Einhver tilkynni Samkeppniseftirlitinu brotið
5.12.2009 | 23:53
Það er gróf brot á samkeppnislögum að ríkisstarfsmenn eins og jólasveinarnir skulu mismuna fyrirtækjum í einkageiranum. Ég hef ekkert á móti Jarðböðunum í Mývatnssveit en af hverju styrkja jólasveinarnir eingöngu Jarðböðin fyrir norðan en láta ekki sjá sig í Bláa lóninu sem er með sambærilegan rekstur. Mér er alveg sama þótt jólasveinarnir hafi verið að skemmta sér í Dimmuborgum það er engin afsökun- þetta er alvarlegt brot á samkeppnislögum og þeir verða að sinna fólki fyrir sunnan líka.
Svo fara þeir bara á prjónabrókunum út í jarðböðin. Er þetta leyfilegt með tilliti til krafna um eðlilegt hreinlæti sem við gerum á baðstöðum. Ekki má almenningur fara í prjónabrókum eða brókum yfirleitt ofan í böðin?
Ég skora á jólasveinana, sem flestir vita að búa í Esjunni, að gera bragarbót á og heimsækja Bláa lónið hið snarasta.
Jólasveinar fóru í Jarðböðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:56 | Facebook
Athugasemdir
Það er bara ekki víst að búið sé að segja þessum fjallabúum nægilega vel til um okkar nútímavædda samfélag. Þetta með prjónabrækurnar er örugglega vegna þess að greyjunum hefur verið innrætt að skýla ávalt nekt sinni og ekki búið að finna upp sundskýlur hjá Grýlu.
Styð eindregið ákorun til Esjusveina að baða sig hið fyrsta
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.12.2009 kl. 00:02
Þetta getur verið skýringin Fríða. Grýla er náttúrulega ekkert sérstaklega nýjungagjörn.
Guðmundur St Ragnarsson, 6.12.2009 kl. 00:07
Steingrímur og Árni Páll stóðu sig bara vel í Jarðböðunum, en hvaða hlutverk var Jóhanna með?
Sigurður Þorsteinsson, 6.12.2009 kl. 00:57
Muggi, eftir kreppuna hafa venjulegir jólamenn ekki efni á því að borga 2000 kall fyrir zund & zturtu zunnlendiz. Koma því norður í fábreytileikann...
Steingrímur Helgason, 6.12.2009 kl. 01:07
Snilld Muggi minn. Þetta er bara æðisleg frásögn hjá þér. Takk fyrir hana.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 10:58
He he líklega rétt hjá þér Steingrímur.
Takk Valli minn.
Guðmundur St Ragnarsson, 6.12.2009 kl. 16:07
Þeir fara bara næst í Bláa lónið og þá verða Grýla, Leppalúði og jafnvel Leiðindaskjóða með í för.
Flower, 7.12.2009 kl. 16:53
Ég tek nú undir að það er nú ekki fyrir hvaða jólasvein sem er að kaupa síg í bláa lónið, og það með jólasveinakrónum ;)
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 09:13
LOL mikið rétt Ólafur minn í Hvarfi. Ekki nema þú sért jólasveinn sem borgar í evrum eða dollurum :)
Guðmundur St Ragnarsson, 9.12.2009 kl. 19:21
"Svo fara þeir bara á prjónabrókunum út í jarðböðin." Hvenær voru þær þvegnar?
Guð veri með þér grínisti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.12.2009 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.