Hvað á prófessorinn við? Hvað segir Jóhanna núna?
24.4.2009 | 00:32
Mér þykir einna merkilegast við þessa frétt eftirfarandi ummæli hagfræðiprófessors: ,,Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, sagði í samtali við fréttastofu Sjónvarpsins að reynist þessar tölur réttar, þýði það ekki endilega hrun íslenskra fyrirtækja - en það leiði hinsvegar til þess að íslensk fyrirtæki eigi erfiðara með að fá lánsfé í útlöndum."
Afsakið en hvað á prófessorinn við? Ef það er rétt að staða nýju bankanna er/verður miklu mun verri en áður er talið hvað þýðir það annað en hrun fyrir íslenks fyrirtæki? Íslensk fyrirtæki eru fyrst og fremst háð lánveitingu innanlands og sterkum innlendum lánastofnunum. Íslensk fyrirtækja sækja ekkert fjármagn til banka í dag hvorki innlendis eða erlendis. Ég bara hreinlega skil ekki hvað maðurinn er að tala um.
Ekki er skýrsla Credit Info til að auka bjartsýni manna. Fjórum sinnum fleiri fyrirtæki eiga í erfiðleikum en á sama tíma í fyrra.
Ætlar Jóhanna Sigurðardóttir að ræða þessa skýrslu eða á að þegja fram yfir kjördag?
Sigmundur Davíð spáir öðru hruni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég fylgdist með borgarafundinum í gær og þykir mér ólíklegt miðað við svör Össurs að Samfylkingin fjalli um málið fyrir kosningar.
Sem prófessori í hagfræði ber Þórólfi Mattíassyni skylda til að gefa þjóðinni skýr svör. En ekki lýst mér vel á skýrsluna, það eru erfiðir tímar framundan fyrir Íslensk fyrirtæki.
Hilmar Gunnlaugsson, 24.4.2009 kl. 01:06
Sælir.
Ég held að það sé margt til í þessu hjá Sigmundi. En ég held að þetta sé svolítill hræðslu áróður hjá honum. En Framsókn er Framsókn.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 09:19
Ef þetta er rétt hjá Sigmundi er þetta grafalvarlegt mál.
Finnur Bárðarson, 25.4.2009 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.