Óheppilegt nafn fyrir íþróttamann
9.12.2009 | 23:29
Ég hélt fyrst að sú frétt að bakvörðurinn Tom Cruise fengi tækifæri með hinu "sæmilega" Arsenal liði væri lélegur brandari. Sú er ekki raunin. Hann er aðeins 18 ára þessu ólánsami piltur sem heitir í höfuðið á nafna sínum í Hollywood. Þeir munu ekki vera skyldir. Annað hvort eru foreldrarnir með Tom Cruse (leikarann) á heilanum eða þau voru vandræðalega illa upplýst um kvikmyndiðnaðinn í Hollywood á níunda áratugnum. Tom Cruise var orðinn nokkuð þekktur leikari fyrir 26 árum og mjög þekktur eftir myndina Top Gun (1986) sem er raunhæf lýsing á starfi orustuflugmanna í bandaríska flughernum.
Hvernig haldið þið annars að það myndi ganga fyrir ungan og efnilega leikara, Muhammed Ali að nafni, að koma sér á framfæri í kvikmyndaiðnaðinum í Hollywood?
Þetta nafn piltsins mun klárlega koma í veg fyrir að hann eigi einhvern feril sem atvinnumaður því hver getur tekið Tom Cruise alvarlega á knattspyrnuvelli? Ekki nema hann sé góður að fiska aukaspyrnur og taka dýfur eins og góður leikari kannski. Hans eiga von er því að skipta um nafn (má ég leggja til Thomas Kraus).
Tom Cruise er í byrjunarliðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:34 | Facebook
Athugasemdir
Sæll og blessaður
Kannski gerist hið gagnstæða að nafnið hjálpar.
Vona að engum foreldrum detti í hug að láta barnið sitt heita Muhammed Ali.
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.12.2009 kl. 00:10
Góð færsla hjá þér Muggi minn. Alltaf gott að lesa bloggið þitt. En já fótbolti getur verið skemmtilegur en ég held bara með einhverju liði í Suður - Þingeyjarsýslu. Það fer best á því. En svo auðvitað Manchester United. Það eru mínir menn. Eigðu gott kvöld og góða helgi Muggi minn.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.