Þú átt hrós skilið Geir!

Loksins kom afsökunarbeiðni. Loksins játað að mistök voru gerð. Geir hefði mátt gera þetta miklu fyrr og þá beint til þjóðarinnar allrar í staðinn fyrir að gera það í opnunarávarpi til samflokksfélaga. En þetta er líklega góð tímasetning svona "PR-lega".

Batnandi mönnum er best að lifa. Hrósa ber fyrir það þegar menn iðrast og játa mistök. Nú bíður maður eftir að heyra í Ingibjörgu Sólrúnu, Össuri og viðskiptaráðherrunum fyrrverandi Björgvini og Valgerði. Þau þurfa líka að gera hreint fyrir sínum dyrum.

Eða hvað?


mbl.is Mistök gerð við einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þetta var flott hjá Geir og mikilvægt að fleiri fari að hans fordæmi.

Hilmar Gunnlaugsson, 26.3.2009 kl. 19:14

2 identicon

Verð að segja að það var vel svo athyglisvert, það sem hann sagði að hann (eða) flokkurinn þyrfti ekki að biðjast afsökunar á!

"Biðst afsökunar á að við gerðum ákveðin mistök við einkavæðingu bankanna, en það var alls ekki okkur að kenna á nokkurn hátt að all fór til fjandans. Það var hinum að kenna"....!!! 

 Hef séð betri og einlægari afsökunarbeiðnir.

Snæbjørn Bjornsson Birnir (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 19:39

3 identicon

Geir er góður ræðumaður. Þó hefði ræðan mátt vera dýpri og afsökunarbeiðn einnig svolítið betri. En hann stendur sig örugglega vel.

Bestu kveðjur.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 20:32

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Játa að ég hefði viljað fá afsökunarbeiðni fyrr frá Geir. Í þeirri stöðu sem við vorum komin í held ég að Geir hafi staðið sig vel framan af, en síðan var eins og hann missti taktinn.

Sigurður Þorsteinsson, 26.3.2009 kl. 20:50

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Upptalning þín á öðrum er réttmæt að öðru leyti en því að fyrrum bankamálaráðherra sagði þó af sér. Mér finnst sjálfum meira um vert að axla ábyrgð en froðusnakka eitthvað um afsökun.

Friðrik Þór Guðmundsson, 26.3.2009 kl. 21:09

6 Smámynd: Skúli Víkingsson

Björgvin sagði af sér en stóð hann sig vel? Hefði verið betra að hann hefði haft sig minna í frammi við að hindra að sérstakur saksóknari fengi fullan aðgang að bankaupplýsingum?

Það er mikil trú sumra á afsögn stjórnmálamanna. Nú er Ritt Bjerregaard að hætta, en hún er einn spilltasti stjórnmálamaður sem um getur á Norðurlöndum. Hún hefur iðulega sagt af sér en kemur alltaf aftur. Ég held að það hafi ekki skilað neinu. Björgvin sagði af sér og nær beztu útkomu ráðherra í síðustu stjórn að Jóhönnu einni frátalinni.

Skúli Víkingsson, 26.3.2009 kl. 21:21

7 identicon

Úr ummælum Geirs á flokksþingi Sjálfstæðisflokksins:

"..þeim mistökum er rétt að biðjast afsökunar á", hvergi: ég biðst afsökunar

Hann er farinn án þess að biðja þjóðina afsökunar!

Kolla (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 22:15

8 identicon

Aumingjans maðurinn hefð að mínu mati átt að byðja þjóðina afsökunar á réttum vettvangi, ekki tuldra þessu út úr sér á flokksþingi sjálfstæðismanna. Þetta telst ekki afsökunarbeyðni til íslensku þjóðarinnar.

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 23:21

9 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Daginn áður hélt hann kveðjuræðu sína á löggjafarsamkundu ÞJÓÐARINNAR.

Friðrik Þór Guðmundsson, 27.3.2009 kl. 00:10

10 identicon

Hann bað aðeins flokkinn afsökunar.

Ekki þjóðina. Þá vita allir fyrir hvern hann starfaði öll þessi ár sem þingmaður og síðast Forsætisráðherra sá, er kom okkur þjóðinni í ógöngur þessar. 

Landráðamaður segi ég.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 00:40

11 identicon

Geir bað ekki þjóðina afsökunar heldur sinn heitt elskaða Sjálfstæðisflokk. Fréttamenn hafa núna í marga mánuði spurt Geir hvort hann vilji nú ekki að biðja þjóðina afsökunar, en hann hefur alltaf neitað því. Svo kemur hann á landsfund Sjálfstæðisflokksins og þar biður hann flokksmenn sína afsökunar. Mikið er þetta lélegt, var hann bara forsætisráðherra fyrir Sjálfstæðismenn en ekki forsætisráðherra þjóðarinnar? Mér finnst Geir hafa með þessari afsökunabeiðni gefið skít í þjóð sína. Mér líður alla vega þannig. Þessi maður er sá sem ber ábyrgð á því umhverfi sem hér hefur verið þróað með markvissum aðgerðum. Geir, Davíð, Halldór Ásgríms og Hannes Hólmstein bera mesta ábyrgð hér á landi og ættu allir að biðja þjóðina afsökunar.

Svo langar mig að undrast á því að þriðjungur þjóðarinar ætlar að kjósa flokkinn sem kom landinu á hausinn. Ég held að það sé hægt að fullyrða það að hvergi í heiminum gæti það gerst að þriðjungur þjóðar myndi kjósa flokkinn sem lagði efnahagskerfið í rúst. Og ég spyr, hvað er eiginlega í hausnum á þessu liði? Elskar þetta fólk Sjálfstæðisflokkinn meira en landið sitt og þjóð?

Valsól (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 01:15

12 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Úr ummælum Geirs á flokksþingi Sjálfstæðisflokksins:

"..þeim mistökum er rétt að biðjast afsökunar á", hvergi: ég biðst afsökunar

Hann er farinn án þess að biðja þjóðina afsökunar!

Kolla á eftir þessum orðum sagið hann "ég geri það hér með"!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 27.3.2009 kl. 09:49

13 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sammála Snæbjörn. Geir baðst afsökunar en svo var allt hinum að kenna. Kannski á hann eftir að ávarpa þjóðina beint síðar. Vonandi.

En fleiri verða að fylgja fordæmi hans. Mér finnst samfylkingarfólk ekki kalla á afsökunarbeiðni hjá sínu fólki. Þeir voru jú við völd í 18 mánuði fyrir hrunið og svo sýnist sem t.d. Össur hafi ítrekað setið viðvörunarfundi?

Guðmundur St Ragnarsson, 27.3.2009 kl. 11:29

14 Smámynd: TARA

Mér fannst það virðingarvert af Geir að biðjast afsökunnar, þótt það sé heldur seint og þjóni í sjálfu sér engum tilgangi, það sem gerst hefur verður ekki aftur tekið, alveg eins og töluð orð verða ekki tekin aftur...en gott mál og nú er bara að vona að fólk fari að gera eitthvað í stað þess að þrasa um hver eigi að gera hvað og hver eigi að biðja hvern afsökunnar...látum heldur verkin tala.

TARA, 27.3.2009 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband