Norðurbakkinn í Hafnarfirði
27.3.2009 | 17:53
Mikið skelfingar ósköp er ég sammála Magnúsi Skúlasyni um skipulagsslysin hér á landi. Forsvarsmenn bæjarstjórnar og skipulagsyfirvalda í Hafnarfiri ættu að vera neyddir til að flytja sjálfir í húsin í Norðurbakkanum til að upplifa hryllinginn af eigin raun.
Norðurbakkinn í Hafnarfirði var kjörið tækifæri til að byggja frábært brygguhverfi, líklega það skemmtilegasta á landinu. Hverfi sem hægt hefði verið að tengja við miðbæinn á skipulagslega skemmtilegan hátt. Nei það þurfti að hrúga eins miklu byggingarmagni og leyfilegt er og sem verktakinn hefur sjálfsagt krafist. Engin sjálfstæð hugsun hjá skipulagsyfirvöldum í Hafnarfirði. Engin gagnrýnin hugsun. Sem sagt skipulagsslys!
Eftir standa stór, auð og virkilega ljót hús. Hver gat samþykkt þetta svona? Þessi hús munu því miður ekki verða rifin og standa því þarna um ókomin ár, Hafnfirðingum og öðrum til ama og leiðinda.
Verstu skipulagsslysin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er mikið skipulagsslys og húsin þarna munu standa auð í mörg ár ef ekki áratugi.
Jakob Falur Kristinsson, 27.3.2009 kl. 18:10
Sem íbúi Hafnarfjarðar væri ég til í að borga aukaútsvar næstu árin fyrir niðurrif þessara gámakassa á Norðurbakka í Hafnarfirði.
Þessar byggingar, á þessum stað eru algjör hryllingur. Bæjaryfirvöldum, skipulagsfræðingum og verktökum til háðungar um nánustu framtíð.
Kristján (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 19:05
Tek bara undir með öllu ofansögðu. Algjörlega búið að eyðileggja miðbæinn
og ekki er skárra að horfa á alltof stóran nýjan Lækjarskóla á þeim stað sem honum var troðið á.
Ásta B. (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.