Fyrrverandi vinaþjóðin Bretland

Gott er að verið sé að gera heimildarmynd um bankahrunið á Íslandi og af erlendum aðila. Það verður örugglega forvitnilegt að sjá hvernig hið "glögga auga gestsins" sér hlutina hér.

Hitt er svo annað mál að viðbrögð breskra stjórnvalda s.l. haust hafa að öllum líkindum gert bankahrunið hér á landi miklum mun verra en þörf var á. Það þýðir í raun að viðbrögð bræðranna Brown og Darling í garð Íslendinga eru að valda miklum erfiðleikum fyrir íslenskan almenning. Gera lífskjörin okkar allra verri og framtíðina svartari fyrir okkur og börnin okkar.

Íslensk stjórnvöld (bæði fyrr stjórn og núverandi) höfðu ekki hugrekki til að láta í sér heyra að neinni alvöru nema að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gretti sig aðeins í einhverju sjónvarpsviðtali.

Nei, Bretar eru ekki vinir Íslendinga og ég sé ekki að það breytist á næstunni.


mbl.is „Bretar hata ykkur ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Nei, Bretar eru ekki vinir Íslendinga og ég sé ekki að það breytist á næstunni.

Væri ekki réttara að segja að bresk stjórnvöld séu það ekki eða hreinlega takmarka þetta einnþá meira og halda því fram að Brown og Darling séu það ekki, það er ekki hægt að hengja almenning í Bretlandi fyrir verk stjórnarinnar frekar en við ætlumst ekki til með að vera hengd fyrir þessa fáu sem við kennum um fallið(Útrásarpakk og íslensk stjórnvöld).

Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.6.2009 kl. 11:58

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Tek undir með Dodda.  Ég bý í Edinborg í vetur og við og þeir Íslendingar sem eru í kringum okkur höfum eingöngu orðið vör við jákvætt viðhorf í garð Íslendinga, jafnt fyrir og eftir hrunið. 

Þeir sem vita eitthvað hvað er að gerast hafa samúð gagnvart okkur en flestir vita ekkert um þessi mál.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 4.6.2009 kl. 15:50

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Takk fyrir innlitið strákar.

Jú nú það má kannski segja það að ég hafi gripið og harkalega til orða. Gleymum samt ekki því að hingað til lands hafa borist alls kyns hryllingssögur af ömulegri meðferð Íslendinga í Bretlandi, hvort sem þeir eru þar til skemmri eða lengri tíma, einfaldlega af því að þeir eru Íslendingar.

En ég vona að þetta sé rangt og almennt viðhorf gagnvart Íslendingum sé gott eins og þú segir Sigurður Viktor.

Guðmundur St Ragnarsson, 4.6.2009 kl. 17:27

4 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Gleymum samt ekki því að hingað til lands hafa borist alls kyns hryllingssögur af ömulegri meðferð Íslendinga í Bretlandi, hvort sem þeir eru þar til skemmri eða lengri tíma, einfaldlega af því að þeir eru Íslendingar.

Mikið rétt, enda er ekki við öðru að búast myndi ég segja, það voru um 300.000 reikningar þarna í Icesave og bakvið þá hlýtur að vera allavegana jafn margir einstaklingar og einhverjir af þeim fóru illa út úr þessu og eru hreinlega reiðir, svoleiðis fólk lætur það bitna á þeim sem kemur næst því að eiga sökina (eða hreinlega líta á það þannig að íslendingar sem heild eigi sök).

Svona fólk ætti að spyrja af því hvort það sé réttilegt fyrir okkur íslendinga að hata alla Breta fyrir það að (nú reikna ég með því að eftirfarandi hafi einhverntíman komið fyrir einhvern íslending einhverstaðar á einhverjum tímapunkti) einhver Íslenskur Jón hafi verið rændur of Breskum ríkisborgara, þá hlýtur það að gefa okkur réttindi með sömu rökum að heimta endurgreiðslu frá þeim fyrir okkar tap, ekki satt 8)

Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.6.2009 kl. 18:37

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bretar halda ekki vináttu nema hafa af því hag. Hélt að við hefðum reynt það nógu oft á eigin skinni til að það festist í minni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.6.2009 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband