Samsæri gegn Gerrard

Hver getur haldið því fram að íþróttahetjan, foringinn og öðlingurinn Gerrard hafi meitt annan mann? Ég held að þessar fáránlegu ásakanir séu runnar undan rifjum Sir Alex Ferguson í sálfræðistríði sínu við Benítes. Auðvelt er að ímynda sér að Sir Alex hafi fengið plötusnúðinn á veitingastaðnum til að ögra Gerrard og vinir Gerrard hafi látið hendur skipta. Markmiðið? Jú að reyna að taka besta leikmann heims úr leik til að hjálpa United á lokasprettinum um titilinn. Ég hef reyndar fengið þetta staðfest frá innanbúðarmanni hjá United sem ekki vill láta nafns síns getið og sem ég má ekki láta trúnaðargögn af hendi og ber við bankaleynd.

Gerrard myndi sjálfur aldrei gera sálu mein. Ég legg til að hann verði aðlaður enda á hann það skilið. Sir Steven Gerrard hljómar vel!


mbl.is Gerrard lýsir sig saklausan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Góð færsla hjá þér, sammála þér í einu og öllu hér.

Sir Steven Gerrard hljómar frábærlega  !!

Sigurður Sigurðsson, 3.4.2009 kl. 16:46

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sir Steven hljómar ágætlega og víst er hann afburðamaður í fórbolta, en hitt er líka víst að ekki hefur popparinn misþyrmt sjálfum sér. Það má deila um þátt Gerrards í þessu og við sem hér sitjum og bloggum vitum minnst um það. En samsæri - nei Guðmundur. Ef Liverpool vinnur ekki titilinn þá er það þeim sjálfum að kenna en ekki einhverjum plötusnúð á knæpu.

Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 17:42

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég tek athugasemdir þínar til gagngerrar skoðunar Baldur.

Guðmundur St Ragnarsson, 3.4.2009 kl. 18:06

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vertu ekkert að því Guðmundur, það er fljótlegra að samþykkja þær gagnrýnislaust.

Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 18:09

5 identicon

Sælir.

Mér finnst persónulega að Gerard sé besti knattspyrnu maður í heimi. Það er mín skoðun. En það eru örugglega til miklu fleiri góðir menn í þesusm bransa heldur en hann.

Gangi þér vel vinur og takk fyrir góða pistla.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 19:38

6 Smámynd: Björn Jónsson

Sammála Baldri, þó svo Sir Alex Ferguson sé öflugur held ég að hann hefði frekar haft samband við Davíð Oddson til að skemma fyrir Lifrar Púllunum, hann rústaði jú hagkerfi Jarðarinnar eins og skítadreifararnir í VG segja.

Annars til hamingju með framlengingu á samningum tveggja góðra manna.

Björn Jónsson, 3.4.2009 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband