Færsluflokkur: Dægurmál
Stríðið verður að halda áfram!
13.6.2009 | 10:49
Það er uppgjör í nánd. Norski skógarkötturinn Atlas Bubbason lítur á sig sem óskoraðan einvald og einráð kattasamfélagsins við Ásvallagötu. Það er samt ein stór hindrun í veginum. Stóri svarti fressinn sem býr hinum megin við götuna og gerir sitt ítrasta til að koma í veg fyrir áform Atlasar. Við Atlas höfum ákveðið að þessi svarta "ógn" beri nafnið "The Evil" eða Hið Vonda.
Nokkrar orustur milli þessara stríðsherra hafa átt sér stað í garðinum hjá mér. Óhljóðin sem berast um alla Ásvallagötuna þegar Atlas og The Evil berjast er ekki hægt að lýsa með orðum. Einungis þeir sem reynt hafa að nema þessi óhljóð - og lifað af - geta með naumindum tjáð þau. Orustan felst því ekki einvörðungu í beitingu beittra tanna og klóa, alls ekki. Myndun á þessu skerandi hvæsi sem einungis kattahögnar í vígamóð geta framkvæmt er eitt beittasta vopn í kattaheiminum og þótt víðar væri leitað.
The Evil er mjög leyndardómsfullur köttur. Fyrir utan að vera risastór, svartgljándi og stæltur er hann með illkvittið starandi augnaráð. Stundum birtist hann við hlið manns án þess að maður taki eftir því. Stundum virðist hann vera allsstaðar. Ég er á því að þessi köttur sé ekki af þessum heimi. Albróðir Atlasar, þrasta fjöldamorðinginn, Pepsi P. Bubbson III, er svo hræddur við The Evil að hann hleypur strax inn til sín við það eitt að sjá hann. Yfirleitt sýnir The Evil vald sitt og yfirburði og hleypur glottandi á eftir Pepsi alveg þangað til Pespi er orðinn óhlutur inni hjá sér. Það tekur Pepsi u.þ.b. 15 mínútur að jafna sig andlega eftir svona lífsreynslu, svo hræddur er hann. Atlas Bubbason er öðruvísi. Hann er ekki hræddur við The Evil. Þegar bróðir hans kemur lafmóður inn til sín eftir að hafa flúið The Evil röltir Atlas sjálfur rólega út til að mæta óvininum. Æðruleysi Atlasar við þessar erfiðu aðstæður er aðdáunarvert. En eru það mistök að ganga til hólms við The Evil?
Atlas Bubbason vann 1. verðlaun og aðalverðlaun á sýningu hjá Kattaræktarfélagi Íslands, Kynjaköttum vorið 2005, þá kettlingur. Fyrir það fékk hann m.a. risastóran bikar. Frá þeim tíma hefur hann talið sig aðalborinn kött. Á góðvirðisdögum eftir að hafa borðað nægju sína af IAMS gæðafóðri leggur hann sig gjarna eftir matinn á stéttina fyrir framan húsið okkar og horfir stoltur yfir ríki sitt. Ég er svolítið uggandi um að þetta gríðarlega sjálfstraust (mont) Atlasar geti orðið honum að fjörtjóni.
Það er mitt mat, eftir að hafa sjálfur horft framan í ógnandi augnaráð The Evil - og ekki staðið á sama - að áform Atlasar um að stjórna einn kattasamfélaginu við Ásvallagötuna, geti verið í hættu.
Uppgjör er óhjákvæmilegt.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Réttlætinu fullnægt
12.5.2009 | 22:41
Það er mikið gleðiefni fyrir Íslendinga að Carrie Perjean, ungfrú Kalifornía fær að halda titlinum. Ljósmyndir höfðu birtst af henni "léttklæddri" og þær myndir birtar á netinu. Það auk skoðana hennar á hjónaböndum samkynhneigðra olli titringi um allan heim. Átökin á Sri Lanka hafa meira að segja fallið í skuggann.
Hin fallega snót hlýtur þó að teljast mjög siðsöm á þessum myndum m.v. myndbönd, einkum úr rappheiminum sem sýnt eru á MTV og fleiri stöðvum allan sólarhringinn.
Ungfrú Kalifornía fær að halda kórónunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Chuck Norris til bjargar Íslandi
7.5.2009 | 00:05
Það er komið nóg af barlómi og bölmóð. Fáum Chuck Norris til landsins. Ef hann getur ekki bjargað landinu, þá getur það enginn. Eins og hefur marg oft komið fram þá er hann sérfræðingur í að bjarga fólki og berjast við vonda menn. Hann færi létt með að rannsaka Tortola málin og ná í Magnús Þorsteinsson frá Rússlandi. Sovétríkin liðuðust eimitt í sundur eftir að þarlendir ráðamenn höfðu horft á Delta Force mynd með Chuck Norris.
Einn léttan Norris brandara: "Ef Chuck Norris dettur í vatn verður hann ekki blautur. Vatnið verður Chuck Norris!"
Mikill er máttur Chuck Norris | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Geturðu súmað inn Einar Guðmann?
18.4.2009 | 17:16
Kristín Lea valin ungfrú Norðurland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Yndislegt
17.4.2009 | 23:56
Gott að vita að SEAL er á lífi. Það eina sem hann hefur þó gert af viti síðustu árin er að næla sér í þýska ofurskutlu, fraulein Klum und drita niður með henni yndisleg börn sem eflaust verða súpermódel með hráa popprödd. Það virðist vera fullt starf því ekki er pilturinn að syngja úr sér lungun.
Ich liebe dich, Herr Seal
Staðfestir þungun eiginkonunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Rangfærsla og ósannindi
7.4.2009 | 16:13
"Mánudagur til mæðu" segir gamla, góða íslenska máltækið. Það er alrangt sem fram kemur í þessari bresku rannsókn að þriðjudagur sé sá versti. Á þriðjudögum herðir maður sig upp, sbr. ,"þriðjudagur til þrautar". Höfnum rangfærslum í fjölmiðlum varðandi vikudaga og önnur nauðsynlegt efnahagsmál nú um stundir.
Íslendingar! Við skulum ekki trúa öllu sem fyrir okkur er lagt - allra sést ef það er ættað úr Bretalandi. Höldum okkur við mánudaginn sem versta dag vikunnar og látum ekki Breta reyna að troða þriðjudögum þar inn. Þetta tengist kannski Icesave deilunni?
Þriðjudagur erfiðastur vinnudaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ármann í lopapeysu
10.3.2009 | 00:03
Ég sá auglýsingu á mbl.is frá Ármanni Kr. Ólafssyni, alþingismanni og nú frambjóðanda sjálfstæðisflokksins í prófkjöri þeirra í Suðvesturkjördæmi.
Veistu, ég get ekki að því gert en mér finnst eins og fatnaður Ármanns; íslensk lopapeysa í sauðalitum, yfir skyrtu og bindi, eitthvað gervilega raunaleg, allt að því átakanleg. Ég þori næstum því að veðja að Ármann hefur ekki klætt sig í lopapeysu í áratugi, ef ekki lengur. Á myndinni lýsir andlit hans af einhverju óöryggi og angist sem líkleg er vegna kláðans undan lopanum. Ármann er búinn að búa of lengi í Kópavogi og vera þar í sveitarstjórnarmálum með tilheyrandi ,,steypuvæðingu" til að lopapeysan klæði hann. Er þessi áhugi á þingmannsins að klæða sig í íslensku sauðkindina umfram Armani jakkafötin tilkomin vegna þess að ,,Nýja Íslands" gerir kröfu um að allt skuli vera nýtt og á stundum fáránlegt eins og t.d. tíðindi undanfarna mánuði sem ekki voru fyrirséð fyrir nokkrum mánuðum: 1) Allir viðskiptabankarnir eru kominir undir ríkiseigu; 2) Fyrrverandi flugfreyja er orðin forsætisráðherra; 3) Fljótsdalshérað er í úrslitum í Útsvari; 4) Geiri í Goldfingur vinnur meiðyrðamál; 5) Sjálfstæðisframbjóðandi í Kópavogi klæðir sig í lopapeysu til að ná kjöri til Alþingis.
Ármann! Ég legg til að þú rekir stílista þinn.
Kveðja,Muggi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)