Horfðu á heildarmyndina herra ráðherra!

Gylfi ég hvet þig til að stíga niður úr fílabeinsturninum. Það er kannski erfitt því það er langt niður.

Það er e.t.v. rétt að það þjóni best hagsmunum innheimtulögfræðinga að fólk hætti að greiða af lánum sínum. En á meðan þið í ríkisstjórninni hafið eingöngu fram að færa bráðabrigðaráðstafanir í formi "frestunar" nauðungaruppboða, greiðsluaðlögunar (sem þjónar hagsmunum langt í frá allra skuldara ef þú hefur kynnt þér lögin) og greiðslujöfnuðar (fresta, fresta, framlengja, bla bla) á hverju áttu þá von? Fólk er að horfa upp á lán éta upp eignarvirðið og raunvirðið fer niður. Þess vegna sér almenningur ekki fram á að það þjóni neinum tilgangi að greiða af lánunum.

Jú! Þetta á við þúsundir Íslendinga ef það á að fara að koma með einhverja "frasa" um að meirihluti þjóðarinnar sé í góðum málum!

Þið verðið að fara gefa þjóðinni varanlegar lausnir Gylfi - og von um FRAMTÍÐINA - þótt það hafi e.t.v. ekki verið kennt í Hagfræðiskori Háskóla Íslands.


mbl.is Flestir geta staðið í skilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ég hef lagt til að Gylfa forsetia ASÍ verði boðið að skoða venjulegt heimili með fréttamannahrindingu BB með gulu mótmælaspjaldi gegn ESB fyrir Falun Gong og alles, eins og Kínaforseta hér um árið.

Heldur að fleiri Gylfar ættu kanske að slást í för? 

Kristján Sigurður Kristjánsson, 3.5.2009 kl. 14:24

2 identicon

Þetta er bara fáránlegt. Ég meina maður þekkir margt fólk sem getur ekki staðið í skilin á húsnæðislánum sínum. Ég held stundum að ráðamenn þessa lands séu ekki í sambandi. Ég meina það er 18-19.000 manns atvinnulausir og það er allt á hverfanda hveli hérna. Þá meina ég allt á hverfanda hveli. Þetta er ömurlegt og maður skilur hreinlega ekki hvað ráðamönnum gegnur til, þegar þeir segja að allir geti staðið í skilum. Bara mínir nánustu eiga í erfiðleikum með að standa í skilum. Að maður tali nú ekki um þá sem eru á atvinnuleysis bótum eða einhverju þaðan af verra.

Ég held að ráðamenn þessa lands verði aðeins að fara að opna augun og spyrja sig hvað sé til ráða. Því þetta gengur ekki svona lengur.

Hafðu annars góðan dag Muggi minn.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 14:26

3 identicon

Sammála !

Reyndar held ég að ræikisstjórnin sé allt of upptekin af ESB og að reuna að tjasla saman sáttmála sem VG samþykkir.

Gleyma ESB !!! Laga ástandið NÚNA !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 14:26

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Gylfar allra landa sameinist.

Guðmundur St Ragnarsson, 3.5.2009 kl. 14:27

5 Smámynd: Einar Guðjónsson

Innheimtulögmenn fitna auðvitað ekki nema að fólk sé greiðslufært.Að auki er

ágætt líf eftir gjaldþrot t.d. í Evrópu og heimilisréttur allstaðar tryggður nema

auðvitað á Íslandinu hans Gylfa.Þá eru launatekjur óaðgengilegar kröfuhöfum

nær allstaðar í Evrópu.Af reynslunni að dæma eru heldur engin tök fyrir íslenska kröfuhafa að nálgast menn í útlöndum.Nú ef allt um þrýtur og menn vilja borga þá má kaupa verðlausar krónur fyrir t.d. norskar launatekjur og greiða með þeim krónum hér.Menn fá þá verulegan afslátt af skuldum sínum í krónum. 

Einar Guðjónsson, 3.5.2009 kl. 14:27

6 identicon

Það er bara alveg magnað, að skilja ekki að þessar þúsundir íslendinga, sem tóku erlend lán á árinu 2007 og fram á vor 2008 þegar krónan var sem sterkust, t.d. til 40 ára, þeir þurfa ca 80-100 ár til að greiða lánin til baka m.v. greiðslujöfnunarleiðina sem er í boði. Þeir verða s.s. ekki bara alla sína starfsævi, heldur einnig börnin þeirra, og barnabörnin líka svo eignin verði skuldlaus. Þau lán sem tekin voru á þessum tíma hafa nefnilega meira en tvöfaldast reiknuð í íslenskum krónum.

Er ekki eðlilegt að lánveitendur deili skellinum með lántakendunum þegar forsendur fara svona algjörlega úr skorðum? Ég get gargað mig svo hása yfir svona viðhorfi eins og hans Gylfa sem birtist þarnaa, að það er ekki normal. Hvar eru búsáhöldin nú þegar maður þarf á þeim að halda?

Jónína (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 14:49

7 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Nú hvað er þetta annað en nazista áróður alveg einsog ESB hræðsluáróðurinn frá SF,enda var það ekki Hitler sem byrjaði með þennan draum 1944 ásamt Frökkum nema núna skal ná yfiráðum með hótunum og peningum.Þessir 63 menn á Alþingi eru ekki þjóðin,það á að kjósa um það hvort fara eigi í aðildarviðræður.....En það vill SF ekki þar sem hún veit að það er ekki meirihluti fyrir því að fara í ESB.Þetta eru landráð og ekkert annað,nú þarf að fara að mæta á Austurvöll og í þetta skiftið ekki með potta og tól til að búa til hávaða heldur eitthvað róttækara svo SF fari að skylja að hún ræður ekki.Nú er það mikið af fólki orðið atvinnulaust svo að fjöldinn gæti orðið ansi mikill og fátt sem mundi stoppa hann ef hann færi af stað.Hvenær ætlið þið þetta lanráðafólk að opna augun og skylja að ESB bjargar ekki heimilunum núna þó að SF segi það enda er SF að vinna fyrir ........fyrirtækin sem borga líka brúsan hjá SF og sennilega Gylfa hjá ASÍ líka....

Marteinn Unnar Heiðarsson, 3.5.2009 kl. 14:56

8 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Gæti ekki verið meira sammála Einar og Marteinn.

Guðmundur St Ragnarsson, 3.5.2009 kl. 15:01

9 identicon

Tónninn í Gylfa færir mig aðeins nær þeim hópi manna sem hefur ákveðið að  hætta að borga af lánum sínum.  Geta til að borga er ekki lengur fyrir hendi hjá fjölda heimila.  Það er hótun í orðum Gylfa sem mér finnst ákaflega dapurlegt hjá manni í hans stöðu.  Það má líka greina ótta í orðum hans, því ef fjölskyldur hætta almennt að borga þá hrynur "bankablokkin" sem hann reynir að byggja upp með því að "blóðmjólka" þessar fjölskyldur.

Gylfa væri nær að standa við þá yfirlýsingu sem hann lét frá sér fara fyrir ráðherratíð sína um að;  Ekki væri mögulegt annað en að afskrifa hluta af skuldum heimila og fyrirtækja, þær fengjust hvort eð er ekki greiddar að fullu og það kostaði banka-og sjóðakerfið mun meira ef það væri dregið.

Var það Gylfi sem fulltryggði innistæður sparifjáreigenda og hverjir falla undir þessi 20% sem virðast eiga mestan hluta þess "sparnaðar".  Varla á "venjulegt fólk" þann sparnað. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 15:04

10 Smámynd: Ruth

Ég keypti húsið mitt 2004 og höfuðstóllinn á húsnæðislánunum mínum hefur hækkað um 10 milljónir þökk sé vöxtum verðbótum og vöxtum á verðbætur !

 Ömurlegt að hlusta á viðbrögð ráðamanna og hótanir,hvað kemur næst ???

Ný neyðalög ? Bannað að flytja af landi brott ef þú hættir að borga af lánunum ? 

þakka ykkur góðar færslur og er sammála

Ruth, 3.5.2009 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband