"Duracell" kanínan í öðru sæti

Mér finnst gaman að alls kyns tölfræði í íþróttum. Enginn tekur þó Kananum fram í tölfræðinni. Á stundum er að marka tölfræðina en oftar finnst mér sem hún gefi alranga mynd af raunveruleikanum - í þessu tilfelli hvað er að gerast inni á leikvellinum.

Það sem mér finnst athyglisverðast hér hjá ACTIM er að einn latasti (og jafnframt leiðinlegast knattspyrnunnar í ár), Dimitar Berbatov hjá United er í 5 sæti listans. Halló! Hvaðan kemur þetta? Einnig að Liverpool eigi EINGÖNGU 4 fulltrúa og einn besti leikmaður heims í dag, Steven Gerrard sé aðeins í 9 sæti og það AFTAN VIÐ FÉLALA hans Carragher?

Hvar er Ronaldo? Þótt ég elski gaurinn ekki beint er hann einn af þremur bestu leikmönnum heims í dag (ásamt Gerrard og Messi) og ég skil ekki af hverju hann er ekki á listanum en Lati Boring Berbatov í topp 5.

Ég er stoltur af því að Púllarar eigi eina markmanninn á listanum sem segir margt um þann frábæra markmann.

En allt í allt finnst mér þessi listi frá Actim ekki sýna raunverulega bestu leikmennina. Það vantar a.m.k. tvo aðra Púllara á listann með hinum 4 :)


mbl.is Anelka stóð sig best allra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Gaman að sjá bara 2 utd-menn á þessum lista, en 4 frá LIVERPOOL.

Páll Geir Bjarnason, 2.6.2009 kl. 23:31

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Áfram Manchester United

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.6.2009 kl. 23:36

3 identicon

Ég segi eins og hinn hérna að ofan. Áfram Man United. Þetta er bara frábært lið og er og verður það lang besta.

Sætta sig bara við það... hehehe.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 00:05

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

UNITED hvað Rósa og Valli. Þið valdið mér miklum vonbrigðum en ég skal (reyna að) fyrirgefa ykkur :)

Guðmundur St Ragnarsson, 3.6.2009 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband