Owen er ekki lengur minn ven.

Takk fyrir Robbie Fowler að tala hreint úr um að það sem Michael Owen gerði hefðir þú aldrei gert. Það er sumt sem maður bara hreinlega gerir ekki sama hversu miklir peningar eru í boði. Michael Owen sem eitt sinn var dýrkaður og dáður á Anfield og sérstaklega á The Kop hefur sýnt sitt rétta andlit. Fall hans er hátt í Liverpool. Hann hefur selt sálu sína (Rauða) Djöflinum.

Megi hann skora innan við eitt mark á næsta tímabili!


mbl.is Ferguson: Owen á að skora 15 mörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Jakob Agnarsson

Verður gaman að sjá hvað hann setur mörg á Liverpool og hverjar verða mótökurnar á Anfeld þegar hann mætir þar í búningi djöflana.

kv Kristján Arsenal maður.............skál

Kristján Jakob Agnarsson, 25.7.2009 kl. 15:07

2 Smámynd: Dagur Björnsson

Liverpool áttu að kaupa hann þegar þeir fengu tækifæri til þess. Held að Benni gamli sé ekki alveg staddur á réttum stað í transferum

Dagur Björnsson, 25.7.2009 kl. 16:53

3 identicon

Owen er flottur ern er hann ekki orðin gamall í þessum bransa. Þarf ekki nýtt og ferskt blóð í boltann. Annars er ég ekkert inn í boltanum enska.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 17:16

4 identicon

Sama hversu miklir peningar eru í boði!!!

Veit nú ekki betur en að hann hafi tekið á sig verulega launalækkun til þess eitt að fá að spila.

Menn með metnað spila þar sem þeir fá tækifæri. Newcastle í 1. deild, Wilves eða Hull getur ekki talist vænlegir kostir til að komast í landslið Englandinga.

Owen á eftir að fá fullt af færum hjá United, annað en hann fékk hjá Newcastle og skorari eins og hann mun nýta þau.

Liverpool eru strax farnir að sýna það að þeim sárlega vantar mann eins og Owen. En Rafa er þrjóskur (Þrjóskari en Wenger er ég farinn að halda) og hann ætlar inn í enn eitt tímabilið með einn skorara af miðjunni og einn sókanrmann.

Hilmar (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 18:01

5 identicon

Owen er 29 ára...

Krummi (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 20:09

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Og enn á uppleið.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.7.2009 kl. 22:59

7 identicon

Það var ekki allt heiðarlegt við brottför Owen til Real og þegar hann kom með skottið á milli fóta sér til Englands aftur þá valdi hann peningana í stað gamla klúbbsins. Rafa hefur gefið það út að ástæðan fyrir því að hann kom ekki til greina nú í sumar er að hann hefði verið að megninu til á bekknum á eftir Gerrard og Torres, og þar eð Owen vildi spila sig inn í landsliðið aftur þá hefði þetta aldrei gengið upp.

En ég, eins og fleiri púllurum hlakkar til að sjá hann á Anfield... og hvaða móttökur hann fær þegar hann vogar sér nálægt vítateignum hans Jamie Carragher.

runargeir (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 00:12

8 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Takk fyrir skemmtilegar umræður kæru fótboltafíklar.

Guðmundur St Ragnarsson, 26.7.2009 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband