Hvar er þessi endi......................Gylfi?

Viðskiptaráðherra segist sjá endann á hrunsferli Íslands sem hófst í október 2008. Hann segir stjórnvöld hafa nokkuð skýra mynd af því sem þarf að gera til að hér verði heilbrigt fjármálakerfi. Hvað um heilbrigt atvinnu- og heimilislíf?

Ég dreg í efa að ráðherrann tali hér af hreinskilni. Þau fyrirtæki sem hafa verið "tæknilega" gjaldþrota um margra mánaða skeið eru að týna tölunni, eitt af öðru. Gróin fyrirtæki sem hafa verið tengd byggingariðnaðinum með einum eða öðrum hætti, eru ýmist farin á hausinn eða eru á leiðinni þangað. Gott dæmi um það er Egill Árnason hf. Fasteignasölur hafa farið á hausinn og fasteignasalar lepja dauðann úr skel. Byggingariðnaðurinn er lamaður og byggingarvöruverslanir berjast í bökkum. Velta í verslun dregst eðlilega saman í kreppu. Laugavegurinn er ekki svipur hjá sjón. Og ég er ekki byrjaður að tala um smáfyrirtækin í landinu og heimilin þar sem úrræðið "Greiðsluaðlögun" mun ekki bjarga nema hluta af þeim verst stöddu.

Vonandi sér fyrir endann á hruninu Hr. Ráðherra en því miður er ekki margt sem bendir til þess.

Hitt er svo annað mál. Hvar eru foringjar þessa lands að blása bjartsýni, kjark og þor í landann? Ekki eru þeir í ríkisstjórninni eða stjórnarandstöðu, það eitt er víst!


mbl.is Sér fyrir endann á hrunsferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn. Sendi þér mínar bestu kveðjur inn í daginn og takk fyrir góða færslu. Með bestu kveðju.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband