Gilltette - the best a man can get
15.8.2009 | 13:44
Ég var í afar erfiðri aðstöðu núna um daginn.
Ég hef notað Gilletta raksköfu og - blöð í nokkuð ríflega tuttugu ár (sem út af fyrir sig er nægjanlegt til að fá krónískt kvíðakast yfir) enda ekki verið mikið úrval á sambærilegri vöru miðað við verð og gæði. Að þessu leyti nær jafnrétti ekki til okkar karlmanna en hvað um það. Svo ákvað ég að brjótast út úr meðalmennskunni.
Ég ákvað að nota tækifærið og stíga inn í óttann og fjárfesta (það er orð sem notað er þegar fjármunir manns eru notaðir í gríðarlega óhóflega dýra vöru) í einu samkeppisvöru Gilltette a.m.k. hér á landi, þ.e. WILKINSON sköfu og rakblöðum. Allnokkru fátækari en glaður í bragði hélt ég heim á leið eftir stutta heimsókn í Lyfju Lágmúla. Um leið og kalt WILKINSON rakblaðastálið snart hörund mitt nokkru síðar og skar af hárbroddana vissi ég að ég hafði brotið á bak aftur áralanga einhliða neysluhyggju einstaklings. Ég hafði unnið sigur á innrætingu auglýsinga Gillette og gefið skít í að það væri endilega það besta sem "maður" gæti fengið.
Ég er samt feginn að vera ekki kona og þurfa að velja og hafna úr þúsundum vara á snyrtivörumarkaðnum. Ég er ánægður og ég nota WILKINSON í andlitið á mér daglega. Skítt með það þótt þetta sé bresk vara...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
En að láta skeggið bara vaxa?
Björn I (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 14:26
Það er spurning Björn. Og láta bara alla neysluhyggu lönd og leið?
Guðmundur St Ragnarsson, 15.8.2009 kl. 15:05
Bara nota rafmagns græjurnar. Rakvélablöð eru hvort eð er svo rosalega dýr eins og allt annað á þessu landi. Þannig að það er bara best að nota rafmagnið. Næga orku eigum við allavega.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 16:25
Ég nota forláta Gillette sköfu með 4. blöðum og svo víbrar hún þegar að ég raka mig. Þvílíkt undrartæki! Það besta er að blöðin virðast duga von úr viti.
kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 08:38
Mörg eru vandamál okkar mannanna. Og misjöfn. Gakktu ávallt nýrakaður til leiks. Stelpunum finnst það fínna. Er það ekki málið?
Björn Birgisson, 16.8.2009 kl. 20:28
þú ættir að prufa þetta!!!
http://www.youtube.com/watch?v=DHI-5Ruh-LE&feature=related
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.