofnunin brást en ekki sá sem fékk lánið.
Þau pólitísku og viðskiptalegu öfl sem bera hér einna mesta ábyrgð, hafa reynt að draga umræðuna um þetta mál niður á það plan að flatsjárkaup landsmanna og annar munaður séu hluti af þeirri ógæfu sem hefur dunið yfir okkur. Bara lítt hugsandi, auðtrúa og forheimskt fólk lætur blekkjast af slíkri umræðu.
DanTh, 15.3.2009 kl. 15:34
Takk fyrir skemmtilegar athugasemdir allir saman.
Kveðja,
Muggi.
Guðmundur St Ragnarsson, 15.3.2009 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.