J.R.R. Tolkien (1892-1973) reyndist sannorður

Þessi mikli sagnameistari reynist vera meira en skáld. Hann var sagnfræðingur. Nú hefur komið á daginn að Hobbitarnir voru til eftir allt saman. Það er vísindalega sannað. Nostradamus hvað?

Tegundin "Flora" hlýtur að vera það sem í Lord of the Rings nefnist dvegrar en Gimli var glæsilegur fulltrúi þeirra í þessari ágætu heimildarmynd.


mbl.is Hobbítarnir áður óþekkt tegund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessuð

Skemmti mér vel þegar ég sá þessa frétt. Ég var að enda við að lesa Hobbitann því sú bók var hluti af enskuprófinu sem ég tók í gær.

Bilbó var flottur náungi og bjargaði dvergunum aftur og aftur frá Stórum Kóngulóm og úr fangelsi Skógarálfana. Hringurinn sem hann fann í hellir í Þokufjöllum var magnaður og hann gat gert sig ósýnilegan á örlagastundum og svo þegar hann hitti drekann Smeyginn eða Smaug þá aldeilis fóru hlutirnir að gerast og Þrösturinn hlustaði með athygli á þegar Bilbó sagði frá því hvar væri veikur blettur á drekanum og Þrösturinn flaug út í Vatnaborg og sagði Bárði það og þegar drekinn réðist á Vatnaborg og eyðilagði borgina gat Bárður hæft drekann.

Það verður gaman þegar myndin kemur út en mér finnst vera byrjað á vitlausum enda að myndirnar um Lord of the Ring komu á undan Hobbitanu en Hobbitinn varð fyrsta bókin.

Væri ekki ráð að fara að sofa í heimska hausinn sinn.

Góða nótt

Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.5.2009 kl. 03:19

2 Smámynd: G. Reykjalín

Ég held að Tolkien myndi snúa sér við í gröfinni ef hann heyrði talað um sjáfan sig sem "skáld". Tolkien var tungumálafræðingur og hafði að miklu leiti óbeit á bókmenntum sem námsgrein. :)

En ég dreg það ekki í efa að hann hafi verið spámaður mikill.. :)

G. Reykjalín, 7.5.2009 kl. 10:17

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég tek þetta til alvarlegrar íhugunar kæri G.

Guðmundur St Ragnarsson, 7.5.2009 kl. 10:25

4 Smámynd: G. Reykjalín

Líst vel á þig kæri G ;)

G. Reykjalín, 7.5.2009 kl. 11:22

5 Smámynd: Aliber

Ég bíð spenntur eftir að þeir finni dreka og balrogga, þá fer þetta að verða spennandi!

Aliber, 7.5.2009 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband