Réttlætinu fullnægt

Það er mikið gleðiefni fyrir Íslendinga að Carrie Perjean, ungfrú Kalifornía fær að halda titlinum. Ljósmyndir höfðu birtst af henni "léttklæddri" og þær myndir birtar á netinu. Það auk skoðana hennar á hjónaböndum samkynhneigðra olli titringi um allan heim. Átökin á Sri Lanka hafa meira að segja fallið í skuggann.

Hin fallega snót hlýtur þó að teljast mjög siðsöm á þessum myndum m.v. myndbönd, einkum úr rappheiminum sem sýnt eru á MTV og fleiri stöðvum allan sólarhringinn.


mbl.is Ungfrú Kalifornía fær að halda kórónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Best fannst mér að hún ætlaði sko að standa við orð sín og það skipti meira máli en frægð og frami. Mikið í hana spunnið. Megi Guð almáttugur leiða hana sinn rétta veg.

Við átum heldur betur fegurðardrottningu á sviði í Moskvu í kvöld. Þú hlýtur að vera sammála mér að við íslensku konurnar erum glæsilegar.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.5.2009 kl. 22:47

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég tel að fegurðardrottning eigi ekki að notfæra sér frægð sína til að skapa hatur gegn samkynhneigðum með því að lýsa frati á hjónabönd þeirra. Mér þykir eðlilegt að sú krafa sé gerð til hennar að hún stuðli að mannréttindum allra aðdáenda sinna og sé hún ekki hæf til þess þá þykir mér full ástæða til að svipta hana titlinum.

Hilmar Gunnlaugsson, 13.5.2009 kl. 02:23

3 identicon

Varðandi frú Californíu.

Að skoðanir hennar hafi valdið titringi út um allan heim.

Málið ætti eiginlega að snúast við.

Það ætti að valda miklum titringi hjá hinum Kristna heimi ef kynvillan nær einhverskonar fótfestu á meðal vor og litið verður á hana sem sjálfsagðan hlut.

Þá er þetta orðið eins í Sódómu; sem guð eyddi síðan eins og hverju öðru illkynja æxli.

Munum að hinu illa nægir til sigurs að hinir góðu hafist ekkert að!

Áfram Krists-menn kross-menn!

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 09:55

4 identicon

Flott kjella. Mjög flott. Hún er vel að titlinum kominn. Hafðu það sem best vinur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 18:07

5 Smámynd: Flower

Ágætt að þessar dömur komi fram og sýni sig sem hugsandi manneskjur sem eru ekki hræddar við að sýna að þær hafi sterkar skoðanir. Þær eru nefnilega ekki allar heimskar þó að það sé dálítið sú mynd sem fólk vill sjá af þeim. Samanber áhugamál líkamsrækt og lestur góðra bóka.

Flower, 14.5.2009 kl. 14:08

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll aftur

Myndin af Hofsósi er flott en búin að vera lengi meiðað við myndirnar sem þú varst með fyrst sem ég heillaðist af.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.5.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband