Dagur bjartsýni runninn upp fyrir 10 milljónir (íslenskar krónur)

Það er nauðsynlegt að líta á björtu hliðarnar á þessum erfiðu tímum og "berja" bjartsýni í landann, trú og von. En...

Einhvern veginn slær þessi "verkáætlun" ríkisstjórnarinnar mig þannig að verið sé að búa til "bjúrókratískt" apparat svona meira til að sýnast út á við. Þetta verkefni fær heilar 10 milljónir sem er ekki há fjárhæð til að koma Íslandi Í FREMSTU RÖÐ Í VERÐMÆTASKÖPUN, MENNTUN, VELFERÐ OG "SÖNNUM" LÍFSGÆÐUM". Einnig er markmiðið að "stuðla að sterku samfélagi og vænlegum lífsgæðum til framtíðar" (ég nánast táraðist við að lesa þessi glæstu markmið). Þetta er ekki há fjárhæð þegar það er haft í huga að þessar 10 milljónir eru íslenskrar krónur. Fyrir þá fjárhæð má líklega kaupa eins og tvo nýja fólksbíla eins og gengið er á krónunni í dag.

Ein bestu lífsgæði í siðuðu þjóðfélagi er að hafa öfluga löggæslu til verndar fyrir borgarana. Nú liggur fyrir mikill niðurskurður á fjárframlögum hins opinbera til lögreglunnar. Er ekki eðlilegra að hætta við þennan niðurskurð hjá lögreglunni og sýna borgurum þessa lands fram á að ríkisstjórnni sé annt um okkar raunverulegu "lífsgæði". Nei í staðinn á að bjóða okkur upp á 20/20 nefnd sem hefur til umráða allt of fáar milljónir af íslenskri mynt til að flikka upp á vonlausa ímynd og stöðu landsins nú um stundir.

Núna er því miður tími varnarbaráttu hjá íslenskri þjóð. Þjóðin hefur nóg með að greiða vexti af ICESAVE klúðri núverandi/fyrrverandi stjórnvalda næstu 7 árin. Tími fyrir sóknina er ekki kominn ennþá - hvað þá fyrir 10 milljónir íslenskra króna. Að segja annað ber vott um alvarlega afneitun.


mbl.is Ísland skipi sér á ný í fremstu röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband