Kolbrún "Líf" Halldórsdóttir

Þetta er hið besta mál Kolbrún. Þú verður reyndar ekki ráðherra nema í hvað 2-3 vikur til viðbótar og kannski verður eftirmaður þinn blóðþyrstur hreindýrahatari. Ég vona samt að eftirmaður þinn verði ekki á annarri skoðun en þú. Lifi Líf! Lifi lýðveldið (ennþá) Íslandi!

Kolbrún. Ég legg til að þú hafir samband við Þjóðskrá og takir upp millinafnið "Líf".


mbl.is Mun tryggja að Líf fái líf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Kolbrún getur nú verið hallærisleg (þetta komment flokkast væntanlega undir karlrembugang)

Finnur Bárðarson, 16.4.2009 kl. 18:05

2 identicon

Þetta er sú sama Kolbrún sem fletti fingur í að klæða sveinbörn í blátt og stúlkubörn í bleikt ! Þarf að segja meira ?

baldvin berndsen (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 18:08

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þú ert alger karlremba Finnur. Skammastu þín! Ég aftur á móti er afar mjúkur maður og alls ekki karlremba þótt mér finnist staða konunnar vera í eldhúsinu.

Guðmundur St Ragnarsson, 16.4.2009 kl. 18:13

4 Smámynd: Guðlaugur Guðmundsson

Við skulum ekki lasta það þegar ráðherra gerir eitthvað rétt, eða draga að því dár.

Guðlaugur Guðmundsson, 16.4.2009 kl. 18:15

5 identicon

Frábært hjá henni að náða kálfinn. Meiriháttar bara. Það er ekki á hverjum degi sem umhverfisráðherra náðar hreindýrs kálf. Það er nú bara svo.

Eigðu gott kvöld og takk fyrir innlitið á síðuna mína.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 20:05

6 identicon

Þvílíkt sýndarspil. Kálfurin er ekki í haldi og því þarf ekkert að náða hann. Hann getur farið og komið eins og honum sýnist. Enn eitt bullið hjá þessari kolrugluðu konu sem heldur að fólk geti byggt lífið á fjallagrösum. Þetta er augljóslega aum leið til atkvæðaveiða.

Jonni (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 20:59

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

En er ekki annars best að kálfurinn sé úti í náttúrunni á sínum heimaslóðum ? Það er stefnan alls staðar og í guðanna bænum leyfum hvalnum að vera í friði.

Finnur Bárðarson, 16.4.2009 kl. 22:07

8 identicon

Gerið sko ekki grín að Kollu, hjarta-rhlýjustu konu Íslands í dag, þessi fallega kona. Látið vita strax ef von er á ísbirni fyrir kosningar, síminn hjá Þyrluþjónustunni og fréttamönnum RUV er 8.....Aðeins 380 þús/klst.

össi (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 23:22

9 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hvar er Lýðveldi Íslandi?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 17.4.2009 kl. 01:40

10 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það er kanski misminni hjá mér - en mér finnst einhvernveginn að það búi líka fólk fyri austan - er stjórnin nokkuð að spá í að það fái líka að lifa - þótt ekki væri til annars en að hugsa um kálfinn - þangað til honum verður sleppt og hann skotinn af kátum skotveiðimanni ?

Þetta er svona með ómerkilegri kosningatrixum - að kyssa börnin fyrir kosningar er hallærislegt - þetta er verra - enda - ef dósaberjarastjórnin heldur velli verður fátt til að lifa fyrir.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.4.2009 kl. 06:19

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

"Ég aftur á móti er afar mjúkur maður og alls ekki karlremba þótt mér finnist staða konunnar vera í eldhúsinu."

Einn að reyna að æsa upp femínista.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.4.2009 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband