Höfundur
Ég er Húnvetningur & Hofsósingur. Faðir og lögfræðingur. Ég bý í gamla Vesturbænum. Áhugamaður um stjórnmál, landsbyggð, trúarbrögð, bækur, kvikmyndir o.fl. Ég er harður Púllari, Boston Celtics í NBA. Skrif mín eru undantekningarlaust stórvirki á hinum blóði drifna ritvelli bloggarans.
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Liverpool á Íslandi Jesús fyrst - Liverpool svo!
- Boston Celtics Andleg og líkamleg upplifun
- Húnahornið Húnaþing held ég fegurst í heimi - þótt engi öðru ek gleymi
- Feykir Fallegur er fjörðurinn. Góð er móðurmjólkin
- Creed Besta rokksveit sögunnar
Bloggvinir
- adalbjornleifsson
- baldher
- bjb
- alyfat
- eirag
- emmcee
- finni
- gesturgudjonsson
- gthg
- coke
- trukona
- sverrirth
- zeriaph
- neytendatalsmadur
- heimssyn
- himmalingur
- drum
- eiriksson
- don
- jakobk
- hafeng
- nbablogg
- jonpallv
- juliusvalsson
- kjarrip
- krutti
- krist
- kiddikef
- leidinlegurgaur
- maggaelin
- mixa
- kotturinn
- pallvil
- ruth777
- rosaadalsteinsdottir
- salvor
- ziggi
- snorribetel
- stebbifr
- lehamzdr
- hebron
- toshiki
- valdemar
- postdoc
- vesteinngauti
- kreppukallinn
- olijoe
- umbiroy
- kermit
- icekeiko
- thorhallurheimisson
- tbs
- bjargvaetturmanna
- skagstrendingur
- reykur
- balduro
- bjarnimax
- heiddal
- gisgis
- gattin
- haukari
- eeelle
- flower
- gregg
- gunnar
- fasteignir
- manix
- zumann
- alit
- combat
- fridabjarna
- minos
- naflaskodun
- bassinn
- jonvalurjensson
- kalli33
- kristjans
- icejedi
- gmc
- nba
- nonnibiz
- oddgeire
- mullis
- skari
- palo
- fasteign
- ragnargests
- ragnhildurkolka
- trumal
- fullvalda
- sigvardur
- skastrik
- must
- theodorn
- vilhjalmurarnason
- vilma
- thjodarheidur
- tsiglaugsson
- doddidoddi
- thorsaari
Köttið Hydroxicut!
2.5.2009 | 20:34
Fyrir utan að vera dýrara en $&"/%$#$&" þá er betra fyrir íþróttafólk að næringin komi úr hefðbundnum mat. Ef fólk þarf sérstakt "brennsluefni" er gott að fá sér 1-2 bolla af svörtu kaffi og "off you go".
Próteinduft er algörlega gagnslaust. Hreint skyr blandað með ávöxtum og kanil með vatni/ávaxtasafa meira en nóg fyrir utan að fara miklu, miklu ódýrara. Fiskur, kjöt og grænmeti sem er í hæsta gæðaklassa hér á landi á að vera meginuppistaðan í mat.
Eina alvöru fæðubótaefnið er Lýsi.
Annars konar Hydroxycut hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:35 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Hættu að tala út um rassgatið, það er mun ódýrara að kaupa sér dollu af próteini en að borða mat til að fá út sama prótein magn
Og próteinduft er fæðuBÓTARefni, það er ekki notað sem meginuppistaða í mat, á allavega ekki að vera notað þannig
Gunnar (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 20:59
Já allar þessar ,,töfralausnir,, eru bara til að plata fólk. Ekkert getur komið í staðinn fyrir ekta heilbrigt mataræði. Lýsi já takk!
Gunnhildur Ólafsdóttir, 2.5.2009 kl. 20:59
Næs Gunnar, næs. Þú hlýtur nú að vera á einhverju öðru en próteini mv. talsmátann. Það er rangt hjá þér að það sé ódýrara að kaupa sér svona dollu! Láttu mig vita það ég keypti svona dollu sjálfur og spara marga þúsund kalla á mánuði við að nota eingöngu skyr og ávexti.
Guðmundur St Ragnarsson, 2.5.2009 kl. 21:40
Mikið er þetta rétt hjá þér Guðmundur. Það væri líka frábært ef við þyrftum aldrei á lögmönnum eða fasteignasölum að halda. Gætum bara skipt á húsnæði án milliliða og allir myndu borga skuldirnar sínar þegjandi og hljóðalaust. Hvað skyldi sparast þá? En þannig er bara ekki Íslandi í dag. Þess vegna eru starfandi fasteignasalar og lögmenn. Flestir örugglega ágætir, en inn á milli eins og í öllum starfsgreinum skemmd epli.
Hafðu það gott.
Anna Guðný , 2.5.2009 kl. 22:04
Líf án lögmanna væri leiðinlegt líf Anna :)
Guðmundur St Ragnarsson, 2.5.2009 kl. 22:39
hvaða ruggl er þetta ef að einn fasteignarsali er óheiðalegur eigum við þá að hætta að nota þá
ég tel að ef þú kaupir protein í dunk þá ert þú yfirleit með töluvert meiri gæði en í skyri !
hlutir sem eru ekki æskilegir í skyri eru td 1 mjólkursykur 2 hvítursykur 3 ostahleypir
þetta losnar maður við með þvi að kaupa hreynt prótín og blanda í það ávöxtum eða ekki
kv
halli
halli (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 22:43
hvað tekuru í bekkpressu?
Elvar (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 23:36
Hver er fituprósentan þin?
Jökull (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 23:40
Ég nefni að whey próteinduft (algengasta gerðin) mætti nefna Mysu-Duft, þetta er ekkert nema sigtuð þurrkuð niðurskorin mysa. Semsagt, ef mjólkurvörur sökka ekki, sökkar próteinduftið ekki.
Þar að auki er það ódýrara að kaupa þetta prótein en hvaða annað prótein sem er, miðað við g/isk . Einhver sem heldur öðru fram er fífl og hefur ekki kynnt sér málið.
Fyrir utan þetta allt er "hydroxícut" drasl, eina brennsluefnið sem virkar eru ólöglegir sterar.
Siggi (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 00:04
Það er gaman að geta þess að lyfjastofnun hefur ekkert með fæðubótarefni að gera þannig að þeir eru með rangfærslur í þessari yfirlýsingu sinni. Það hefur verið slegið á hendur lyfjastofnunar þegar þeir ætla að benda á eitthvað við snyrtivörur og fæðubótarefni enda heyra fæðubótarefni og vítamín undir matvælastofnun og þar með umhverfisráðuneytið eins undarlegt og það nú er. Einnig veitég ekki til þess að fæðubótarefni þurfi að sýna fram á virkni til þess að fá markaðsleyfi, enda væri mun minna af fæðubótarefnum á markaðnum ef svo væri.
Og að halda því fram að efni sé hættulaust vegna þess að ekki er í því efedrín er fásinna, hver hefur t.d. ekki fundið fyrir óþægindum á því að drekka of mikið kaffi?
Bjarki (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 00:04
Sæll
Ég held að þú sért ekki alveg að fara með rétt mál. Prótínduft (t.d. 100% mysuprótein) hefur sannað gildi sitt í áranna rás. Enda basicly bara matur sem er sneiddur af kolvetnum. Það að gera bloggfærslu um próteinduft í tengslum við brennsluefnið hydroxicut er algjörlega fáránlegt!
2,3 kg dunkur af mysupróteini (sama og er í skyri) kostar útúr búð ca. 10.00. Maður notar um 30g í skammtinn þannig að þetta eru um 75 skammtar af 100% mysupróteini. Einn skammtur gefur álíka mikið prótein og tvær skyrdollur (sem er meðal próteinskamtur í máltíð hjá þeim sem vilja bæta vöðvamassa. Oft gefur duftið minna af fitu og kolvetnum + það er auðveldara að koma duftinu niður ef um próteinmiklar máltíðir er að ræða.
Þetta gefur okkur að skammturinn er á um 135 kr en tvær dollur af skyri eru á uþb. 220 kr. Ef að þetta er svo margfaldað yfir daginn (t.d. þessar afurðir borðaðar 2-3x yfir daginn) þá getur skyrið orðið ansi þungt í maga og tormelt enda um mun stærri skammt að ræða fyrir sama ef ekki minna próteinmagn (+ oftar en ekki mörg aukaefni.. t.d kolvetni, fitu ofl.).
Ef við tökum 100kg, 190cm karlmann sem dæmi sem vill bæta á sig vöðvamassa ásamt því að skera niður fitu er skyrið afbragðs kostur einusinni til tvisvar yfir daginn (4-6 dollur). Það er hinsvegar bæði ódýrar (85 kr. sem sparast við hvern skammt), fljótlegra og hentugra fyrir þennan einstakling að taka próteinduftið 1-2 í staðinn fyrir skyrið yfir daginn.
Einnig vil ég benda á að brennsluefni á aldrei að koma í staðinn fyrir máltíðir. Brennsluefni eins og hydroxicut virkar heldur ekki eins og eitthvað undralyf sem grennir þig á staðnum. Þú þarft alltaf að hafa fyrir köttinu + borða rétt. Það held ég allir geri sér grein fyrir sem að taka slíkar töflur (enda ekki mælt með neinu öðru í leiðarvísi sem fylgir). Eina sem þessar töflur geta gert fyrir þig er að auka hjartslátt á æfingum + gefa þér nokkur aukaefni sem eiga að stuðla að aukinni brennslu.
Þess má geta að ég er á engan hátt tengdur fyrirtækjum sem selja svona vörur eða hef neina hagsmuni að gæta í tengslum við þetta málefni. Ég hef lesið mig mikið til um neyslu á fæðubótaefnum auk þess sem að nám mitt snýst ma. um næringarfræði.
Arnar Gísli (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 00:10
Ruglið sem kemur út úr þér Guðmundur. Próteinduft getur verið mun ódyrara en skyr hvað varðar grammafjölda af próteini. Ég er t.d. með týpu sem kostar 7.500 kr. og er 2.3. kg. Í 100 grömmum af því eru 72 grömm af próteini. Það þýðir að 72 x 23 = 1.656 grömm af próteini tótal. Sem þýðir að hvert gramm kostar um 0.45 krónur.
Í einni stórri skyrdollu eru um 25 grömm af próteini. Dollan kostar ekki allsstaðar það sama en segjum að hún kosti um 250 krónur. Hins vegar kosta skv. framansögðu jafn mörg grömm af duftinu um 11 krónur.
Greinilega mun ódýrara að kaupa skyr og btw þá færu ekkert prótein úr ávöxtum.
jói (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 00:23
Lýsið er best
Hilmar Gunnlaugsson, 3.5.2009 kl. 00:47
Takk fyrir innlitin og umræðuna strákar. Ég held að þótt það megi nota fæðubótaefni, þ.m.t. próteinduft, í einhverjum mæli í uppfyllingu fyrir íþróttamenn/vaxtarækt/lyftingar, þá er það ofmetið. Það á að vera hægt að ná þessu mestu úr venjubundinni fæðu. Það er gríðarleg velta í fæðubótaiðnaðinum og þetta er ekki vinsælt umræðuefni á þeim bænum.
Guðmundur St Ragnarsson, 3.5.2009 kl. 00:52
Þú ert ekki enn að ná þessu, þetta er ekki notað til uppfyllingar, ekki í staðin fyrir máltíðir, heldur er þetta notað til að BÆTA VIÐ matinn sem er borðaður.
Auðvitað er hægt að fá jafn mikið út úr mat en það er dýrara og maður fær ekki hreint prótein úr neinum mat eins og hann Arnar sagði hérna fyrir ofan, heldur fylgir með fita, prótein, litarefni, sykur o.fl.
Gunnar (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 02:08
Snillingar allir hér... efni sem er að setja líkamann í yfirvinnu eða óeðlilega vinnslu t.d. hjartað til lengri tíma er alltaf á endanum skaðlegt.
Fólk sem notar svona efni, oftast í stærri en ráðlögðum skömmtum (því allir vita að það er bull sko ) til lengri tíma er náttúrulega að ofreyna hjartavöðvann mun meira en eðlilegt getur talist.
Að ætla sér að reyna að stjórna eða þrjóskast við að auka brennslu líkamans til lengri tíma á þennan hátt er með einsdæmum heimskulegt, líkaminn vill hvíld og hann vinnur þessa keppni alltaf, jafnvel þó að það drepi hann.
Skaz, 3.5.2009 kl. 02:53
Einhvern vegin efast ég um að þeir sem nota fæðubótaefni séu með lægri matarreikning en aðrir. Eins og þið segið sjálfir þá koma þessi efni ekki í staðinn fyrir mat heldur eru viðbót, og kostnaðurinn væntanlega viðbót líka. Þannig hefur það allavega verið hjá þeim sem ég þekki og nota þetta. Menn lifa jú ekki á próteini einu saman og þurfa líka að borða sig saddan af og til. Menn lifa heldur ekki á skyri einu saman of fá líka prótein úr öðrum máltíðum sem menn borða og borga fyrir hvort sem þeir borða skyr eða nota próteinduft eða ekki. Það er vel hægt að fá öll þau næringarefni sem maður þarf bara með því að borða vel. Mér finnst hreinlega asnalegt að heyra menn tala eins og allt annað en prótein í mat séu óæskileg aukaefni, en segja svo að þetta komi ekki í staðinn fyrir mat. Það er alltaf ákveðin mótsögn í þessu.
Auk þess er ég viss um að líkaminn nýti ekki eins vel efni sem koma svona á duftformi í stórum skömmtum í einu eins og í þessum fæðubótaefnum. Líkaminn hefur í þúsundir ára þróast til að vinna úr þeirri fæðu sem er í boði, en slík þróun tekur tíma. Ef þú borðar venjulegan mat þá nýtir líkaminn það prótein sem er í honum, en ef þú tekur bara inn próteinduft þá er ég handviss um að helmingurinn af próteininu kemur beint út um hinn endann.
Davíð Arnar (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 05:47
Góður Skaz. Það er meira af alls konar aukaefnum í þessum s.k. "fæðubótaefnum" heldur en margur gæinn sem hér hefur skrifað hefur kynnt sér.
Guðmundur St Ragnarsson, 3.5.2009 kl. 14:20
Fæðubótarefni geta verið stórvarasöm sum hver, nú eru als kyns auglýsingar í gangi sem lofa betri líðan meiri orku osfrv. Enda kreppa !!! Við eigum hér á Íslandi gott vatn fisk landbúnaðar afurðir sem þjóðir heims öfunda okkur af. Að fara út í búð og lesa á pakningar framleitt í EU pakkað í xxxxxx segir mér takmarkað um uppruna vörunnar. Hollur Íslenskur matur t.d skyr og fiskur og lýsið er best. Grasið er ekkert grænna hinum megin við hafið sennilega skítugra
ABG (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 14:35
Enn einn lögmaðurinn að tala út um rassgatið á sér...
Örvar (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 21:15
Örvar. Hugur minn er hjá fjölskyldu þinni og vinum.
Guðmundur St Ragnarsson, 3.5.2009 kl. 22:50
Djöfull þoli ég ekki svona heimskt fólk eins og þig sjálfann, veist ekki neitt hvað þú ert að segja og ert að deyja úr biturleika vegna þess að þú getur ekki komið þér í form, og þér finnst fæðubótarefnin alveg hafa brugðist þér vegna þess að þú hafðir ekki sjálfsagann í að stjórna mataræðinu þínu.
Eins og oft hefur verið sagt, þetta er fæðuBÓTARefni, kemur ekki í staðin fyrir máltíðir. Prótein er nauðsynlegt fyrir manneskjuna, sama hvort þú sért að æfa e-ð, eða bara komast í gegnum daginn. Sjálfur er ég dyggur stuðningsmaður fitness, strongman og vaxtarækt, hef fylgst með þessu í 5 ár og er sjálfur í þessu sporti.
Segjum sem svo að þú sért að æfa fyrir fitness. Helduru í alvöru, að þegar þú ert að byggja upp vöðvamassa fyrir fitness, að þú getir bara borðað 10 dollur af skyri á dag ? þú gerir þér grein fyrir því að 90kg maður þarf um 180gr af próteini á dag, dreift yfir daginn, það eru ca. 2kg af skyri miðað við að það eru um 25gr af próteini í 500gr dollu (geri ráð fyrir fiski/kjöti/kjúkling, 2x á dag í heitum máltíðum), og fyrir utan það, endistu enganvegin í því að borða 2kg af skyri á dag, bæði því þú fengir einfaldlega ógeð á því, og að skyrið getur verið rosalega þungt í magann þegar borðað er svona mikið af því.
Ávextir .. ávextir eru mjög hollir og ættu allri að venja sig á það að borða mikið af ávöxtum, en, það sem er í ávöxtum eru niðurbrotin prótein, þ.e aminósýrur, og AFTUR komum við að því, geriru þér grein fyrir því hvað þú þyrftir að borða mikið af ávöxtum til þess að fá nógu mikið magn af próteini yfir daginn ?
Ef við komum af lýsinu .. allir ættu að taka lýsi og vítamín. Lýsi er öflugasta fæðubótaefnið, alveg sammála því.
Ég held þú ættir að láta e-rn með greindavísitölu hærri en kartöflu ritskoða bullið í þér.
Sveinn (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.