Stríðið verður að halda áfram!
13.6.2009 | 10:49
Það er uppgjör í nánd. Norski skógarkötturinn Atlas Bubbason lítur á sig sem óskoraðan einvald og einráð kattasamfélagsins við Ásvallagötu. Það er samt ein stór hindrun í veginum. Stóri svarti fressinn sem býr hinum megin við götuna og gerir sitt ítrasta til að koma í veg fyrir áform Atlasar. Við Atlas höfum ákveðið að þessi svarta "ógn" beri nafnið "The Evil" eða Hið Vonda.
Nokkrar orustur milli þessara stríðsherra hafa átt sér stað í garðinum hjá mér. Óhljóðin sem berast um alla Ásvallagötuna þegar Atlas og The Evil berjast er ekki hægt að lýsa með orðum. Einungis þeir sem reynt hafa að nema þessi óhljóð - og lifað af - geta með naumindum tjáð þau. Orustan felst því ekki einvörðungu í beitingu beittra tanna og klóa, alls ekki. Myndun á þessu skerandi hvæsi sem einungis kattahögnar í vígamóð geta framkvæmt er eitt beittasta vopn í kattaheiminum og þótt víðar væri leitað.
The Evil er mjög leyndardómsfullur köttur. Fyrir utan að vera risastór, svartgljándi og stæltur er hann með illkvittið starandi augnaráð. Stundum birtist hann við hlið manns án þess að maður taki eftir því. Stundum virðist hann vera allsstaðar. Ég er á því að þessi köttur sé ekki af þessum heimi. Albróðir Atlasar, þrasta fjöldamorðinginn, Pepsi P. Bubbson III, er svo hræddur við The Evil að hann hleypur strax inn til sín við það eitt að sjá hann. Yfirleitt sýnir The Evil vald sitt og yfirburði og hleypur glottandi á eftir Pepsi alveg þangað til Pespi er orðinn óhlutur inni hjá sér. Það tekur Pepsi u.þ.b. 15 mínútur að jafna sig andlega eftir svona lífsreynslu, svo hræddur er hann. Atlas Bubbason er öðruvísi. Hann er ekki hræddur við The Evil. Þegar bróðir hans kemur lafmóður inn til sín eftir að hafa flúið The Evil röltir Atlas sjálfur rólega út til að mæta óvininum. Æðruleysi Atlasar við þessar erfiðu aðstæður er aðdáunarvert. En eru það mistök að ganga til hólms við The Evil?
Atlas Bubbason vann 1. verðlaun og aðalverðlaun á sýningu hjá Kattaræktarfélagi Íslands, Kynjaköttum vorið 2005, þá kettlingur. Fyrir það fékk hann m.a. risastóran bikar. Frá þeim tíma hefur hann talið sig aðalborinn kött. Á góðvirðisdögum eftir að hafa borðað nægju sína af IAMS gæðafóðri leggur hann sig gjarna eftir matinn á stéttina fyrir framan húsið okkar og horfir stoltur yfir ríki sitt. Ég er svolítið uggandi um að þetta gríðarlega sjálfstraust (mont) Atlasar geti orðið honum að fjörtjóni.
Það er mitt mat, eftir að hafa sjálfur horft framan í ógnandi augnaráð The Evil - og ekki staðið á sama - að áform Atlasar um að stjórna einn kattasamfélaginu við Ásvallagötuna, geti verið í hættu.
Uppgjör er óhjákvæmilegt.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Merkilegur fornleifafundur í Vatnsdal
11.6.2009 | 18:03
Mér finnst merkilegast við þessa frétt að þessi fundur á sér stað af tilviljun. Ekki hefur verið mikið um fornleifarannsóknir í Húnaþingi hin síðari ár svo mér sé kunnugt um. Hverju veldur veit ek ei svo gjörla en hitt veit ég að ærið er tilefnið í þessu mikla söguhéraði.
![]() |
Bein frá 12. öld fundust í Vatnsdal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dusilmennska og drulludómur
10.6.2009 | 14:26
Ertu ekki að grínast í mér?
Svari nú herra Steingrímur og heilög Jóhanna auk annarra í ríkisstjórn fyrir þennan aumingjaskap. Ætlar þetta fólk sem stjórnar landinu okkar ALDREI, ALDREI, ALDREI að læra nokkurn skapaðan hlut.
Ef frú Joly hættir þá er þessu liði ekki við bjargandi og landinu okkar ekki heldur í leiðinni.
![]() |
Eva Joly íhugar að hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hræsni og hugleysi Steingrímur
6.6.2009 | 20:55
Hræsnin er að skipta um skoðun í 180 gráður eftir að vera kominn í ráðherragalla. Þú talar núna fyrir því sem þú talaðir HATRAMMLEGA GEGN. Svona eru allt, allt of margir íslenskir stjórnmálamenn í dag og skiptir þar engu í hvaða stjórnmálaflokki um er að ræða.
Hugleysið, Steingrímur, felst í því að láta ekki reyna á rétt Íslendinga í þessu máli heldur beygja sig og bukta til að þóknast erlendu ríki, líklega að undirlagi Samfylkingarinnar til að ná betri samningsstöðu um inngöngu í ESB.
Málið er ekki svo mikið sem rætt á Alþingi. Það hefði nú heyrst hljóð úr barka þínum Steingrímur ef þessi vinnubrögð hefðu verið viðhöfð af ríkisstjórn Geirs Haarde. Þá hefðir þú Steingrímur, verið manna æstastur í pontu og kallað eftir réttlæti og að þingið væri látið ræða eitt stærsta mál Íslendinga á síðari árum.
Þetta hefur í för með sér ánauð þjóðarinnar næstu kynslóða. Steingrímur.
Guð blessi Ísland.
![]() |
Erfitt að skrifa undir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Svona á fréttin að vera: Kona í leiktæki drepur máv!
4.6.2009 | 19:49
Mávur lét lífið í gær þegar kona í leiktæki á 100 km hraða flaug skyndilega í veg fyrir hann þegar hann var í almennu ætisleitarflugi við pylsuvagninn í Tívólíinu í Kaupmannahöfn. Atburðurinn var með þeim hætti að leikflugvélin flaug skyndilega í veg fyrir mávinn áður en hann hafði færi á að beygja frá. Mávurinn, sem var eingöngu á um 20 km hraða lét samstundis lífið. Konan slasaðist aðeins lítillega. Mikið mildi þykir að leikflugvélin hafi ekki orðið fleiri mávum að fjörtjóni í umrætt sinn. Öðrum mávum sem voru á flugi í og við Tívólíið eða voru í vinnunni við að týna pyslubrauð var veitt áfallahjálp á staðnum.
Tívólíð, sem er vinsælt forðabúr fyrir hinn almenna máv í Kaupmannahöfn, hefur hingað til verið álitið öruggt fyrir allt fuglaflug ekki síst mávaflug. Því eru þessi tíðindi áfall fyrir allt mávasamfélagið í Kaupmannahöfn
Þessi hörmulegi atburður hefur orðið til þess að stjórn félags danskra máva hefur óskað eftir viðræðum við framkvæmdastjóra Tívólísins í Kaupmannahöfn um það hvernig koma megi í veg fyrir að atburður sem þessi endurtaki sig. Stjórnin mun þó hafa óskað eftir því við Tívólíið að leikflugvélin verði þegar gerð upptæk á meðan opinber rannsókn á atburðinum fer fram af hálfu rannsóknardeildar mávalögreglunnar.
![]() |
Fékk máv í höfuðið á 100 km hraða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fyrrverandi vinaþjóðin Bretland
4.6.2009 | 10:59
Gott er að verið sé að gera heimildarmynd um bankahrunið á Íslandi og af erlendum aðila. Það verður örugglega forvitnilegt að sjá hvernig hið "glögga auga gestsins" sér hlutina hér.
Hitt er svo annað mál að viðbrögð breskra stjórnvalda s.l. haust hafa að öllum líkindum gert bankahrunið hér á landi miklum mun verra en þörf var á. Það þýðir í raun að viðbrögð bræðranna Brown og Darling í garð Íslendinga eru að valda miklum erfiðleikum fyrir íslenskan almenning. Gera lífskjörin okkar allra verri og framtíðina svartari fyrir okkur og börnin okkar.
Íslensk stjórnvöld (bæði fyrr stjórn og núverandi) höfðu ekki hugrekki til að láta í sér heyra að neinni alvöru nema að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gretti sig aðeins í einhverju sjónvarpsviðtali.
Nei, Bretar eru ekki vinir Íslendinga og ég sé ekki að það breytist á næstunni.
![]() |
Bretar hata ykkur ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
I´ll be back (sagt með austurrískum hreim)
3.6.2009 | 19:10
Ef vel tekst til með endurgerðina gæti orðið um góðan smell að ræða. Frummyndin var góð á sínum tíma en hefur elst tja, ekkert sérstaklega vel, enda mikill framtíðarthriller og tækninni hefur fleygt hratt fram á síðustu árum.
Schwarzenegger gæti leikið uppgjafa vélmenni í endurgerðinni.
![]() |
Total Recall endurgerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
"Duracell" kanínan í öðru sæti
2.6.2009 | 22:58
Mér finnst gaman að alls kyns tölfræði í íþróttum. Enginn tekur þó Kananum fram í tölfræðinni. Á stundum er að marka tölfræðina en oftar finnst mér sem hún gefi alranga mynd af raunveruleikanum - í þessu tilfelli hvað er að gerast inni á leikvellinum.
Það sem mér finnst athyglisverðast hér hjá ACTIM er að einn latasti (og jafnframt leiðinlegast knattspyrnunnar í ár), Dimitar Berbatov hjá United er í 5 sæti listans. Halló! Hvaðan kemur þetta? Einnig að Liverpool eigi EINGÖNGU 4 fulltrúa og einn besti leikmaður heims í dag, Steven Gerrard sé aðeins í 9 sæti og það AFTAN VIÐ FÉLALA hans Carragher?
Hvar er Ronaldo? Þótt ég elski gaurinn ekki beint er hann einn af þremur bestu leikmönnum heims í dag (ásamt Gerrard og Messi) og ég skil ekki af hverju hann er ekki á listanum en Lati Boring Berbatov í topp 5.
Ég er stoltur af því að Púllarar eigi eina markmanninn á listanum sem segir margt um þann frábæra markmann.
En allt í allt finnst mér þessi listi frá Actim ekki sýna raunverulega bestu leikmennina. Það vantar a.m.k. tvo aðra Púllara á listann með hinum 4 :)
![]() |
Anelka stóð sig best allra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fórnargjöf til hins mikla "guðs"
31.5.2009 | 12:49
Í morgun þegar ég vaknaði og fór á fætur sá ég að mér hafði verið færð fórnargjöf. Um er að ræða áttundu fórnargjöfina í sumar.
Ég á tvo norska skógarketti og annar þeirra Pepsi P Bubbason III færir mér reglulega fórnargjafir til að milda skap mitt. Oftast er tilgangurinn sá að "guðinn" færi honum IAMS kattafóður í stað Whiskas sem hann fyrirlítur.
Þetta væri gott og blessað nema fórnargjafirnar til "guðsins" eru afhöfðaðir Skógarþrestir eða Starrar sem komið er fyrir á blárri mottu á gólfi baðherbergisins. Sá staður virðist því vera nokkurs konar allra helgasti staður; móttökustaður fórnargjafanna. Á veturna þegar ekki næst í fugla telur Pepsi P Bubbason III að betra sé að fórna einhverju en öngvu. Þá finnur hann ánamaðka í rigningarveðrum og leggur þá stoltur á baðherbergisgólfið og bíður eftir velþóknun og blessun guðsins (og líklega betra kattafóðri). Óðum dregur nú úr fuglasöng við Ásvallagötuna og er "guðinn" orðinn örvæntingarfullur og vonar í lengstu lög að nágrannarnir komist ekki að því að hann eigi orsakavaldinn að þessari þrúgandi þögn fugla í nágrenninu.
"Guðinn" á erfitt með að líta á afhöfðaða fugla með velþókun enda dýravinur allra dýra í skóginum.
"Guðinn" vill frekar maðka í fórnargjöf heldur en fugla.
"Guðinn" ætlar að bæta við AUKA bjöllum á hálsólina á Pepsi P Bubbasyni III.
(þetta blogg var í boði IAMS kattafóðursins sem fæst í Dýralandi og öllum betri gæludýrabúðum).
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Til hamingju með duglega þjóð IMF
29.5.2009 | 16:32
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hlýtur að gleðjast við þessar fréttir. Íslendingar munu sem sagt vinna af sér skuldahalann á meðan þeir eru "tilraunarottur" hjá rannsóknarstofu AGS varðandi hversu langt er hægt að kreista heilt samfélag áður en það bugast og kerfishrun á sér stað.
![]() |
Íslendingar strita mest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |