Geisp!

Já já Ögmundur. Það er allt í góðum gír eða þannig. Í hvaða fílabeinsturni búið þið eiginlega? Það var sagt að stjórnarmyndunarviðræður mættu ekki taka langan tíma. Svo eru bara settar einhverjar nefndir og ráð. Auðvitað á að sjóða saman einhverja "Aðildarumsóknarsúpu" í boði Samfylkingarinnar, skreyttri með Vinstri Grænu "Álversbanni".

Á meðan að vinstri stjórnin er að tralla þetta og hafa allt "í góðum gír" fer fjöldi fyrirtækja á hausinn daglega, fólk flytur úr landi eða íhugar það enda íbúðalánin að brenna upp eignirnar.

Lagaðist ástandið við að Davíð Oddsson fór úr Seðlabanka Íslands. Ég var í búsáhaldabyltingunni en komm on. Hvað hefur breyst?


mbl.is Hlé á viðræðum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það hefur of lítið breyst og vinnubrögð stjórnvalda eru of hæg t.d. hefur ríkisstjórn enn ekki verið mynduð og viðræður Samfylkingarinnar og VG um ESB hafa siglt í strand. Þjóðin gerir kröfu um skjót vinnubrögð og að vandi heimilanna verði leystur. Þessu þurfa flokkarnir að standa undir.

Hilmar Gunnlaugsson, 3.5.2009 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband