Færsluflokkur: Menning og listir

Hvað er að gerast Michael?

Getur ekki Rokklistasafnið í Keflavík keypt þennan búning? Það myndi auka fjölda ferðamanna í bænum, sérstaklega frá Bandaríkjunum, og þar með gjaldeyri í landinu. Búningurinn ætti að geta tvöfaldað verðgildi sitt á 2-3 árum miðað við núverandi gengi dollars, verðlagsþróun, verðbólguspár, greiðslujöfnun og að því gefnu að ekki verði vanskil á greiðslu afborgana jöklabréfanna. Ég skora á ferða- og menningarráð Reykjanesbæjar að leggja fyrir formlegt erindi um kaupin til John Palsua, almannatengils Michael Jackson. Ef vel gengur gæti árangurinn verið það jákvæður að framkvæmdir gætu hafist fyrr við álverið í Helguvík.

Bad-búningur Jackson fer líklega á slikk, allavega miðað við árið 2007. Talað er um 6,6 milljónir. Fyrir utan kreppuna á Íslandi eru þetta verstu fréttir sem ég hef heyrt lengi.


mbl.is Bad-búningur boðinn upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útskriftarsýning Listaháskólans

Ég fór í gær á Kjarvalsstaði. Þar var sýning útskriftarnema Listaháskóla Íslands sem ég reyni að sækja á hverju ári. Sýningin var frábær og verkin mörg hver stórkostleg.

Það er gaman að sjá sköpunarkraftinn hjá krökkunum og fjölbreytileikann. Ég hef yfirleitt mest gaman að vöruhönnun og arkitektúr á þessari sýningu en annað fjölmargt var spennandi. Eitt verk sem heitir "Altaristaflan" var stórbrotið og eins nýtt skjalamerki framtíðarlandsins. Við eigum að vera stolt Íslendingar á því að eiga svona efnilega listamenn.

Til hamingju kæru útskriftarnemar.


Til hamingju Valdís frá Ósi

Alltaf er stemmingin jafngóð og spennuþrungin þegar úrslitin um fyrsta sæti í fegurðarsamkeppnum eru kynnt. Ung blómarós frá Ósi í Hvalfjarðarsveit vann. Sól er í Hvalfirði enn!

Til hamingju Valdís Ýr og allar hinar líka.


mbl.is Valdís Ýr valin ungfrú Vesturland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband