Landsbankastjóri biðst afsökunar

Á frétt RUV.is var þessi frétt:

,,Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Nýja Landsbankans, baðst afsökunar á þeim mistökum sem bankinn gerði fyrir hrun í ræðu sem hann flutti á starfsdegi bankans í morgun.

Hann vill fyrir hönd bankans biðja íslenskt samfélag afsökunar á hlutdeild bankans í þeim vanda sem þjóðin stendur frammi fyrir í dag.

Ásmundur sagði að hraðinn í gamla bankaumhverfinu hefði verið of mikill. Hlaupið hefði verið í fjármögnun á skuldsettum yfirtökum án þess að farið hefði verið í saumana á öllum forsendum. Framvirkir samningar hefðu gengið lengra en að vera vörn gegn áhættu. Þeir hafi orðið að veðmáli um þróun gjaldmiðla. Verklagsreglur hefðu oft á tíðum verið viðmiðun frekar en fyrirmæli.

Hann sagði mikilvægt að stjórnendur og starfsmenn Nýja bankans væru ekki í feluleik. Þeir gætu ekki skorast undan því að axla ábyrgð á mistökum fortíðarinnar. Það væri eina leiðin til að ná sáttum við umhverfið að nýju.

Orðrétt sagði Ásmundur: Ég leyfi mér fyrir hönd stjórnenda Landsbankans að biðja almenna starfsmenn hans afsökunar á því umhverfi sem ykkur var búið og þeim mistökum sem gerð voru við stjórnvölinn. Ég vil jafnframt nota þetta tækifæri sem bankastjóri Landsbankans og biðja fyrir bankans hönd íslenskt samfélag afsökunar á hlutdeild bankans í þeim vanda sem þjóðin stendur frammi fyrir í dag."

ÞETTA VILJUM VIÐ SJÁ MEIRA AF. ÉG ER BÚINN AÐ REYNA AÐ SEGJA FRAMSÓKNARMÖNNUM AÐ GERA SLÍKT HIÐ SAMA EN TALAÐ FYRIR DAUFUM EYRUM. TAKK FYRIR ÁSMUNDUR AÐ RÍÐA Á VAÐIÐ. VONANDI GETUR ÍSLENSK ÞJÓÐ FYRIRGEFIÐ YKKUR!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

væri ekki nær að sýna iðrunina í verki og axla ábyrgð á einhverjum hluta skuldanna en ekki láta viðskiptavinina borga sukkið í skjóli kennitöluflakks bankans...

zappa (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 12:31

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

You hava a point there Zappa.

Guðmundur St Ragnarsson, 18.4.2009 kl. 13:23

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það er aldrei of seint að fyrirgefa Kreppukarl ef iðruninni fylgja verk í raun eins og Zappa segir.

Guðmundur St Ragnarsson, 18.4.2009 kl. 13:24

4 identicon

Fyrst að kallinn er byrjaður getur hann þá ekki beðist afsökunar á suðurlandsskjálftanum í fyrra?

Toni (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 13:57

5 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

hehehe

Guðmundur St Ragnarsson, 18.4.2009 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband