Dusilmennska og drulludómur

Ertu ekki að grínast í mér?

Svari nú herra Steingrímur og heilög Jóhanna auk annarra í ríkisstjórn fyrir þennan aumingjaskap. Ætlar þetta fólk sem stjórnar landinu okkar ALDREI, ALDREI, ALDREI að læra nokkurn skapaðan hlut.

Ef frú Joly hættir þá er þessu liði ekki við bjargandi og landinu okkar ekki heldur í leiðinni.


mbl.is Eva Joly íhugar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Vertu nú ekki of fljótur að skella skuldinni á Steingrím og Jóhönnu.

Mig grunar að Ólafur (sérlegur) eigi þarna kannski stærsta þátt í

hilmar jónsson, 10.6.2009 kl. 14:33

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Satt segirðu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.6.2009 kl. 14:33

3 identicon

Mætið og mótmælið á Austurvelli kl. 15.00 á hverjum degi.  Enginn annar getur gert það fyrir ykkur og afkomendurna.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 14:35

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég held að það séu embættismennirnir sem fara fremstir í flokki. Er ekki Jónas Fr. byrjaður ?

Finnur Bárðarson, 10.6.2009 kl. 18:42

5 identicon

Já svari nú heilög Jóhanna, drottninginn okkar á Bessastöðum Ólöf og co !!! Ef Joly hættir verðum við endanlega útskúfuð úr alþjóðasamfélaginu og stóru fiskarnir éta okkur öll .......... Hvenær ætlar þessi þjóð að bera þá gæfu að taka á spillingunni og hreinsa til í stjónsýslunni ef ekki núna hvað þá !

Alex (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 21:42

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Algjörlega sammála. Það sem Eva Joly kom með var mjög sanngjarnt eins og að hreinsa til í hæstarétti. Hvað er þetta stjórnarlið að hugsa?

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.6.2009 kl. 22:14

7 identicon

Ég meina, þykjumst við Íslendingar ekki kunna allt meira og betur en flestir aðrir? Ég held það nú. Þetta er bara hár rétt sem Eva Joly hefur verið að segja. Það þarf að skipa hérna 3 saksóknara og ekkert múður. Það þarf að gera. Við þurfum náttúrulega að hlusta á konuna. Ef hún ætlar að verða okkur hér innan handar.!!! En við þykjumst vita betur og meira en flestir aðrir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband