Höfundur

Ég er Húnvetningur & Hofsósingur. Faðir og lögfræðingur. Ég bý í gamla Vesturbænum. Áhugamaður um stjórnmál, landsbyggð, trúarbrögð, bækur, kvikmyndir o.fl. Ég er harður Púllari, Boston Celtics í NBA. Skrif mín eru undantekningarlaust stórvirki á hinum blóði drifna ritvelli bloggarans.
Spurt er
Tenglar
Mínir tenglar
- Liverpool á Íslandi Jesús fyrst - Liverpool svo!
- Boston Celtics Andleg og líkamleg upplifun
- Húnahornið Húnaþing held ég fegurst í heimi - þótt engi öðru ek gleymi
- Feykir Fallegur er fjörðurinn. Góð er móðurmjólkin
- Creed Besta rokksveit sögunnar
Bloggvinir
-
adalbjornleifsson
-
baldher
-
bjb
-
alyfat
-
eirag
-
emmcee
-
finni
-
gesturgudjonsson
-
gthg
-
coke
-
trukona
-
sverrirth
-
zeriaph
-
neytendatalsmadur
-
heimssyn
-
himmalingur
-
drum
-
eiriksson
-
don
-
jakobk
-
hafeng
-
nbablogg
-
jonpallv
-
juliusvalsson
-
kjarrip
-
krutti
-
krist
-
kiddikef
-
leidinlegurgaur
-
maggaelin
-
mixa
-
kotturinn
-
pallvil
-
ruth777
-
rosaadalsteinsdottir
-
salvor
-
ziggi
-
snorribetel
-
stebbifr
-
lehamzdr
-
hebron
-
toshiki
-
valdemar
-
postdoc
-
vesteinngauti
-
kreppukallinn
-
olijoe
-
umbiroy
-
kermit
-
icekeiko
-
thorhallurheimisson
-
tbs
-
bjargvaetturmanna
-
skagstrendingur
-
reykur
-
balduro
-
bjarnimax
-
heiddal
-
gisgis
-
gattin
-
haukari
-
eeelle
-
flower
-
gregg
-
gunnar
-
fasteignir
-
manix
-
zumann
-
alit
-
combat
-
fridabjarna
-
minos
-
naflaskodun
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kalli33
-
kristjans
-
icejedi
-
gmc
-
nba
-
nonnibiz
-
oddgeire
-
mullis
-
skari
-
palo
-
fasteign
-
ragnargests
-
ragnhildurkolka
-
trumal
-
fullvalda
-
sigvardur
-
skastrik
-
must
-
theodorn
-
vilhjalmurarnason
-
vilma
-
thjodarheidur
-
tsiglaugsson
-
doddidoddi
-
thorsaari
En engin Sundabraut. Hvar eru þingmenn Reykvíkinga?
29.6.2009 | 08:58
Ekki skrýtið að Kristján Möller fagni þessu. Gæluverkefnið hans um kjördæmasinnuð Vaðlaheiðagöng er á lista lífeyrissjóðanna - sjálfsagt eftir góðlátlega ábendingu samgönguráðherrans siglfirska.
Sjálfsagt má deila um forgangsröðun í opinberum framkvæmdum og ég hef fullan skilning á því að atvinnuátak þarf á landsbyggðinni nú sem fyrr. En það er eins og Sundabrautin sé fantasía úr ævintýri eftir Tolkien - skemmtileg hugdetta en óraunveruleg - og er ekkert minnst á framkvæmd Sundabrautar sem eru ekki góð tíðindi fyrir Reykavíkinga og reyndar landsmenn alla sem nauðsynleg samgöngubót í höfuðborginni.
Og ekki heyrist "múkk" frá þingmönnum Reykjavíkurkjördæmis norður um þetta málefni frekar en fyrri daginn!!!!
![]() |
Setja 100 milljarða í framkvæmdir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:00 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Finnst þér virkilega að höfðuborgarsvæðið hafi verið sniðgengið í framkvæmdum á undanförnum árum. Kanski að það ætti að flytja framkvæmdir við tónlistarhús og hátæknisjúkrahús og fara í vegagerð í staðinn. En ég held að höfðuborgarbúar þurfi ekki að vera harmi slegnir yfir opinberum framkvæmdum og uppbyggingu á landsbyggðinni.
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 09:19
Já í vegaframkvæmdum Gísli. Ég er landsbyggðarmaður að ætt og uppruna og vil hags þess sem bestan. En það er bara rugl að klára ekki Sundabrautina.
Ég er mjög fylgjandi framkvæmdum á landsbyggðinni sem sagt en Vaðlaheiðagögn... ehhhhhh. Veit ekki. Held að það sé margt meira áríðandi en enn ein göngin. Af hverju ekki að setja einhverja milljarða í alvöru atvinnuuppbyggingu og nýsköpun á landsbyggðinni Gísli í staðinn fyrir að örfáir stórverktakar hagnist.
Guðmundur St Ragnarsson, 29.6.2009 kl. 10:48
Það hefur verið sagt að þingmenn Reykjavíkur eru þingmenn alls landsins, en landsbyggðarþingmenn eru fyrir sín kjördæmi. Spurt er: Hvar er mesta umferðin, hvar búa flestir ? Þetta andskotans kjördæmapot á að strika út í eitt skipti fyrir öll með því að gera landið að einu kjördæmi. Annað er óþolandi misrétti. Sendum Möller bara heim í sveitina sína og hann má taka Jón Bjarna með.
Finnur Bárðarson, 29.6.2009 kl. 17:51
Og enn engin breikkun á Suðurlandsvegi. Þetta er bara hrykalegt ástand. Það á víst að ráðast í Vaðlaheiðargöng og þau kosta nú sitt.
Afhverju ekki að setja þessa peninga í breikkun Suðurlandsvegar og geyma aðeins göngin fyrir norðan? Ég bara spyr.
Eigðu góðan dag Muggi minn (Guðmundur minn) hehehe.
Bestu kveðjur.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 15:24
Sæll og blessaður
Ég aftur á móti fagna Valaheiðagöng og hefði viljað að það hefði verið búið að gera fleiri göng áður en hrunið varð.
Vélhjólasamtökin Trúboðarnir voru á ferð á Ak. um helgina og fóru á Húsavík og þaðan til Egilsstaða. Treystu sér ekki til að koma hingað til okkar vegna þess að leiðin til Vopnafjarðar frá þjóðvegi 1 er að hluta til ennþá ómalbikuð. Sumstaðar er vegurinn svo mjór að það eru útskot til að mæta bílum.
Við á hjara veraldar höfum verið útundan með svo margt á meðan Reykjavíkurborg hefur blómstrað.
Guð veri með þér kæri trúbróðir
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.6.2009 kl. 20:58
Takk fyrir innlitið kæru vinir.
Guðmundur St Ragnarsson, 1.7.2009 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.