Svona á fréttin að vera: Kona í leiktæki drepur máv!
4.6.2009 | 19:49
Mávur lét lífið í gær þegar kona í leiktæki á 100 km hraða flaug skyndilega í veg fyrir hann þegar hann var í almennu ætisleitarflugi við pylsuvagninn í Tívólíinu í Kaupmannahöfn. Atburðurinn var með þeim hætti að leikflugvélin flaug skyndilega í veg fyrir mávinn áður en hann hafði færi á að beygja frá. Mávurinn, sem var eingöngu á um 20 km hraða lét samstundis lífið. Konan slasaðist aðeins lítillega. Mikið mildi þykir að leikflugvélin hafi ekki orðið fleiri mávum að fjörtjóni í umrætt sinn. Öðrum mávum sem voru á flugi í og við Tívólíið eða voru í vinnunni við að týna pyslubrauð var veitt áfallahjálp á staðnum.
Tívólíð, sem er vinsælt forðabúr fyrir hinn almenna máv í Kaupmannahöfn, hefur hingað til verið álitið öruggt fyrir allt fuglaflug ekki síst mávaflug. Því eru þessi tíðindi áfall fyrir allt mávasamfélagið í Kaupmannahöfn
Þessi hörmulegi atburður hefur orðið til þess að stjórn félags danskra máva hefur óskað eftir viðræðum við framkvæmdastjóra Tívólísins í Kaupmannahöfn um það hvernig koma megi í veg fyrir að atburður sem þessi endurtaki sig. Stjórnin mun þó hafa óskað eftir því við Tívólíið að leikflugvélin verði þegar gerð upptæk á meðan opinber rannsókn á atburðinum fer fram af hálfu rannsóknardeildar mávalögreglunnar.
Fékk máv í höfuðið á 100 km hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 19:51 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Guðmundur. Það er nauðsynlegt að fá báðar hliðar á svona málum.
Ólafur Eiríksson, 4.6.2009 kl. 20:01
Sæll Guðmundur.
Poor Seagull !
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 20:19
Jebb, ég held með mávunum. Þetta er skelfilegur atburður!
Vilma Kristín , 4.6.2009 kl. 21:04
Takk Muggi minn fyrir þetta. Þetta er æðislegt að heyra. Áfram Mávar FC.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 21:11
þú ert snillingur :)
eva (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 21:12
Sá besti í dag. Ha, ha, ha
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.6.2009 kl. 21:43
hehehe... ótrúlega skemmtilega skrifað!! En auðvitað ekki að mávurinn skyldi deyja. Færslan var fyndin :)
Inga, 4.6.2009 kl. 23:03
Þetta toppar það að fá flugu í hausinn ...
Jón Á Grétarsson, 4.6.2009 kl. 23:18
Hah! Þú fannst fréttina í fréttinni, klárt mál.
Páll Jónsson, 4.6.2009 kl. 23:38
Var þetta ekki vinstri sinnaður mávur og hægri sinnuð kona? Hvar er réttlætið í lífinu?
Björn Birgisson, 5.6.2009 kl. 00:47
Ætli konan verið ákærð fyrir skeppnuskap gagnvart dýrasamfelaginu?
Góð og brosleg grein frá Brosveitunni
Riddarinn , 5.6.2009 kl. 10:17
Aumingja bíbbi.....
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 10:32
Bíbí banað af bauna... Muggi 4tw :)
Ingimar (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 12:30
Hehe
Flower, 5.6.2009 kl. 14:38
Þessi hlið á málinu fær mann til að brosa út í eitt veltist um af hlátri kv að Norðan. Alex
ABG (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 14:53
Þessi skessa á að fara í fangelsi
Finnur Bárðarson, 5.6.2009 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.