Orðið "afsakið" er ekki til í orðabók Íslendinga

Jú reyndar en afsakið er orðið sem stjórnmálaskóli Sjálfstæðismanna kenndi að mætti aldrei viðhafa opinberlega. Frændur mínir Framsóknarmenn eiga einig afar erfitt með að fá orðið fram á varir sínar líka. Helst er að skilja á forystmönnum sjálfstæðisflokksins að ekki sé ástæða til að biðja þjóðina afsökunar opinberlega nema sekt verði sönnuð í einhverjum skýrslum, helst að opinber ákæra verður gefin út. Engu skiptir að mínu mati þótt einstaka frambjóðandi í prófkjörum reyni þessa dagana að tísta fram afsökunarbeiðni í litlum hópum svo lítið beri á.

Jóhanna Sigurðardóttir er þó á réttri leið og búið að biðja Breiðarvíkurdrengi afsökunar, réttlega. Hefur formaður Breiðavíkursamatakanna hrósað henni fyrir vikið. Betur má ef duga skal Jóhanna. Þinn flokkur þarf að biðja þjóðina afsökunar á sínum 18 mánaða þætti í efnahagshruninu. Ef þú stígur fram fyrir skjöldu yrðu þú maður (konur eru líka menn) að meiri.

Vor íslenska þjóð vill sjá auðmýkt og einlægni frá stjórnmálamönnum. Plís ekki fleir frasa eins og að standa vörð um heimilin í landinu eða eitthvað því um líkt. Segið bara afsakið og meinið það!

Kveðja,
Muggi.


mbl.is Cameron baðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danskt kynlífssafn gjaldþrota

Illt er í efni. Danskurinn að missa náttúruna. Öðruvísi mér áður brá!

Hér er tækifæri fyrir frændur mína á Blönduósi. Þar er frábært heimilisiðnaðarsafn og s.k. Hafíssetur. Það er tilvalið að bæta kynlífssafni í þá fjölbreytta flóru safna sem þegar er fyrir á Blönduósi. Fyrir heimamenn gæti þetta orðið til þess að fjölgun fæðinga myndi styrkja Heilsugæslu og sjúkrahús staðarins - svona í ljósi nýlegra tillagna um sameiningu heilsugæslu á Norðurlandi. Fyrir ferðamanninn væri skemmtileg tilbreyting að líta á alls kyns kynlífsleikföng, myndir og fleiri holdsins lystisemdir áður en brunað yrði áfram um þjóðveginn á ólöglegum hraða með tilheyrandi sektum Blönduóslöggunnar.

Bæjarstjórn Blönduóss. Þið getið ekki tapað á þessu. Kaupið þrotabúið strax.

Kveðja,
Muggi.

P.S. Að gefnu tilefni er þessi pistill alls ekki skrifaður í eigingjörnum tilgangi til þess að fá þetta ágæta safn á mínar gömlu góðu heimaslóðir. Bara alls ekki!!!


mbl.is Danskt kynlífssafn gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eva Joly og sérstakur saksóknari efnahagshrunsins

Er það ekki ótrúlegt, góðir Íslendingar, að þáttastjórnandi í sjónvarpi (Egill Helgason) hafi haft frumkvæði að því að fá Evu Joly til landsins. Afdráttarlaus hreinskilni hennar og þekking varð svo líklega til þess að ríkisstjórnin réð hana sem ráðgafa. Þetta frumkvæði Egils ber að þakka. Ég fylgist alltaf með þáttunum hans og þar hefur átt sér stað mikilvæg umræða sem ella hefði líklega ekki átt sér stað. Takk fyrir þetta Egill!

Eva Joly sagði það hreinan barnaskap að eingöngu séu 4 starfsmenn hjá embætti sérstaks saksóknara efnahagshrunsins. Þeir þyrftu AÐ LÁGMARKI að vera 20. Um þessar mundir er þó verið að fjölga um einn. Ég endurtek EINN!

Hvernig má það vera að það þurfi alltaf útlendinga til að hafa vit fyrir ráðamönnum þjóðarinnar. Af hverju þarf útlendan embættismann sem talar hreint og beint út svo ráðamenn hlusti og framkvæmi? Máttu þeir ekki vita þetta sem frú Joly sagði? Embætti sérstaks saksóknara er líklega mikilvægasta embætti landsins í dag. Það að vel takist til hjá því embætti kann að skipta miklu um heill þjóðarinnar og að réttu mennirnir verði dregnir til ábyrgðar og að sátt náist í samfélaginu.

Þessi vinnubrögð sanna svo ekki verður um villst að þeir höfðu rétt fyrir sér frá upphafi sem vildu fá óháða erlenda aðila strax til rannsóknar á efnahagshruninu. GLÖGGT ER GESTS AUGAÐ.

Kveðja,
Muggi.


Vélmenni í stað þingmanna?

Á forsíðu Fréttablaðsins er frétt um að japanskir vísindamenn hafi búið til vélmenni sem hjálpað getur til við kennslu í barnaskólum. Þeir eru snillingar Japanir! Mér fyndist það fyrirhafnarinnar virði að íslenskir ráðamenn settu sig í samband við þessa sömu vísindamenn og bæðu þá um að hanna og þróa vélmenni sem gætu komið í stað íslenskra þingmanna á Alþingi. Vélmennin gætu verið forrituð þannig að þau gætu auðveldlega stundað málþóf þegar það hentar og lagt fram gagnslaus lagafrumvörp á meðan íslenda þjóðin brennur, alveg eins og fyrirrennarar vélmennanna, þ.e. íslenskir alþingismenn í dag. Í stað alþingismanna værum við með alþingisvélmenni.

Þetta gæti sparað gríðarlegan kostnað sem kemur úr vösum okkar skattgreiðenda. Árangurinn gæti ekki verið verri en hann er í dag.

Kveðja,
Muggi.


Ármann í lopapeysu

Ég sá auglýsingu á mbl.is frá Ármanni Kr. Ólafssyni, alþingismanni og nú frambjóðanda sjálfstæðisflokksins í prófkjöri þeirra í Suðvesturkjördæmi.

 Veistu, ég get ekki að því gert en mér finnst eins og fatnaður Ármanns; íslensk lopapeysa í sauðalitum, yfir skyrtu og bindi, eitthvað gervilega raunaleg, allt að því átakanleg. Ég þori næstum því að veðja að Ármann hefur ekki klætt sig í lopapeysu í áratugi, ef ekki lengur. Á myndinni lýsir andlit hans af einhverju óöryggi og angist sem líkleg er vegna kláðans undan lopanum. Ármann er búinn að búa of lengi í Kópavogi og vera þar í sveitarstjórnarmálum með tilheyrandi ,,steypuvæðingu" til að lopapeysan klæði hann. Er þessi áhugi á þingmannsins að klæða sig í íslensku sauðkindina umfram Armani jakkafötin tilkomin vegna þess að ,,Nýja Íslands" gerir kröfu um að allt skuli vera nýtt og á stundum fáránlegt eins og t.d. tíðindi undanfarna mánuði sem ekki voru fyrirséð fyrir nokkrum mánuðum: 1) Allir viðskiptabankarnir eru kominir undir ríkiseigu; 2) Fyrrverandi flugfreyja er orðin forsætisráðherra; 3) Fljótsdalshérað er í úrslitum í Útsvari; 4) Geiri í Goldfingur vinnur meiðyrðamál; 5) Sjálfstæðisframbjóðandi í Kópavogi klæðir sig í lopapeysu til að ná kjöri til Alþingis.

Ármann! Ég legg til að þú rekir stílista þinn.

Kveðja,Muggi.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband