Áfram Hvöt! Góð byrjun.
17.3.2009 | 12:26
Hvatarmenn hófu keppni í Lengjubikarkeppni KSÍ í knattspyrnu karla um helgina er þeir léku við lið Reynis frá Sandgerði. Leikið var í Kórnum en leikurinn fór fram í gær. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en í þeim síðari komust Hvatarmenn yfir á 48. mínútu, er nýr leikmaður Hvatar Hjörvar Hermannsson skoraði. Hjörvar var aftur á ferðinni á 56. mínútu og það var síðan Aron Bjarnason sem skoraði síðasta Hvatar og síðasta markið í leiknum á þeirri 66. mínútu. Fleira markvert gerist ekki í leiknum.
Fyrst Liverpool og svo núna Hvöt. Ég held vart vatni yfir þessum árangri.
Kveðja,
Muggi.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sir Alex Ferguson er í fýlu (sem er skiljanlegt)
16.3.2009 | 23:52
Alveg er hann ótrúlegur hinn skapstóri og aðlaði Skoti. Ef hlutirnir eru ekki eftir hans höfði þá neitar hann viðtölum og ég veit ekki hvað. Hann er sjálfur með fulltrúa í enska knattspyrnusambandinu sem hefur oftar en ekki haft jákvæð áhrif fyrir hans lið á niðurröðun leikja o.fl. Spyrjið bara Benítes en þetta sagði hann og ég trúi honum.
Sir Alex verður náttúrulega bara að sætta sig að hans lið var flengt illilega á heimavelli. En nei. Mitt lið var betra segir hann og stingur höfðinu í sandinn!
Liverpool kveðja,
Muggi.
![]() |
Ferguson sniðgengur Sky |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kleópatra (með fallega nefið) er ekki afrísk!
16.3.2009 | 22:29
Ég tek ekkert mark á þessari fornleifarannsókn. Það kemur hvergi fram í bókinni Ástríkur og Kleópatra eftir Coscinny og Uderzo að hún hafi verið af afrískum uppruna. Þvert á móti sýnist hún vera ekta forn-Egypti (eða Egifti eins og Illugi Jökulsson myndi segja). Hún er með slétt svart hár og afar fallegt nef, svo fallegt að Seiðríkur Seiðkarl heillast upp úr skónum og má vart mæla af hrifingu í hennar garð. Í bókinni eru nokkrir afrískrir þrælar. Þeir líta bara allt öðruvísi út og líkjast henni ekki á nokkurn hátt. Þeir bera sig vel og allt svoleiðis. Bara líkjast henni ekki!
Af þessari bók - sem er líklega besta sögulega heimild um Kleópötru - kemur skýrlega fram heit egypsk ættjarðarást hennar. Hún fólst einkum í því að niðurlægja Júlíus Sesar, Rómarkeisara, með smíði fallegrar rómverskrar byggingar á Egypskri grundu. Svona til að sýna mátt og megin Egypa. Kleópatra minnir um magt á Hallgerði langbrók að mínu mati, skapheit og falleg. Hún er bara aðeins dekkri á hörund en Hallgerður okkar.
Ekki fleiri sögufalsanir á síðum mbl.is takk fyrir!
Kveðja,
Muggi.
![]() |
Kleópatra af afrískum uppruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hagnaðinn til mæðrastyrksnefndar
16.3.2009 | 19:08
Jibbí jei. Óþarfa gjald hjá óþarfa nefnd loksins fellt niður. Hagnaður hefur skapast hjá eftirlitsnefndinni upp á tugi milljóna. Væri ekki við hæfi í dag að hagnaðurinn rynni beint og óskipt til Mæðrastyrksnefndar? Þar væri því betur varið en á bankareikningi ríkisbanka.
Kveðja,
Muggi.
![]() |
Eftirlitsgjald með fasteignasölum fellt niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Að skreyta sig með stolnum fjöðrum?
16.3.2009 | 15:51
Góð hugmynd Tryggvi Þór en bíddu við. Var þetta ekki hugmynd Framsóknar sem flestir hagfræðingar hafa keppst við að skjóta út af borðinu? En batnandi mönnum er best að lifa en Tryggvi hlýtur að velta því fyrir sér hvort hann hafi ekki verið í prófkjöri í röngum flokki.
Kveðja,
Muggi.
![]() |
Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ok, aha!
16.3.2009 | 14:03
Ef þetta var eitthvað vafamál af hverju skipaði héraðsdómur ekki bara einhvern annan skiptastjóra, þar sem ENGINN vafi var á hæfi hvers konar? Erlendur er hæfur lögmaður en honum er enginn greiði gerður að vera skipaður skiptastjóri nema jú vegna þóknunarinnar...?
Furðulegt mál allt saman!
Kveðja,
Muggi.
![]() |
Störfuðu ekki sem lögmenn fyrir Baug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löngu tímabært að nýta kvennaskólann
16.3.2009 | 12:44
Loksins er í höfn að byggja upp háskólasetur á Blönduósi. Ber að hrósa öllum þeim sem að þessu standa. Hér er um þarft byggðamál að ræða auk þess sem stór og mikil bygging í ríkiseigu (Kvennaskólinn á Blönduósi) verður nýttur, þótt ekki sé nema að einhverju leyti.
En betur má ef duga skal. Kvennaskólinn á Blönduósi, sem fyrrum hýsti fley og fagrar meyjar í hundaðatali stendur næstum tómur börnum og hröfnum að leik. Það er verðugt verkefni fyrir bæjarstjórn Blönduóss, hugsanlega í samstarfi við hið opinbera að gera enn betur og finna verðug verkefni í "skólann" þannig að hann nýtist betur.
Fleiri glæstar skólabyggingar en Kvennaskólinn á Blönduósi standa auðar og vannýttar um allt land. Þessu þarf að breyta. Nefna má t.d. Laugabakkaskóla í Miðfirði. Reykjavíkurborg og ríkið vilja um þessar mundir nýta byggingarverkamenn í nánast eitt verkefni, þ.e. byggingu tónlistarhúss. Má ekki nota eitthvað af þessu fjármagni til viðhalds á byggingum í eigu ríkissins á landsbyggðinni einnig. Landsbyggðin á enga sök á efnahagshruninu en hrunið kemur þó jafn illa niður á flestum byggðum landsins. Því segi ég að huga þarf að byggðasjónarmiðum nú sem aldrei fyrr.
Kveðja,
Muggi.
![]() |
Kvennaskólinn verður gerður að háskólasetri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýtt Florida ævintýri
15.3.2009 | 21:57
Það skyldi þó ekki fara þannig að atkvæði 150 pólitískra "flóttamanna" hafi áhrif á niðurröðuninna. Manni kemur ósjálfrátt í hug talning eða ekki-talning í Florida, Bandaríkjunum hérna um árið þegar Goggi Bush vann Al Gore. Um margt líkt. Hummm!
Kveðja,
Muggi
![]() |
Talningin í samræmi við lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til hamingju með afmælið Íslendingar!
15.3.2009 | 15:13
Hálft ár þá þrautin er,
þegir íhald ennþá.
Það má alveg botna þetta fyrir mig. Það er með hreinum ólíkindum að á þessu hálfa ári hefur enginn stjórnmálaforingi sem hefur aðkomu að hruninu með einum eða öðrum hætti beðið þjóð sína afsökunar. Þjóðin hrópar á réttlæti en ekkert gerist. Rannsókn á efnahagshruninu gengur hægt þótt Eva Joly sé vonarljós innst í gögnunum.
Er þetta rétt að byrja? Sex mánuðir liðnir.
Kveðja,
Muggi.
![]() |
Hálft ár liðið frá því kreppan skall á |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jón Ásgeir er í áfalli. Hvað um þjóð þína Jón?
15.3.2009 | 00:54
Leiðinlegt að Jón Ásgeir þurfi að selja einkaþotu sína og 50 metra langa snekkju. Hann segist þó ennþá (aðspurður) eiga Rolls-Royce Phantom eins og segir í fréttinni.
En þetta gerðist bara allt svo hratt segir Jón og hann er í áfalli. Já það er rétt hjá þér Jón Ásgeir. Það tók ykkur lygilega fljótan tíma að setja Ísland á hausinn og sjálfsagt ertu í áfalli. Ég verð að segja þetta: Ég vorkenni þjóðinni minni mun meira en Jóni Ásgeiri en hann minnist lítið á það heldur einblínir á það hvernig eigi að gera hlutina betur næst. HJÁLP!
![]() |
Jón Ásgeir selur snekkju og flugvél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |