Sigmundur þorir, vill og getur

Sigmundur Davíðsson er stjórnmálaforingi sem hefur bein í nefinu. Hann getur meira en bara að gretta sig og vera með eitthvað tilbúið leikrit eins og utanríkisráðherrann Össur. Það hefur margsýnt sig á hans stutta stjórnmálaferli að Sigmundur er tilbúinn til að fara óhefðbundnar leiðir í pólitík - tilbúinn til að hugsa út fyrir "boxið".

Gengið var á Össur að slíta stjórnmálasambandi við Breta eftir að nokkuð augljóst var að Bretar reyna að hafa áhrif á samstarf Íslendingar og AGS. Hvort sem það var með vilja AGS eður ei skiptir ekki máli. En þegar gengið var á ráðherrann um alvöru viðbrögð við þessu ósvífna athæfi af hendi "vinaþjóðar" var minna um stóru orðin hjá utanríkisráðherranum. Viðræður eru á "viðkvæmu" stigi gagnvart ICEsave og bla bla bla sagði ráðherrann og gretti sig.

Undirlægjuhátturinn er algjör hjá Össuri gagnvart flokksbræðrum hans Mr. Brown og Mr. Darling. Við þurfum ekki á svona leiðtogum að halda á Íslandi í dag.


mbl.is Íhugi slit á stjórnmálasambandi við Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Össur Skarphéðinsson er og verður alltaf "kafbátur".

J.þ.A. (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 14:43

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Alveg rétt J. Mér finnst hann hafa farið niður á botn og komist ekki upp aftur. Við þurfum menn með munninn fyrir neðan nefið OG bein í nefinu. Ég held að Össur sé með lélegt bein í nefinu í þessu máli því þótt hann vilji sýna okkur Íslendingum að hann sé "töff" gagnvart Bretunum snýr hann sér að þeim í hinu orðinu og brosir og deplar auga.

Guðmundur St Ragnarsson, 9.5.2009 kl. 15:20

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Minnir mig á litlu hundana sem gelta tryllingslega fyrir innan girðinguna en þegar maður opnar hliðið laumast hann burt með skottið á milli fótanna.

Finnur Bárðarson, 9.5.2009 kl. 15:43

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég átti við Össur sennilega augljóst

Finnur Bárðarson, 9.5.2009 kl. 15:50

5 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Augljóst Finni :)

Guðmundur St Ragnarsson, 9.5.2009 kl. 16:32

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Við þurfum að sýna Tjöllum í tvo heimana. Hef ekki skilið af hverju við vorum ekki búin að fara í mál við þá sem þjóð fyrir löngu vegna þess sem gerðist í okt. sl. Við eigum alls ekki að láta bjóða okkur uppá svona framkomu.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.5.2009 kl. 17:53

7 Smámynd: Páll Jónsson

Mér finnst þetta nú reyndar lykta svolítið af popúlisma hjá Sigmundi, hann segir það sem fólkið vill heyra (burtséð frá því hver hans eigin skoðun er) þar sem hann veit að hann þarf ekki að standa við það sjálfur.

En það er líklega bara bölvun stjórnarandstöðunnar, VG voru svo sem ekkert skárri á sínum tíma...

Páll Jónsson, 9.5.2009 kl. 18:13

8 identicon

Ég meina hvað eigum við annað að gera en að slíta stjórnmála sambandi við þá. Ég meina þeir eru búnir að eyðileggja okkar mannorð algjörlega með þessu rugli t.d. Brown í þinginu núna í vikunni. Þetta er bara rugl í Bretum að mínu mati.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 20:59

9 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Já hvar er baráttugleði Íslendinga úr þorskastríðinu, þá var ekki sami undirlægjuhátturinn, en ekki gleyma að Össur vill Evrópu og það sýnir bara hverju sumir eru tilbúnir að fórna fyrir það ...

G.Helga Ingadóttir, 12.5.2009 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband