Óhreinsað klósett gulli betra
22.8.2010 | 14:31
Mér finnst óviðunandi að salerni hins fræga bandaríska rithöfunar JF Salinger, skuli ekki vera hreinsað löngu eftir að rithöfundurinn hætti að nota það. Ástæðan mun vera að rithöfundirinn "upphugsaði" sögur sínar þar (að sögn) á meðan hann "telfdi við páfann".
Mér finnst frjálshyggjan komin út í öfgar ef hægt er að selja fylgihluti "kúks" úr látnum fyrirmönnum fyrir stórfé.
Ég vona að íslenska ríkið sjái sóma sinn í að vernda salernið á Gljúrasteini þótt illa ári í efnahagslífi landsmanna nú um stundir - enda samdi Skáldið öll sín verk við skrifboðið þar á bæ eða á rölti í nágrenninu.
Björk á líka klósett. Er það menningarverðmæti?
Salerni Salingers til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tapað fundið: ASÍ er týnt. Rífleg fundarlaun í boði
6.7.2010 | 17:19
Hafi Þór Saari, Lilja Mósesdóttir og Hagsmunasamtök heimilanna þökk fyrir þeirra baráttu sem aðrir eiga að vera í. Þau berjast baráttu hins réttláta gegn aðilum sem áttu að verja heimili og fyrirtæki landsins gegn fjármálastofnunum. Á meðan horfir hin vinstri "velferðarstjórn" í gaupnir sér og aðrir sem eiga að verja hag heimilanna horfa upp í loftið eða eru týndir. Hvernig má þetta vera?
Þessir aðilar, FME og Seðlabankinn höfðu og hafa það hlutverk að hafa eftirlit með fjármálastofnunum landsins m.a. verja hag almennings og fyrirtækja og landsins í heild. Hingað til hefur það mistekist hraplega. Í hátt í áratug hafa FME og Seðlabankinn sofið Þyrnirósarsvefni og verið gjörsamlega meðvitundarlaus sem "lögregla" almennings og fyrirtækja gagnvart fjármálastofnunum með þeim afleiðingum sem allir þekkja. Eftir hin frægu "tilmæli" frá 30. júní sl. er Seðalbankinn og FME orðin að hagsmunagæsluaðila fyrir fjármálastofnanirnar. Með öðrum orðum hafa Seðlabankinn og FME tekið sér stöðu með bankastofnunum gegn almenningi.
Og hvar er ASÍ og verkalýðsforystan á meðan á þessu stendur? Ég þakka Guði fyrir að Hagsmunasamtök heimilanna hafa tekið að sér að standa vörð fyrir almenning gagnvart FME og Seðlabankanum auk bankastofnana. Ekki gerir ASÍ það.
ASÍ er líklega í sumarfríi.
Borgi ekki umfram greiðsluáætlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Frábær amerískur körfubolti (misgóðir íslenskir lýsendur).
11.6.2010 | 11:24
Þessi úrslitarimma Celtics og Lakers stendur undir væntingum. Frábær körfubolti, spenna, dramatík, villuvandræði o.fl. Stöð 2 á þakkir skildar fyrir að gera NBA svona góð skil. Boston kemur væntanlega til með að vinna rimmuna í sjö leikja seríu - það er von vor og trú.
Á stundum mætti þó annar þulurinn draga úr frasakenndum lýsingum sínum á mönnum og málefnum og hafa uppi einfaldari, faglegri og lágstemmdari skýringar á leiknum. Helst að reyna stundum að vera minna fyndinn líka. Hástemmd síendurtekin orð, brandarar og setningar eru óþörf þegar leikurinn - sem er svo frábær - lýsir sér mest sjálfur og missir algjörlega marks þegar þetta er síendurtekið leikinn á enda. Ég hefði helst kosið að láta ameríska íþróttafréttamenn lýsa leiknum en það er víst ólöglegt (kannski ástæðan sé að enginn NBA áhugamaður skilur ensku).
Íþróttaþulurinn á ekki að reyna að yfirgnæfa leikinn. Það er auðvitað ekki hægt en þreytandi að hlusta á það. Brandarar og fyndnir frasar geta átt við og verið hluti af leiknum en bara alls ekki ekki í tvær klukkustundir takk fyrir.
Það þarf ekki að segja körfuboltaáhugamönnum fimm sinnum í einum og sama leiknum að Kobe sé frábær íþróttamaður eða PP sé með frábæra skottækni og hitt og þetta skotið sé "lygilegt", "ótrúlegt". Það þarf heldur ekki að segja okkur í hverjum einasta leik að K Perkins sé brúnaþungur og enginn vilji hitta hann í skuggasundi um kvöld. Þeir sem vaka fram á morgun við að horfa á NBA vita allt þetta. Góður lýsandi glæðir leikinn lífi og kemur með faglegt álit á leiknum (hann má vera fyndinn inn á milli). Ég veit samt að Svali getur þetta alveg.
Boston jafnaði metin gegn Lakers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kynjabundnir yfirburðir
9.6.2010 | 19:31
Það var karlmaður sem sló heimsmet í að lita varir yfir 300 kvenna á einni klukkustund eða yfir 5 varir á mínútu. Þetta hlýtur að vera alvarlegt umhugsunarefni fyrir allar konur. Mér finnst að það eigi að setja kynjakvóta á Rick DiCecca.
Afgreiddi 303 konur á klukkustund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Innantóm loforð íslenskra stjórnmálamanna
13.5.2010 | 13:32
Heilbrigðisráðherra mun hafa lofað Blönduósingum að skoða sérstaklega mál Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi. Stofnunin þarf, af einhverjum óskiljanlegum orsökum að sæta meiri niðurskurði heldur en flestar aðrar heilbrigðisstofnanir. Niðurskurðurinn er þó gríðarlegur víða annars staðar en sýnu meiri hjá Húnvetningum. Það er e.t.v. vegna þess að heilbrigðisráðuneytið telur Húnvetninga heilsuhraustari en gengur og gerist eða að heilsa þeirra, líf og limir, er talin minni virði en annarra Íslendinga. Annað hvort er það.
Heilbrigðisráðherra hefur uppi innantóm loforð um að málið verði skoðað. Það virðist ekki hafa verið gert. Eða kannski ráðherrann hafi einfaldlega gleymt þessum mótmælendum fyrir norðan sem hún talaði til? Það er reyndar ekkert nýtt að íslenskir stjórnmálamenn standi ekki við það sem þeir segja eða "gleymi" loforðum sínum og auðvitað alls ekki ef um er að ræða tiltölulega fá "atkvæði" eins og í Húnaþingi. Það vekur alltaf mun meiri athygli ef stjórnmálamenn standa við orð sín.
Það er ekki hægt að una við það að lítil heilbrigðisstofnun úti á landi þurfi að sæta blóðugri niðurskurði en aðrar sambærilegar stofnanir. Mismunun skal leiðrétta. Þess vegna standa nokkrir dugmiklir mótmælendur á Blönduósi upp enda er þeim misboðið. Ráðherrann hefur gefið sig út fyrir að ranglæti skuli leiðrétta. Hún og ráðuneyti hennar hefur gott tækifæri að sýna það í verki og leiðrétta þessa fáránlegu og ósanngjörnu mismunun sem Húnvetningar þurfa að búa við í heilbrigðismálum.
Minna Álfheiði á heilsugæsluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ber að segja af sér? Ber ekki að segja af sér?
27.4.2010 | 23:41
Guðrún Valdimarsdóttir segir sig af lista Framsóknarflokksins í Reykjavík vegna - að því er virðist - tengsla eiginmanns hennar við fasteignafyrirtæki í Reykjavík.
Ég ætla ekki að taka afstöðu til hvort þessi ákvörðun Guðrúnar sem - virðist tekin undir þrýstingi frá oddvitanum Einari Skúlasyni - sé rétt eður ei. Ég þekki ekki til þessa máls nægilega vel. Hitt er annað mál að þessi endalausi ágreiningur milli forystumanna flokksins, með eða án hnífasetta, með eða án meintra flokkseigenda, er ekki til þess fallin að laða að fylgi sem flokknum vantar sárlega. Það bregst ekki fyrir sérhverjar kosningar að flokkurinn sé í sárum vegna innanflokksátaka. Það er á stundum skelfilega langt í samvinnufélagshugjónina sem flokkurinn kennir sig við og er falleg og góð. Hvað veldur?
Hvað sem segja má um mál Guðrúnar og Miðbæjareigna finnst mér eftirfarandi eðlilegra: Þeir þingmenn sem þáðu milljónir frá fyrirtækjum, þ.m.t. bönkum og fyrirtækjum "útrásarvíkinga" og sitja enn á þingi, menn (karlar og konur) sem sátu (í orðsins fyllstu merkingu) sofandi á verðinum og pökkuðu niður siðferði sínu og gagnrýnni hugsun ÆTTU AÐ SEGJA AF SÉR Á UNDAN GUÐRÚNU.
Segir sig af lista Framsóknarflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Kærleikurinn að verki
26.4.2010 | 09:41
Það boðar varla gott fyrir söfnuðinn á Selfossi, sem er sjálfsagt kominn með nóg af hinu andlega yfirvaldi, að prestar staðarins þurfi þriðja aðila, staðsettan í Hjaltadal, til að skera úr um "eitt atriði" sem varðar "samstarfssamning". Var ekki líka verið að rífast yfir skrifstofuherbergi eða kannski það sé deiluefnið?
Þetta lýsir náttúrulega þroska og kristilegum kærleika í verki. Hér er um að ræða kristna meðbræður sem eru góð fyrirmynd fyrir fermingarbörnin og aðra sauði safnaðarins. Kærleiksboðorðið; elskið náungann eins og sjálfan yður (en alls ekki samstarfsmanninn þinn ef hann er prestur á Selfossi) hlýtur að vera prédikun næsta sunnudags hjá báðum þessum faríseum.
Vígslubiskup yfirfer samninga Selfosspresta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég krefst rannsóknar
24.4.2010 | 14:56
Ég elska þá alla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til fyrirmyndar.
24.4.2010 | 14:41
Framsóknarflokkurinn hefur gert hreint fyrir sínum dyrum og beðið þjóðina afsökunar. Það er þakkarvert og til fyrirmyndar. Nú getur uppbyggingarstarf hafist í flokknum og hægt er að horfa til framtíðar.
Ætla forystumenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins að gera slíkt hið sama?
Framsóknarflokkur biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kebblavík eru bestir
13.4.2010 | 23:12
Það benti ekki margt til þess í upphafi tímabilsins að Keflvíkingar færu alla leið í úrslitin. Þeir eru að koma sterkir inn og toppa á réttum tíma.
Það verður brjálaður 5. úrslitaleikur á morgun í Frostaskjólinu. Mínir menn í K.R. taka Snæfellingana loksins á heimavelli þannig að Keflavík og K.R. verða í úrslitum. Þá byrja K.R. ingar að toppa...
Keflavík er komin í úrslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)