Ertu ekki að grínast Rió?

Auðvitað á Steven Gerrard að fá viðurkenninguna. Hefur verið frábær á miðjunni hjá Liverpool bæði í ensku deildinni og Meistaradeildinni. Þegar meira að segja Zidane segir hann bestan í heimi og gott ef Ryan Giggs hafi ekki sagt það sama þá er þetta ekki spurning.

Gerrard er auðvitað sjálfur hógværðin uppmáluð og finnst miðjumenn Barcelona (Iniesta, Xavi og Messi) vera þeir bestu í heimi. Við getum öll fallist á, líka MU aðdáendur að Gerrard er í hópi þeirra bestu. Ronaldu er auðvitað frábær en ekki eins góður og í fyrra.

Bestu kveðjur til allra annarra en Rio Ferdinad!

Muggi.


mbl.is Rio Ferdinand: Vidic leikmaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Sammála því. Ótrúleg þrennan hjá honum gegn Villa sem og spilamennskan alla leiktíðina.

Hilmar Gunnlaugsson, 25.3.2009 kl. 02:51

2 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Það eru fleiri góðir. Zaki hjá Wigan, Arteta og Lescott hjá Everton, Robinho hjá City, Lampard og Anelka hjá Chelsea. Vona að Gerrard taki þetta.

Páll Geir Bjarnason, 25.3.2009 kl. 03:28

3 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Ótrúleg þrenna? 2 víti.... ótrúlegt!

Zaki var góður fyrstu 2-3 mánuðina og Robinho hefur verið ein mestu vonbrigði tímabilsins...

Páll Geir verður seint sakaður um mikið fótboltavit.

Gerrard kemur alveg til greina og Vidic sömuleiðis hann hefur verið frábær í vetur fyrir utan einn leik.

Þórður Helgi Þórðarson, 25.3.2009 kl. 07:20

4 identicon

Gerrard er bestur. Hann ætti að fá þessa viðurkenningu í ár. Flottur strákur og rosa góður.

Með bestu kveðju.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 09:20

5 Smámynd: Ólafur Tryggvason

það eru tveir púllarar búnir að kommenta á þessa frétt um MUFC leikmann- en svo er önnur frétt sem mætti kalla stórfrétt fyrir púllara en. En nei - það dettur engum púllara að tjá sig um það....LOL. Með ólíkindum hvað þið eruð uppteknir af því sem er að gerast hjá öðrum en ykkur sjálfum.

En af því að þið eruð byrjaðir, hvað hefur Gerrard unnið á þessu tímabili?

Leitt hvað svo góður leikmaður eins og Gerrard mun hafa fáa titla í safninu þegar ferlinum líkur. Sjáið Giggs!

Ólafur Tryggvason, 25.3.2009 kl. 09:36

6 identicon

Gerrard kemur vel til greina, búinn að spila vel undanfarið. En það er auðvitað allt tímabilið tekið til greina þegar val á leikmanni ársins er ákveðið. Vidic kemur auðvitað líka sterklega til greina enda verið frábær í vörn United þó hann hafi stigið ansi mörg klaufafeilspor í leiknum gegn Liverpool. Fram að því hafði hann spilað einstaklega vel, átti stóran þátt í varnarmeti United þegar þeir héldu hreinu flesta leiki í röð.Hann hefur einnig verið drjúgur við að skora miðað við varnarmenn, mjög hættulegur í hornspyrnum.

Ég tel þó að það sé erfiðara fyrir varnarmann að vinna þennan titil þar sem framlag þeirra er yfirleitt ekki jafn áberandi eins og miðju-og sóknarmanna. Svo kæmi mér ekkert á óvart ef valið miðaðist líka við hverjir verðar meistarar. Ef Vidic heldur áfram að spila vel þegar hann kemur úr banninu og United taka titilinn, þá væri ég ekki hissa á að sjá hann valinn. Ef Liverpool taka titilinn þá er ansi líklegt að Gerrard verði valinn.

Það eru enn 8-9 leikir eftir sem gætu haft áhrif á valið.

Jon Hr. (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 12:09

7 Smámynd: Reynir Elís Þorvaldsson

Ólafur.

Alveg með ólíkindum hvað þú ert upptekinn af því hvað aðdáendur annara liða en Man Utd eru uppteknir af!

Reynir Elís Þorvaldsson, 25.3.2009 kl. 12:31

8 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það þarf kjark hjá United manni að hrósa Púllara. Takk Valli Matti :)

Guðmundur St Ragnarsson, 25.3.2009 kl. 14:05

9 Smámynd: Karl Löve

Ég hef verið United maður í 35-40 ár Guðmundur minn og það þarf engan kjark til að hrósa góðum leikmönnum eins og Gerrard. Eina sem þarf að gera er að vera með augun opin. Það mættu fleiri hrósa góðum leikmönnum þó þeir séu ekki í þeirra liði.

Það eina sem ég vil segja um leikinn United Liverpool um daginn mínum mönnum til varnar er að þeir eru enn inni í öllum keppnum og hafa leikið mun fleiri leiki en þínir menn.  Mér fannst þetta gott komment hjá Wenger þegar hann sagðist sjá þreytumerki á United mönnum því það hefur verið mikið álag á þeim. Ég var sjálfur undrandi hvað þeir virtust eitthvað áhugalausir og utan við sig í leiknum.

En svo er hitt að ef þú ætlar að ná miklum árangri þá kostar það mikla vinnu. Mínir menn höfðu bara gott af því að rifja upp hvernig er að fá mark á sig því það var orðin hending ef það gerðist.

Að lokum held ég að allir ættu að hinkra aðeins með fagnaðarlætin þangað til síðasti leikur er búinn. Þá geta þeir sem sigruðu fagnað.

Karl Löve, 25.3.2009 kl. 15:57

10 Smámynd: Ragnar Martens

Það er margt í því sem Karl Löve kemur inná hér að ofan hárrétt.

Ég held að pollarnir séu bara svona uppteknir af okkur því þeim þykir svo vænt um okkur og bera svo mikla virðingu fyrir okkur Heims,Evrópu,England,Deildarbikarmeisturum.

Afhverju er Reinir Elís svona upptekin af uppteknum manni sem hneikslast af uppteknum ManUtd aðdáendum/púlurum.

Ragnar Martens, 25.3.2009 kl. 19:14

11 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Já. Atvinnuíþróttamenn sem þurfa að leika átta fleiri leiki á 6 mánuðum. Von að greyin sé þreytt! Hvílíkt bull!

Páll Geir Bjarnason, 26.3.2009 kl. 01:49

12 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

He he það er alltaf gaman að fá komment frá MU urum. MU er í forystu og það er á brattann að sækja hjá Púllurum.

Það er samt ekki hægt að deila um það að Gerrard hefur staðið sig mun betur en Ronaldo þetta tímabilið. Vidic hefur verið góður en samt ekki í sama klassa og Gerrard þótt oft sé erfitt að bera saman ólíkar stöður.

En sá hlær best sem síðast hlær :)

Guðmundur St Ragnarsson, 26.3.2009 kl. 06:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband